Erum við ekki öll listafólk? Kjósum við geymili eða heimili? Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 11. maí 2022 15:45 Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum. Af hverju ekki? Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri. Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus? Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði? Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru. Án fólksins eru engin fyrirtæki. Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á. Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum. Þannig skapast síður ofkeyrsla. Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á. Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig. Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt? Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt? Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað... þar eru meira að segja græn svæði? Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt? Það er þannig sem grænu svæðin hverfa. Meira af grænum svæðum. Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig? Leyfum fólkinu í bænum að ráða. Skráðu þig á „Íbúar á Akureyri- spjall“ á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA. Hvort kýst þú á laugardaginn? Geymili eða heimili? Kjósum með hjartanu. Höfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ásgeir Ólafsson Lie Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum. Af hverju ekki? Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri. Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus? Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði? Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru. Án fólksins eru engin fyrirtæki. Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á. Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum. Þannig skapast síður ofkeyrsla. Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á. Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig. Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt? Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt? Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað... þar eru meira að segja græn svæði? Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt? Það er þannig sem grænu svæðin hverfa. Meira af grænum svæðum. Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig? Leyfum fólkinu í bænum að ráða. Skráðu þig á „Íbúar á Akureyri- spjall“ á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA. Hvort kýst þú á laugardaginn? Geymili eða heimili? Kjósum með hjartanu. Höfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun