Reykjanesbær þarf að girða sig í brók Rannveig Erla Guðlaugsdóttir skrifar 11. maí 2022 09:45 Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun