Farsæld Árborgar Dagbjört Harðardóttir og Lieselot Simoen skrifa 11. maí 2022 16:02 Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi nú um áramót, farsældar lögin svokölluðu. Þau hafa það að markmiði að börn og fjölskyldur þeirra hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Á mannamáli þýðir það að fjölskyldur eigi rétt á því að fá þjónustu við sitt hæfi þar sem þverfaglegt teymi tekur utan um mál barnsins. Forðast þarf að fjölskyldur finnst mál þeirra í lausu lofti. Árborg í góðri stöðu Óhætt er að segja að fjölskyldusvið sveitarfélagsins Árborgar hafi unnið frábært starf á þessum vettvangi frá stofnun þess árið 2019. Þá voru skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístunda- og menningarsvið sameinuð í eitt stórt svið. Sviðið var stofnað með því markmiði meðal annars að móta samfellda þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Farsældarlögin miðast við samspil félagsþjónustu, skólamála og frítímaþjónustu og því hægt að segja að sameiningin hafi verið fyrsta skrefið í þágu farsældar barna í Árborg. Árborg var því í mjög góðri stöðu og langt á veg komin með þessa samþættingu þegar lögin voru samþykkt á Alþingi. Staðan hefur verið það góð innan sveitarfélagsins eftir breytingarnar að eftir því hefur verið tekið og önnur sveitarfélög líta til Árborgar sem fyrirmyndar í útfærslu laganna. Unnið hefur verið markvisst með snemmtæka íhlutun, hún felst í því að grípa sem fyrst inn í málefni barna og koma í veg fyrir að þau vindi upp á sig og verði ill leysanleg. Gerum gott betra Alltaf er hægt að gera gott betra og það er hjartans mál fyrir Áfram Árborg að styðja við fjölskyldusvið og tryggja það að sú góða og dýrmæta vinna sem nú þegar hefur verið unnin haldi sér, vaxi og dafni. Áfram Árborg vill tryggja að leikskólar og grunnskólar fái stuðning frá sviðinu til þess að innleiða Farsældarlögin að fullu svo þjónustan skili sér þangað sem hennar er þörf. Áfram Árborg telur mikilvægt að styðja við það öfluga frumkvöðlastarf sem fram hefur farið á vettvangi frítímans í Árborg þannig að þar sé hægt að halda áfram að vera til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra ásamt því að vera stuðningur við félags- og fræðslumál. Áfram Árborg vill skapa fjölskylduvænt samfélag, efla menntun ásamt félagslegum- og frístunda úrræðum fyrir fjölskylduna í heild. Áfram Árborg vill færa þjónustuna nær íbúum og uppfæra þjónustuna í takt í fjölbreyttar þarfir íbúa. Framtíðin er núna! Setjum X við Á þann 14. maí næstkomandi! Höfundar eru frambjóðendur í félagsmálanefnd fyrir Áfram Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi nú um áramót, farsældar lögin svokölluðu. Þau hafa það að markmiði að börn og fjölskyldur þeirra hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Á mannamáli þýðir það að fjölskyldur eigi rétt á því að fá þjónustu við sitt hæfi þar sem þverfaglegt teymi tekur utan um mál barnsins. Forðast þarf að fjölskyldur finnst mál þeirra í lausu lofti. Árborg í góðri stöðu Óhætt er að segja að fjölskyldusvið sveitarfélagsins Árborgar hafi unnið frábært starf á þessum vettvangi frá stofnun þess árið 2019. Þá voru skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístunda- og menningarsvið sameinuð í eitt stórt svið. Sviðið var stofnað með því markmiði meðal annars að móta samfellda þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Farsældarlögin miðast við samspil félagsþjónustu, skólamála og frítímaþjónustu og því hægt að segja að sameiningin hafi verið fyrsta skrefið í þágu farsældar barna í Árborg. Árborg var því í mjög góðri stöðu og langt á veg komin með þessa samþættingu þegar lögin voru samþykkt á Alþingi. Staðan hefur verið það góð innan sveitarfélagsins eftir breytingarnar að eftir því hefur verið tekið og önnur sveitarfélög líta til Árborgar sem fyrirmyndar í útfærslu laganna. Unnið hefur verið markvisst með snemmtæka íhlutun, hún felst í því að grípa sem fyrst inn í málefni barna og koma í veg fyrir að þau vindi upp á sig og verði ill leysanleg. Gerum gott betra Alltaf er hægt að gera gott betra og það er hjartans mál fyrir Áfram Árborg að styðja við fjölskyldusvið og tryggja það að sú góða og dýrmæta vinna sem nú þegar hefur verið unnin haldi sér, vaxi og dafni. Áfram Árborg vill tryggja að leikskólar og grunnskólar fái stuðning frá sviðinu til þess að innleiða Farsældarlögin að fullu svo þjónustan skili sér þangað sem hennar er þörf. Áfram Árborg telur mikilvægt að styðja við það öfluga frumkvöðlastarf sem fram hefur farið á vettvangi frítímans í Árborg þannig að þar sé hægt að halda áfram að vera til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra ásamt því að vera stuðningur við félags- og fræðslumál. Áfram Árborg vill skapa fjölskylduvænt samfélag, efla menntun ásamt félagslegum- og frístunda úrræðum fyrir fjölskylduna í heild. Áfram Árborg vill færa þjónustuna nær íbúum og uppfæra þjónustuna í takt í fjölbreyttar þarfir íbúa. Framtíðin er núna! Setjum X við Á þann 14. maí næstkomandi! Höfundar eru frambjóðendur í félagsmálanefnd fyrir Áfram Árborg.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar