3000 íbúðir á ári Einar Þorsteinsson skrifar 10. maí 2022 19:00 Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki. Flóttinn úr borginni Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar. Það sem Framsókn ætlar að gera Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki. Flóttinn úr borginni Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar. Það sem Framsókn ætlar að gera Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar