Reykjanesbær þarf að girða sig í brók Rannveig Erla Guðlaugsdóttir skrifar 11. maí 2022 09:45 Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun