Afhjúpun í aðalskipulagi Árborgar Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 9. maí 2022 13:45 Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni. Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp lífvænlegt og gott samfélag, samfélag 21. aldar. Við erum tala um umhverfismál, nýjan veruleika í atvinnumálum, sjálfbærni, heimsmarkmið, breytta möguleika í menntun, breytta nálgun í húsnæðismálum, orkuskipti, tengsl við náttúruna, lífsgæði og hringrásarhagkerfið. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru í meirihluta og bera ábyrgð á tillögu að nýju aðalskipulagi leggja mikla áherslu á umhverfismál, s.s. sjálfbærni, kolefnisjöfnun og orkuskipti. Orðin og áherslurnar hafa því miður ekki merkingu því þegar tillaga að aðalskipulagi er skoðuð kemur allt annað í ljós. Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nær til ársins 2036 endurspeglar ekki orðin og áherslunarnar. Efnislosunarsvæði við ósa Ölfusár. Framtíðarsýnin er að losa 500 þúsund rúmmetra af efni í og við ósa Ölfusár. Til að setja þetta magn í samhengi að þá eru þetta 50 þúsund ferðir vörubíla með uppgröft og alls kyns ónýtt efni sem á sturta í og við ósa Ölfusár. Ef þetta magn væri flutt á einu ári að þá væru þetta 159 ferðir vörubíla á dag, 6 daga vikunnar, það gera 13 vörubíla á klst. miðað við 12 stunda vinnudag. Þetta svæði er rétt ofan við Óseyrarbrú. Er þetta innleiðing á umhverfismálum og kolefnisjöfnuði? Viljum við virkilega byggja upp sveitarfélag þar sem það fyrsta sem mætir fólki er verklag fortíðar, það er efnislosun í og við viðkvæma náttúru Ölfusár? Tillaga að uppbyggingu á tveimur 14.5 hektara iðnaðarsvæðum við Eyrarbakkaveg var í fyrri drögum skipulagsins, alls 29 hektara iðnaðarsvæði. Það var talið hafa jákvæð áhrif á Tjarnarbyggð (Búgarðabyggð milli Selfoss og Eyrarbakka) að vera ekki með iðnaðarsvæði (stærð 14.5 hektar) við hlið byggðarinnar heldur að hafa hana nokkuð fjær. Við þessu var brugðist með þeim hætti að búa til eitt iðnaðarsvæði skammt frá Eyrarbakka sem er 58.6 hektarar að stærð. Um þetta svæði er staðhæft í skipulaginu; „að gert sé ráð fyrir mengandi starfsemi og stórum lóðum.„ Er þessi tími virkilega ekki liðinn? Er þetta ekki hluti af lærdóm fortíðar? Er þetta virkilega leið núverandi meirihluta til innleiðingar á sjálfbærni og umbreytingu í atvinnumálum í sveitarfélaginu Árborg? Svæðið og byggingar verða alltaf ráðandi í umhverfinu, ekki bara gagnvart Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og Stokkseyri, heldur öllum íbúum í Árborg og gestum. Framkvæmdin er óafturkræf. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er þetta megin sýn sveitarfélagsins í atvinnumálum fram til ársins 2036. Er þetta hin raunverulega innleiðing stefnu umhverfismála, sjálfbærni og atvinnutækifæra núverandi meirihluta? Það er sláandi að lesa um iðnaðarsvæði í Steinkotsmýri (Árborg), Helguvík (Reykjanesbær) og Bakka (Húsavík), þetta er svo gott sem sama skjalið. Það er verið að búa til freistingu, freistingu sem er framkvæmd fortíðar. Er þetta hin raunverulega framtíðarsýn núverandi meirihluta? Það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög slæm. Þörfin fyrir uppbyggingu atvinnu og fjármagnsþörf sveitarfélagsins er mikil. Sporin hræða. Við þurfum að standa í lappirnar og horfa inn í 21. öldina, ekki bara á næsta ársreikning. Við þurfum ekki framkvæmdir sem skerða tækifæri íbúa og atvinnurekenda í Árborg um alla framtíð. Við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvað atvinnustarfsemi við viljum fá til okkar í sveitarfélagið. Horfum til framtíðar, leggjum meðal annars áherslu á að byggja upp innviði hugverkaiðnaðar í Árborg. Hugverkaiðnaðurinn skilaði 160 milljörðum í útflutningstekjur árið 2020. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölga þurfi sérfræðingum á sviði hugverkaiðnaðar um allt að 9 þúsund næstu fimm árin. Það eru 1.800 störf á ári. Sækjum þessi störf í sveitarfélagið Árborg. Það skiptir öllu máli hvaða áherslur við setjum og aðalskipulag sveitarfélagsins er grunnurinn. Hvaða tækifæri viljum við sækja, hvernig samfélag viljum við byggja upp, hvernig atvinnulíf viljum við og hver er raunveruleg innleiðing sjálfbærni og umhverfismála. Við erum að kjósa um framtíðina í Árborg á laugardag. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni. Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp lífvænlegt og gott samfélag, samfélag 21. aldar. Við erum tala um umhverfismál, nýjan veruleika í atvinnumálum, sjálfbærni, heimsmarkmið, breytta möguleika í menntun, breytta nálgun í húsnæðismálum, orkuskipti, tengsl við náttúruna, lífsgæði og hringrásarhagkerfið. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru í meirihluta og bera ábyrgð á tillögu að nýju aðalskipulagi leggja mikla áherslu á umhverfismál, s.s. sjálfbærni, kolefnisjöfnun og orkuskipti. Orðin og áherslurnar hafa því miður ekki merkingu því þegar tillaga að aðalskipulagi er skoðuð kemur allt annað í ljós. Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nær til ársins 2036 endurspeglar ekki orðin og áherslunarnar. Efnislosunarsvæði við ósa Ölfusár. Framtíðarsýnin er að losa 500 þúsund rúmmetra af efni í og við ósa Ölfusár. Til að setja þetta magn í samhengi að þá eru þetta 50 þúsund ferðir vörubíla með uppgröft og alls kyns ónýtt efni sem á sturta í og við ósa Ölfusár. Ef þetta magn væri flutt á einu ári að þá væru þetta 159 ferðir vörubíla á dag, 6 daga vikunnar, það gera 13 vörubíla á klst. miðað við 12 stunda vinnudag. Þetta svæði er rétt ofan við Óseyrarbrú. Er þetta innleiðing á umhverfismálum og kolefnisjöfnuði? Viljum við virkilega byggja upp sveitarfélag þar sem það fyrsta sem mætir fólki er verklag fortíðar, það er efnislosun í og við viðkvæma náttúru Ölfusár? Tillaga að uppbyggingu á tveimur 14.5 hektara iðnaðarsvæðum við Eyrarbakkaveg var í fyrri drögum skipulagsins, alls 29 hektara iðnaðarsvæði. Það var talið hafa jákvæð áhrif á Tjarnarbyggð (Búgarðabyggð milli Selfoss og Eyrarbakka) að vera ekki með iðnaðarsvæði (stærð 14.5 hektar) við hlið byggðarinnar heldur að hafa hana nokkuð fjær. Við þessu var brugðist með þeim hætti að búa til eitt iðnaðarsvæði skammt frá Eyrarbakka sem er 58.6 hektarar að stærð. Um þetta svæði er staðhæft í skipulaginu; „að gert sé ráð fyrir mengandi starfsemi og stórum lóðum.„ Er þessi tími virkilega ekki liðinn? Er þetta ekki hluti af lærdóm fortíðar? Er þetta virkilega leið núverandi meirihluta til innleiðingar á sjálfbærni og umbreytingu í atvinnumálum í sveitarfélaginu Árborg? Svæðið og byggingar verða alltaf ráðandi í umhverfinu, ekki bara gagnvart Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og Stokkseyri, heldur öllum íbúum í Árborg og gestum. Framkvæmdin er óafturkræf. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er þetta megin sýn sveitarfélagsins í atvinnumálum fram til ársins 2036. Er þetta hin raunverulega innleiðing stefnu umhverfismála, sjálfbærni og atvinnutækifæra núverandi meirihluta? Það er sláandi að lesa um iðnaðarsvæði í Steinkotsmýri (Árborg), Helguvík (Reykjanesbær) og Bakka (Húsavík), þetta er svo gott sem sama skjalið. Það er verið að búa til freistingu, freistingu sem er framkvæmd fortíðar. Er þetta hin raunverulega framtíðarsýn núverandi meirihluta? Það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög slæm. Þörfin fyrir uppbyggingu atvinnu og fjármagnsþörf sveitarfélagsins er mikil. Sporin hræða. Við þurfum að standa í lappirnar og horfa inn í 21. öldina, ekki bara á næsta ársreikning. Við þurfum ekki framkvæmdir sem skerða tækifæri íbúa og atvinnurekenda í Árborg um alla framtíð. Við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvað atvinnustarfsemi við viljum fá til okkar í sveitarfélagið. Horfum til framtíðar, leggjum meðal annars áherslu á að byggja upp innviði hugverkaiðnaðar í Árborg. Hugverkaiðnaðurinn skilaði 160 milljörðum í útflutningstekjur árið 2020. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölga þurfi sérfræðingum á sviði hugverkaiðnaðar um allt að 9 þúsund næstu fimm árin. Það eru 1.800 störf á ári. Sækjum þessi störf í sveitarfélagið Árborg. Það skiptir öllu máli hvaða áherslur við setjum og aðalskipulag sveitarfélagsins er grunnurinn. Hvaða tækifæri viljum við sækja, hvernig samfélag viljum við byggja upp, hvernig atvinnulíf viljum við og hver er raunveruleg innleiðing sjálfbærni og umhverfismála. Við erum að kjósa um framtíðina í Árborg á laugardag. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun