Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2022 13:24 Sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/vilhelm Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. Fólksbíll hafnaði utan vegar vestan Efra Bakkakots á tólfta tímanum í morgun. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður sem stendur á meðan rannsóknarlögreglumenn sinna vinnu á vettvangi. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var ekki tiltæk. Ástæðan er sú að flugstjórinn sem á að vera á vakt er veikur og ekki tókst að kalla út annan flugstjóra af frívakt. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist sífellt erfiðara að kalla flugstjóra af frívakt en þeir eru langþreyttir á því að ekki sé gengið frá kjarasamningum við þá. „Okkur þykir miður að þyrlusveit stofnunarinnar hafi ekki getað annast útkallið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Allt hafi verið reynt til að kalla út flugstjóra á frívakt en án árangurs. Fimm manna vakt er á þyrlunni, fjórir á svæðinu en þyrlan fer ekkert án flugstjóra. „Við þessar aðstæður hefur okkur langoftast tekist að kalla fólk út á frívakt vegna einstaks velvilja starfsfólks,“ segir Ásgeir. Sex flugstjórar eru starfandi hjá Landhelgisgæslunni. Ásgeir segir að tveir þeirra séu búsettir fyrir norðan, einn sé veikur og því sé ekki upp á mikið að hlaupa. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið með lausa kjarasamninga í tvö og hálft ár. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna tjáði fréttastofu á dögunum að það kæmi honum á óvart að enn hefði ekki skapast neyðarástand vegna stöðunnar. „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Sífellt erfiðara væri að manna bráðnauðsynlegar vaktir á þyrlum Gæslunnar. Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Fólksbíll hafnaði utan vegar vestan Efra Bakkakots á tólfta tímanum í morgun. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður sem stendur á meðan rannsóknarlögreglumenn sinna vinnu á vettvangi. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var ekki tiltæk. Ástæðan er sú að flugstjórinn sem á að vera á vakt er veikur og ekki tókst að kalla út annan flugstjóra af frívakt. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist sífellt erfiðara að kalla flugstjóra af frívakt en þeir eru langþreyttir á því að ekki sé gengið frá kjarasamningum við þá. „Okkur þykir miður að þyrlusveit stofnunarinnar hafi ekki getað annast útkallið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Allt hafi verið reynt til að kalla út flugstjóra á frívakt en án árangurs. Fimm manna vakt er á þyrlunni, fjórir á svæðinu en þyrlan fer ekkert án flugstjóra. „Við þessar aðstæður hefur okkur langoftast tekist að kalla fólk út á frívakt vegna einstaks velvilja starfsfólks,“ segir Ásgeir. Sex flugstjórar eru starfandi hjá Landhelgisgæslunni. Ásgeir segir að tveir þeirra séu búsettir fyrir norðan, einn sé veikur og því sé ekki upp á mikið að hlaupa. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið með lausa kjarasamninga í tvö og hálft ár. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna tjáði fréttastofu á dögunum að það kæmi honum á óvart að enn hefði ekki skapast neyðarástand vegna stöðunnar. „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Sífellt erfiðara væri að manna bráðnauðsynlegar vaktir á þyrlum Gæslunnar.
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52
Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13