Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir Gunnar Jónsson skrifar 10. maí 2022 09:30 Vinir Kópavogs eru grasrótarsamtök sem vilja tryggja að skipulagsákvarðanir séu yfirvegaðar, undirbúningur í samræmi við ferli sem mælt er fyrir um í lögum og hagsmunir heildarinnar hafðir að leiðarljósi. Það er nefnilega að mörgu að hyggja ef vel á að byggja. Vinir Kópavogs eru ekki stjórnmálahreyfing studd af skattfé. Þeir hafa hinsvegar óbilandi trú á málstaðnum og þurfa að finna aðrar leiðir til að koma honum á framfæri en keyptar auglýsingar. Sumir Vinanna hafa brugðið á það ráð að prenta borða til þess að koma skilaboðum á framfæri. Borðana hengja þeir síðan upp á lóðum sínum og eignum. Ýmiskonar skilaboð eru prentuð á borðana, þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa Vini Kópavogs. Iðulega er í þeim broddur sem beinist að bæjaryfirvöldum, enda snýst lýðræði beinlínis um að andæfa valdhöfum. Bæjaryfirvöld eru viðkvæmari fyrir gagnrýninni en hægt var að láta sér detta í hug. Sannleikanum verður víst hver sárreiðastur. Yfirvöld hafa sent starfsmenn bæjarins til þess að fjarlægja borðana. Það mun gert með vísan í lögreglusamþykkt, sem varðar auglýsingar á almannafæri. Borðarnir eru hinsvegar alls ekki á almannafæri heldur eignum þeirra sem setja þá upp. Skilaboðin eru stjórnarskrárvarin tjáning þeirra sem fram setja og borðarnir eign þeirra. Bæjaryfirvöld hafa ekki nokkra heimild til þess að fara inn á einkaeignir til að fjarlægja eigur þeirra sem þar búa. Væri slíkri heimild til að dreifa, sem ekki er, væri það lögreglunnar að fjarlægja en ekki saklausra bæjarstarfsmanna gerðra út af hörundssárum yfirvöldum. Aðsend Skömm er að bæjaryfirvöldum sem senda starfsmenn sína í lögleysu inn á lóðir Kópavogsbúa til þess að meina þeim að tjá skoðanir sínar. Enn meiri skömm er að yfirvöldum sem geta ekki tekið gagnrýni. Þetta athæfi bæjaryfirvalda undirstrikar nauðsyn þess að nýtt verklag verði tekið upp í samskiptum bæjaryfirvalda við Kópavogsbúa. Vinir Kópavogs munu taka upp nýtt verklag. Sjálfur lét ég prenta og setja upp borða með aðlögun að fleygum orðum úr Dýrunum í Hálsaskógi „Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir". Athæfi bæjaryfirvalda sýnir að ég hefði átt að hafa borðann stærri og skilaboðin skýrari. Refir eiga nefnilega misauðvelt með að læra. Höfundur er Kópavogsbúi og aðdáandi Thorbjörns Egner. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs eru grasrótarsamtök sem vilja tryggja að skipulagsákvarðanir séu yfirvegaðar, undirbúningur í samræmi við ferli sem mælt er fyrir um í lögum og hagsmunir heildarinnar hafðir að leiðarljósi. Það er nefnilega að mörgu að hyggja ef vel á að byggja. Vinir Kópavogs eru ekki stjórnmálahreyfing studd af skattfé. Þeir hafa hinsvegar óbilandi trú á málstaðnum og þurfa að finna aðrar leiðir til að koma honum á framfæri en keyptar auglýsingar. Sumir Vinanna hafa brugðið á það ráð að prenta borða til þess að koma skilaboðum á framfæri. Borðana hengja þeir síðan upp á lóðum sínum og eignum. Ýmiskonar skilaboð eru prentuð á borðana, þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa Vini Kópavogs. Iðulega er í þeim broddur sem beinist að bæjaryfirvöldum, enda snýst lýðræði beinlínis um að andæfa valdhöfum. Bæjaryfirvöld eru viðkvæmari fyrir gagnrýninni en hægt var að láta sér detta í hug. Sannleikanum verður víst hver sárreiðastur. Yfirvöld hafa sent starfsmenn bæjarins til þess að fjarlægja borðana. Það mun gert með vísan í lögreglusamþykkt, sem varðar auglýsingar á almannafæri. Borðarnir eru hinsvegar alls ekki á almannafæri heldur eignum þeirra sem setja þá upp. Skilaboðin eru stjórnarskrárvarin tjáning þeirra sem fram setja og borðarnir eign þeirra. Bæjaryfirvöld hafa ekki nokkra heimild til þess að fara inn á einkaeignir til að fjarlægja eigur þeirra sem þar búa. Væri slíkri heimild til að dreifa, sem ekki er, væri það lögreglunnar að fjarlægja en ekki saklausra bæjarstarfsmanna gerðra út af hörundssárum yfirvöldum. Aðsend Skömm er að bæjaryfirvöldum sem senda starfsmenn sína í lögleysu inn á lóðir Kópavogsbúa til þess að meina þeim að tjá skoðanir sínar. Enn meiri skömm er að yfirvöldum sem geta ekki tekið gagnrýni. Þetta athæfi bæjaryfirvalda undirstrikar nauðsyn þess að nýtt verklag verði tekið upp í samskiptum bæjaryfirvalda við Kópavogsbúa. Vinir Kópavogs munu taka upp nýtt verklag. Sjálfur lét ég prenta og setja upp borða með aðlögun að fleygum orðum úr Dýrunum í Hálsaskógi „Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir". Athæfi bæjaryfirvalda sýnir að ég hefði átt að hafa borðann stærri og skilaboðin skýrari. Refir eiga nefnilega misauðvelt með að læra. Höfundur er Kópavogsbúi og aðdáandi Thorbjörns Egner.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar