Sýndu kvarti Halldórs skilning: „En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 09:59 Einvígi Selfoss og Vals er lokið með afar öruggum sigri Valsmanna. vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu því skilning að Selfyssingar settu út á það hvernig Valsmenn framkvæmdu „hraða miðju“ í einvígi liðanna. Stundum hafi það verið gert ólöglega en ekki svo að það skipti miklu máli. Valur komst með afar sannfærandi hætti áfram í úrslit Olís-deildarinnar í handbolta og mætir þar ÍBV eða Haukum, sem mætast klukkan 18 í kvöld í Eyjum. Valsmenn unnu einvígi sitt gegn Selfossi 3-0 og engan leikjanna með minna en sex marka mun. Eftir leik tvö kvartaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, yfir því hvernig hið ógnarfljóta lið Vals framkvæmdi hraða miðju eftir að hafa fengið á sig mark. „Hversu oft eiga þeir að fá að taka ólöglega hraða miðju? Hversu oft á að leyfa það? Eru dómararnir ekki í standi til þess að fylgja þessu eftir? Hver á að fylgja þessu eftir ef þeir eru ekki í standi til þess eða geta það ekki?“ sagði Halldór meðal annars. Umfjöllun Seinni bylgjunnar um málið, fyrir þriðja og síðasta leik einvígisins, má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Hröð miðja Stefán Árni Pálsson benti á að það væri stefna dómara að vera ekki með smámunasemi þegar kæmi að framkvæmd miðju en þó mætti ekki vera lengra en skóstærð frá miðjupunktinum og enginn mætti vera kominn fram fyrir miðlínuna. „Ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta“ Hann skoðaði myndir úr fyrstu tveimur leikjum Vals og Selfoss ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni. „Það er ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta. Þetta gerist svo sjúklega hratt,“ sagði Stefán Árni. Ásgeir sýndi kvörtun Halldórs skilning: „Ef það væri verið að hlaupa yfir mig, með þessum hraða, og ég kæmist svo að því að nokkrar miðjurnar hefðu verið ólöglegar þá væri ég mjög svekktur. En mér finnst þetta samt ekki vera afgerandi risaþáttur í leiknum,“ sagði Ásgeir og Róbert tók undir: „Ég held að mér hafi talist til að þetta væru 6-7 mörk sem þeir eru að skora úr hraðri miðju. Auðvitað geta einhver þeirra verið ólögleg og ég skil Selfyssinga vel að vera fúlir yfir því. En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta. Þannig er bara sportið og þetta er hluti af þessu. Þetta eru ekki fleiri mörk en þetta og Valsmenn skora 24 mörk úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum svo Selfyssingar ættu kannski frekar að skoða það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
Valur komst með afar sannfærandi hætti áfram í úrslit Olís-deildarinnar í handbolta og mætir þar ÍBV eða Haukum, sem mætast klukkan 18 í kvöld í Eyjum. Valsmenn unnu einvígi sitt gegn Selfossi 3-0 og engan leikjanna með minna en sex marka mun. Eftir leik tvö kvartaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, yfir því hvernig hið ógnarfljóta lið Vals framkvæmdi hraða miðju eftir að hafa fengið á sig mark. „Hversu oft eiga þeir að fá að taka ólöglega hraða miðju? Hversu oft á að leyfa það? Eru dómararnir ekki í standi til þess að fylgja þessu eftir? Hver á að fylgja þessu eftir ef þeir eru ekki í standi til þess eða geta það ekki?“ sagði Halldór meðal annars. Umfjöllun Seinni bylgjunnar um málið, fyrir þriðja og síðasta leik einvígisins, má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Hröð miðja Stefán Árni Pálsson benti á að það væri stefna dómara að vera ekki með smámunasemi þegar kæmi að framkvæmd miðju en þó mætti ekki vera lengra en skóstærð frá miðjupunktinum og enginn mætti vera kominn fram fyrir miðlínuna. „Ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta“ Hann skoðaði myndir úr fyrstu tveimur leikjum Vals og Selfoss ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni. „Það er ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta. Þetta gerist svo sjúklega hratt,“ sagði Stefán Árni. Ásgeir sýndi kvörtun Halldórs skilning: „Ef það væri verið að hlaupa yfir mig, með þessum hraða, og ég kæmist svo að því að nokkrar miðjurnar hefðu verið ólöglegar þá væri ég mjög svekktur. En mér finnst þetta samt ekki vera afgerandi risaþáttur í leiknum,“ sagði Ásgeir og Róbert tók undir: „Ég held að mér hafi talist til að þetta væru 6-7 mörk sem þeir eru að skora úr hraðri miðju. Auðvitað geta einhver þeirra verið ólögleg og ég skil Selfyssinga vel að vera fúlir yfir því. En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta. Þannig er bara sportið og þetta er hluti af þessu. Þetta eru ekki fleiri mörk en þetta og Valsmenn skora 24 mörk úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum svo Selfyssingar ættu kannski frekar að skoða það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira