Hvað í fokkanum er ég að gera? Birta Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2022 19:00 Þegar ég var lítil var mamma í pólitík. Ég man óljóst eftir því þegar það voru kosningar og tvær unglingsstelpur pössuðu okkur systkinin. Þá vorum við tvö en mamma átti eftir að eignast tvö önnur börn á kjörtímabilinu. Ég man eftir að hafa verið á hliðarsvölunum í Egilsbúð og mamma var á sviðinu ásamt Smára Geirs og fleirum að syngja Öxar við ána. Ég man eftir því þegar mamma fór á fundi og við systkinin nýttum tækifærið, söfnuðum saman öllum sængum í íbúðinni, settum þær á gólfið við hjónarúmið og hoppuðum á rúminu, úr glugganum yfir í rúmið og börðumst um að hrinda hvort öðru á hrúguna af sængum. Það er ekki að því að spyrja að bæði brutum við hluti og meiddum okkur. Núna er ég í sömu stöðu og mamma, ég er með tvö börn, er í framboði og vonast eftir umboði til að vinna áfram fyrir samfélagið mitt. Ég þarf að útskýra fyrir bráðum 6 ára dóttur minni af hverju ég er svona lítið heima þessa dagana og best finnst mér að gera það með því að segja að ég sé að vona að fólk velji mig og vini mína til þess að fá að ákveða ýmsa hluti í sveitarfélaginu okkar, eins og hvað á að kosta í sund eða hvenær leikskólinn fer í sumarfrí. Við teljum upp alla kjarnanna í sveitarfélaginu svo hún viti að við erum stærri en bara Neskaupstaður. En ég viðurkenni að ég spyr mig stundum: hvað í fokkanum er ég að gera? Ég veit ekki hvernig þetta allt saman virkar. Stjórnsýsla er ótrúlega flókin og það er flókið að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir eða innviðirnir virka, hvað er á höndum sveitarfélagsins og hvað liggur hjá ríkinu. Ég tel það þó ekki endilega slæman hlut að vita ekki nákvæmlega hvernig þetta allt virkar, og myndi ekki vilja þykjast hafa allt á hreinu. Við í pólitíkinni höfum á bakvið okkur úrval af kláru fagfólki á skrifstofu Fjarðabyggðar sem hefur starfað við stjórnsýslu í langan tíma. Kjörnir fulltrúar ákveða áherslur kerfisins en treysta á fagfólkið sem veitir ráðgjöf og sér til þess að farið sé eftir settum reglum við framkvæmd ákvarðana. Á síðustu fjórum árum, þó ég hafi „bara“ verið varabæjarfulltrúi og setið í fræðslunefnd, þá hef ég lært ótrúlega mikið. Ég veit til dæmis núna að það er ekki sveitarfélagsins að lofa nýjum Suðurfjarðarvegi þar sem gerð hans er á höndum ríkisins. Að mínu viti yrði það tómt loforð. Við getum hins vegar lofað að við munum gera allt í okkar valdi, svo sem að þrýsta á ríkið, svo farið verði fyrr í þær nauðsynlegu framkvæmdir. Öll sem starfa í stjórnmálum eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma stigið sín fyrstu skref. Fólk fæðist auðvitað ekki með vitneskju um opinbera stjórnsýslu, en það fallega við lýðræðið er að hver sem er getur boðið sig fram til að starfa fyrir samfélagið sitt og rétt eins og í öllu öðru, þá öðlast fólk reynslu og þekkingu með tímanum. Ég á mikið ólært en ég held áfram að læra. Og ég held að ég geti lært mikið, mikið meira. Því þó ég viti ekki hvað í fokkanum ég er að gera þá veit ég að ég hef ákveðna sýn um það hvernig samfélag ég vil búa í og vil leita leiða til að gera þá sýn að veruleika. Ég vil búa í réttlátu samfélagi, samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og þar sem öll hafa sömu tækifæri til þess að sækja þjónustu, stunda tómstundir og að eiga gott líf. Í mínum huga sýnir það nefnilega auðmýkt að segja opinskátt að ég viti ekki alveg hvernig stjórnsýslan virkar – en ég get lofað því að ég og vinir mínir í Fjarðalistanum erum öll af vilja gerð til þess að læra meira, skoða málin, hlusta á íbúa og vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Höfundur skipar 4. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil var mamma í pólitík. Ég man óljóst eftir því þegar það voru kosningar og tvær unglingsstelpur pössuðu okkur systkinin. Þá vorum við tvö en mamma átti eftir að eignast tvö önnur börn á kjörtímabilinu. Ég man eftir að hafa verið á hliðarsvölunum í Egilsbúð og mamma var á sviðinu ásamt Smára Geirs og fleirum að syngja Öxar við ána. Ég man eftir því þegar mamma fór á fundi og við systkinin nýttum tækifærið, söfnuðum saman öllum sængum í íbúðinni, settum þær á gólfið við hjónarúmið og hoppuðum á rúminu, úr glugganum yfir í rúmið og börðumst um að hrinda hvort öðru á hrúguna af sængum. Það er ekki að því að spyrja að bæði brutum við hluti og meiddum okkur. Núna er ég í sömu stöðu og mamma, ég er með tvö börn, er í framboði og vonast eftir umboði til að vinna áfram fyrir samfélagið mitt. Ég þarf að útskýra fyrir bráðum 6 ára dóttur minni af hverju ég er svona lítið heima þessa dagana og best finnst mér að gera það með því að segja að ég sé að vona að fólk velji mig og vini mína til þess að fá að ákveða ýmsa hluti í sveitarfélaginu okkar, eins og hvað á að kosta í sund eða hvenær leikskólinn fer í sumarfrí. Við teljum upp alla kjarnanna í sveitarfélaginu svo hún viti að við erum stærri en bara Neskaupstaður. En ég viðurkenni að ég spyr mig stundum: hvað í fokkanum er ég að gera? Ég veit ekki hvernig þetta allt saman virkar. Stjórnsýsla er ótrúlega flókin og það er flókið að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir eða innviðirnir virka, hvað er á höndum sveitarfélagsins og hvað liggur hjá ríkinu. Ég tel það þó ekki endilega slæman hlut að vita ekki nákvæmlega hvernig þetta allt virkar, og myndi ekki vilja þykjast hafa allt á hreinu. Við í pólitíkinni höfum á bakvið okkur úrval af kláru fagfólki á skrifstofu Fjarðabyggðar sem hefur starfað við stjórnsýslu í langan tíma. Kjörnir fulltrúar ákveða áherslur kerfisins en treysta á fagfólkið sem veitir ráðgjöf og sér til þess að farið sé eftir settum reglum við framkvæmd ákvarðana. Á síðustu fjórum árum, þó ég hafi „bara“ verið varabæjarfulltrúi og setið í fræðslunefnd, þá hef ég lært ótrúlega mikið. Ég veit til dæmis núna að það er ekki sveitarfélagsins að lofa nýjum Suðurfjarðarvegi þar sem gerð hans er á höndum ríkisins. Að mínu viti yrði það tómt loforð. Við getum hins vegar lofað að við munum gera allt í okkar valdi, svo sem að þrýsta á ríkið, svo farið verði fyrr í þær nauðsynlegu framkvæmdir. Öll sem starfa í stjórnmálum eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma stigið sín fyrstu skref. Fólk fæðist auðvitað ekki með vitneskju um opinbera stjórnsýslu, en það fallega við lýðræðið er að hver sem er getur boðið sig fram til að starfa fyrir samfélagið sitt og rétt eins og í öllu öðru, þá öðlast fólk reynslu og þekkingu með tímanum. Ég á mikið ólært en ég held áfram að læra. Og ég held að ég geti lært mikið, mikið meira. Því þó ég viti ekki hvað í fokkanum ég er að gera þá veit ég að ég hef ákveðna sýn um það hvernig samfélag ég vil búa í og vil leita leiða til að gera þá sýn að veruleika. Ég vil búa í réttlátu samfélagi, samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og þar sem öll hafa sömu tækifæri til þess að sækja þjónustu, stunda tómstundir og að eiga gott líf. Í mínum huga sýnir það nefnilega auðmýkt að segja opinskátt að ég viti ekki alveg hvernig stjórnsýslan virkar – en ég get lofað því að ég og vinir mínir í Fjarðalistanum erum öll af vilja gerð til þess að læra meira, skoða málin, hlusta á íbúa og vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Höfundur skipar 4. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun