Ég vil búa í borg með náttúruna í bakgarðinum Árni Tryggvason skrifar 11. maí 2022 21:30 Eitt það jákvæða við að búa í borg eins og okkar er nálægðin við náttúruna. Hvort sem hún er manngerð eða eins og hún hefur verið um aldir, þá er aldrei langt að fara út í náttúruna hér í Reykjavík. Í borgarlandinu sjálfu förum við um skóga, sjáum fossa og enn má hér finna óspilltar strendur. Vissulega er mikið af þessari náttúru sem okkur er svo kær manngerð, en þá er oft um að ræða endurheimta náttúru eftir aldalanga nauðbeit og rányrkju. Það er ekki langt síðan að Öskjuhlíð var örfoka holt og sjálfur hef ég notið þess að fara þar um sem barn í kyrkingslegum kjarrskógi upp í það að ganga þar um í hávöxnum skjólgóðum skógi sem þar er í dag. Fleiri slíka staði getum við nefnt eins og Elliðaárdal, Heiðmörk og nú vaxa upp skógar víðar og mynda þannig ómetanlega unaðsreiti allt um borgarlandið. Það er ekki nema um öld síðan að uppi væru háværar raddir um að á Íslandi væri ekki hægt að rækta skóg. Í starfi mínu hannaði ég síðastliðið sumar fræðsluskilti um fyrstu trjárækt í Reykjavík sem kostaði ómælda baráttu við að koma af stað á sínum tíma. Úrtöluraddir, hagsmunagæsla og vantrú voru stórar hindranir fyrir því að hægt væri að koma landinu í fyrra horf. Jafnvel hefur okkur gefist tækifæri til að endurheimta land undan vatni líkt og gerðist í Elliðaárdal þegar lónið var tæmt í kjölfar þess að orkuvinnslu þar var hætt. Að hægt sé að komast á milli allra helstu útivistarsvæða borgarinnar án þess að fara yfir umferðargötur er einstakt, ekki bara hér, heldur m.v. allar aðrar borgir sem við berum okkur saman við. Gönguferð eða hjólatúr getur hafist í Hljómskálarðinum, farið um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, inn Grafarvog og upp á Rauðavatnsheiðar, þaðan stóran hring í Heiðmörk og aftur niður í miðbæ um Elliðaárdal. Á allri þessari leið liggur leiðin yfir örfáar íbúðagötur en allar umferðaræðar eru þveraðar með göngum eða brúm. Þetta gerir borgina okkar stórkostlega. Margvísleg náttúru- og umhvefisupplifun er nærri okkur öllum. Við þurfum ekki að fara langar leiðir til að komast í samband við náttúruna. Með því að auka uppbyggingu innan núverandi borgarmarka í stað þess að brjóta ný svæði undir nýja byggð og þenja borgina enn frekar út, þá getur borgin okkar haft náttúruna í bakgarðinum um langa framtíð. Við Vinstri græn viljum hafa náttúruna með í öllu skipulagi og uppbyggingu, og auka aðgengi fólks að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Höfundur er á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Eitt það jákvæða við að búa í borg eins og okkar er nálægðin við náttúruna. Hvort sem hún er manngerð eða eins og hún hefur verið um aldir, þá er aldrei langt að fara út í náttúruna hér í Reykjavík. Í borgarlandinu sjálfu förum við um skóga, sjáum fossa og enn má hér finna óspilltar strendur. Vissulega er mikið af þessari náttúru sem okkur er svo kær manngerð, en þá er oft um að ræða endurheimta náttúru eftir aldalanga nauðbeit og rányrkju. Það er ekki langt síðan að Öskjuhlíð var örfoka holt og sjálfur hef ég notið þess að fara þar um sem barn í kyrkingslegum kjarrskógi upp í það að ganga þar um í hávöxnum skjólgóðum skógi sem þar er í dag. Fleiri slíka staði getum við nefnt eins og Elliðaárdal, Heiðmörk og nú vaxa upp skógar víðar og mynda þannig ómetanlega unaðsreiti allt um borgarlandið. Það er ekki nema um öld síðan að uppi væru háværar raddir um að á Íslandi væri ekki hægt að rækta skóg. Í starfi mínu hannaði ég síðastliðið sumar fræðsluskilti um fyrstu trjárækt í Reykjavík sem kostaði ómælda baráttu við að koma af stað á sínum tíma. Úrtöluraddir, hagsmunagæsla og vantrú voru stórar hindranir fyrir því að hægt væri að koma landinu í fyrra horf. Jafnvel hefur okkur gefist tækifæri til að endurheimta land undan vatni líkt og gerðist í Elliðaárdal þegar lónið var tæmt í kjölfar þess að orkuvinnslu þar var hætt. Að hægt sé að komast á milli allra helstu útivistarsvæða borgarinnar án þess að fara yfir umferðargötur er einstakt, ekki bara hér, heldur m.v. allar aðrar borgir sem við berum okkur saman við. Gönguferð eða hjólatúr getur hafist í Hljómskálarðinum, farið um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, inn Grafarvog og upp á Rauðavatnsheiðar, þaðan stóran hring í Heiðmörk og aftur niður í miðbæ um Elliðaárdal. Á allri þessari leið liggur leiðin yfir örfáar íbúðagötur en allar umferðaræðar eru þveraðar með göngum eða brúm. Þetta gerir borgina okkar stórkostlega. Margvísleg náttúru- og umhvefisupplifun er nærri okkur öllum. Við þurfum ekki að fara langar leiðir til að komast í samband við náttúruna. Með því að auka uppbyggingu innan núverandi borgarmarka í stað þess að brjóta ný svæði undir nýja byggð og þenja borgina enn frekar út, þá getur borgin okkar haft náttúruna í bakgarðinum um langa framtíð. Við Vinstri græn viljum hafa náttúruna með í öllu skipulagi og uppbyggingu, og auka aðgengi fólks að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Höfundur er á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun