„Við munum fljótlega fagna sigri“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 14:09 Olena flúði hingað til lands frá Bucha við upphaf innrásarinnar. Vísir/Sigurjón Úkraínumenn og Rússar komu saman fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi í Túngötu á hádegi í dag til þess að mótmæla stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Fólkið var hvítklætt og búið að ata sig rauðri málningu til táknar um blóð. Mótmælendur báru jafnframt margir plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á kynferðisbrotum sem rússneskir hermenn eru sagðir beita Úkraínumenn. Athygli vakti eftir að Rússar yfirgáfu borgina Bucha í lok apríl, eftir tveggja mánaða hertöku, að þar fundust víða kynlífsdúkkur, sem búið var að festa plastpoka um höfuðið á. Úkraínumenn segja þessar kynlífsdúkkur endurspegla það hvernig Rússar hafi brotið á úkraínskum konum og börnum. Mótmælendur voru ataðir rauðri málningu, sem tákna á blóðið sem runnið hefur um úkraínska grundu.Vísir/Sigurjón Rússar fagna í dag sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Mikil hátíðarhöld eru í Moskvu í dag og víða um Rússland. Víða hefur einnig verið mótmælt fyrir utan rússnesk sendiráð Fréttastofa ræddi við mótmælendur í Túngötu í hádeginu. Þar á meðal var Olena, sem flúði heimabæ sinn Bucha tveimur dögum eftir upphaf stríðsins, þann 26. febrúar síðastliðinn. Hún kom til Íslands með börnin sín og segist þjökuð af þeim myndum sem hún sjái og fréttum sem hún heyri frá heimabæ sínum. Einhverjir voru með plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á pyntingaraðferðum Rússa.Vísir/Vilhelm „Ég sé allan þennan hrylling sem Rússar hafa beitt fólkið mitt og ég veit að helsta vopn rússneskra hermanna, rússneskra hryðjuverkamanna, eru nauðganir, pyntingar og að drepa almenna borgara. Við erum hér í dag til þess að láta alla vita að við erum hér og við erum á móti þessum stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Bucha og fleiri borgum í Úkraínu, sérstaklega Mariupol,“ sagði Olena. „Við munum sigra, þjóð okkar er sterk og friðsæl. Við viljum vera hluti af lýðræðissamfélaginu í Evrópu. Þeir vilja ekki að við verðum hluti af Evrópusambandinu en við viljum vera hluti af siðmenntuðum heimi og [Rússar] ættu að gera sitt besta til að stöðva glæpina sem framdir eru í okkar landi.“ Hún sagði að dagurinn í dag, þrátt fyrir hátíðarhöldin í Rússlandi, sé ekki sigurdagur fyrir Rússa. „Þessi dagur er smánun fyrir Rússa. Það er það eina sem ég get sagt . Úkraína mun fagna tveimur Sigurdögum vona ég fljótlega. Við munum fagna okkar sigri fljótlega.“ Klippa: Mótmæli fyrir utan bústað sendiherra Rússlands á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Mótmælendur báru jafnframt margir plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á kynferðisbrotum sem rússneskir hermenn eru sagðir beita Úkraínumenn. Athygli vakti eftir að Rússar yfirgáfu borgina Bucha í lok apríl, eftir tveggja mánaða hertöku, að þar fundust víða kynlífsdúkkur, sem búið var að festa plastpoka um höfuðið á. Úkraínumenn segja þessar kynlífsdúkkur endurspegla það hvernig Rússar hafi brotið á úkraínskum konum og börnum. Mótmælendur voru ataðir rauðri málningu, sem tákna á blóðið sem runnið hefur um úkraínska grundu.Vísir/Sigurjón Rússar fagna í dag sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Mikil hátíðarhöld eru í Moskvu í dag og víða um Rússland. Víða hefur einnig verið mótmælt fyrir utan rússnesk sendiráð Fréttastofa ræddi við mótmælendur í Túngötu í hádeginu. Þar á meðal var Olena, sem flúði heimabæ sinn Bucha tveimur dögum eftir upphaf stríðsins, þann 26. febrúar síðastliðinn. Hún kom til Íslands með börnin sín og segist þjökuð af þeim myndum sem hún sjái og fréttum sem hún heyri frá heimabæ sínum. Einhverjir voru með plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á pyntingaraðferðum Rússa.Vísir/Vilhelm „Ég sé allan þennan hrylling sem Rússar hafa beitt fólkið mitt og ég veit að helsta vopn rússneskra hermanna, rússneskra hryðjuverkamanna, eru nauðganir, pyntingar og að drepa almenna borgara. Við erum hér í dag til þess að láta alla vita að við erum hér og við erum á móti þessum stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Bucha og fleiri borgum í Úkraínu, sérstaklega Mariupol,“ sagði Olena. „Við munum sigra, þjóð okkar er sterk og friðsæl. Við viljum vera hluti af lýðræðissamfélaginu í Evrópu. Þeir vilja ekki að við verðum hluti af Evrópusambandinu en við viljum vera hluti af siðmenntuðum heimi og [Rússar] ættu að gera sitt besta til að stöðva glæpina sem framdir eru í okkar landi.“ Hún sagði að dagurinn í dag, þrátt fyrir hátíðarhöldin í Rússlandi, sé ekki sigurdagur fyrir Rússa. „Þessi dagur er smánun fyrir Rússa. Það er það eina sem ég get sagt . Úkraína mun fagna tveimur Sigurdögum vona ég fljótlega. Við munum fagna okkar sigri fljótlega.“ Klippa: Mótmæli fyrir utan bústað sendiherra Rússlands á Íslandi
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira