Afhjúpun í aðalskipulagi Árborgar Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 9. maí 2022 13:45 Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni. Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp lífvænlegt og gott samfélag, samfélag 21. aldar. Við erum tala um umhverfismál, nýjan veruleika í atvinnumálum, sjálfbærni, heimsmarkmið, breytta möguleika í menntun, breytta nálgun í húsnæðismálum, orkuskipti, tengsl við náttúruna, lífsgæði og hringrásarhagkerfið. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru í meirihluta og bera ábyrgð á tillögu að nýju aðalskipulagi leggja mikla áherslu á umhverfismál, s.s. sjálfbærni, kolefnisjöfnun og orkuskipti. Orðin og áherslurnar hafa því miður ekki merkingu því þegar tillaga að aðalskipulagi er skoðuð kemur allt annað í ljós. Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nær til ársins 2036 endurspeglar ekki orðin og áherslunarnar. Efnislosunarsvæði við ósa Ölfusár. Framtíðarsýnin er að losa 500 þúsund rúmmetra af efni í og við ósa Ölfusár. Til að setja þetta magn í samhengi að þá eru þetta 50 þúsund ferðir vörubíla með uppgröft og alls kyns ónýtt efni sem á sturta í og við ósa Ölfusár. Ef þetta magn væri flutt á einu ári að þá væru þetta 159 ferðir vörubíla á dag, 6 daga vikunnar, það gera 13 vörubíla á klst. miðað við 12 stunda vinnudag. Þetta svæði er rétt ofan við Óseyrarbrú. Er þetta innleiðing á umhverfismálum og kolefnisjöfnuði? Viljum við virkilega byggja upp sveitarfélag þar sem það fyrsta sem mætir fólki er verklag fortíðar, það er efnislosun í og við viðkvæma náttúru Ölfusár? Tillaga að uppbyggingu á tveimur 14.5 hektara iðnaðarsvæðum við Eyrarbakkaveg var í fyrri drögum skipulagsins, alls 29 hektara iðnaðarsvæði. Það var talið hafa jákvæð áhrif á Tjarnarbyggð (Búgarðabyggð milli Selfoss og Eyrarbakka) að vera ekki með iðnaðarsvæði (stærð 14.5 hektar) við hlið byggðarinnar heldur að hafa hana nokkuð fjær. Við þessu var brugðist með þeim hætti að búa til eitt iðnaðarsvæði skammt frá Eyrarbakka sem er 58.6 hektarar að stærð. Um þetta svæði er staðhæft í skipulaginu; „að gert sé ráð fyrir mengandi starfsemi og stórum lóðum.„ Er þessi tími virkilega ekki liðinn? Er þetta ekki hluti af lærdóm fortíðar? Er þetta virkilega leið núverandi meirihluta til innleiðingar á sjálfbærni og umbreytingu í atvinnumálum í sveitarfélaginu Árborg? Svæðið og byggingar verða alltaf ráðandi í umhverfinu, ekki bara gagnvart Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og Stokkseyri, heldur öllum íbúum í Árborg og gestum. Framkvæmdin er óafturkræf. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er þetta megin sýn sveitarfélagsins í atvinnumálum fram til ársins 2036. Er þetta hin raunverulega innleiðing stefnu umhverfismála, sjálfbærni og atvinnutækifæra núverandi meirihluta? Það er sláandi að lesa um iðnaðarsvæði í Steinkotsmýri (Árborg), Helguvík (Reykjanesbær) og Bakka (Húsavík), þetta er svo gott sem sama skjalið. Það er verið að búa til freistingu, freistingu sem er framkvæmd fortíðar. Er þetta hin raunverulega framtíðarsýn núverandi meirihluta? Það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög slæm. Þörfin fyrir uppbyggingu atvinnu og fjármagnsþörf sveitarfélagsins er mikil. Sporin hræða. Við þurfum að standa í lappirnar og horfa inn í 21. öldina, ekki bara á næsta ársreikning. Við þurfum ekki framkvæmdir sem skerða tækifæri íbúa og atvinnurekenda í Árborg um alla framtíð. Við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvað atvinnustarfsemi við viljum fá til okkar í sveitarfélagið. Horfum til framtíðar, leggjum meðal annars áherslu á að byggja upp innviði hugverkaiðnaðar í Árborg. Hugverkaiðnaðurinn skilaði 160 milljörðum í útflutningstekjur árið 2020. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölga þurfi sérfræðingum á sviði hugverkaiðnaðar um allt að 9 þúsund næstu fimm árin. Það eru 1.800 störf á ári. Sækjum þessi störf í sveitarfélagið Árborg. Það skiptir öllu máli hvaða áherslur við setjum og aðalskipulag sveitarfélagsins er grunnurinn. Hvaða tækifæri viljum við sækja, hvernig samfélag viljum við byggja upp, hvernig atvinnulíf viljum við og hver er raunveruleg innleiðing sjálfbærni og umhverfismála. Við erum að kjósa um framtíðina í Árborg á laugardag. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni. Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp lífvænlegt og gott samfélag, samfélag 21. aldar. Við erum tala um umhverfismál, nýjan veruleika í atvinnumálum, sjálfbærni, heimsmarkmið, breytta möguleika í menntun, breytta nálgun í húsnæðismálum, orkuskipti, tengsl við náttúruna, lífsgæði og hringrásarhagkerfið. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru í meirihluta og bera ábyrgð á tillögu að nýju aðalskipulagi leggja mikla áherslu á umhverfismál, s.s. sjálfbærni, kolefnisjöfnun og orkuskipti. Orðin og áherslurnar hafa því miður ekki merkingu því þegar tillaga að aðalskipulagi er skoðuð kemur allt annað í ljós. Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nær til ársins 2036 endurspeglar ekki orðin og áherslunarnar. Efnislosunarsvæði við ósa Ölfusár. Framtíðarsýnin er að losa 500 þúsund rúmmetra af efni í og við ósa Ölfusár. Til að setja þetta magn í samhengi að þá eru þetta 50 þúsund ferðir vörubíla með uppgröft og alls kyns ónýtt efni sem á sturta í og við ósa Ölfusár. Ef þetta magn væri flutt á einu ári að þá væru þetta 159 ferðir vörubíla á dag, 6 daga vikunnar, það gera 13 vörubíla á klst. miðað við 12 stunda vinnudag. Þetta svæði er rétt ofan við Óseyrarbrú. Er þetta innleiðing á umhverfismálum og kolefnisjöfnuði? Viljum við virkilega byggja upp sveitarfélag þar sem það fyrsta sem mætir fólki er verklag fortíðar, það er efnislosun í og við viðkvæma náttúru Ölfusár? Tillaga að uppbyggingu á tveimur 14.5 hektara iðnaðarsvæðum við Eyrarbakkaveg var í fyrri drögum skipulagsins, alls 29 hektara iðnaðarsvæði. Það var talið hafa jákvæð áhrif á Tjarnarbyggð (Búgarðabyggð milli Selfoss og Eyrarbakka) að vera ekki með iðnaðarsvæði (stærð 14.5 hektar) við hlið byggðarinnar heldur að hafa hana nokkuð fjær. Við þessu var brugðist með þeim hætti að búa til eitt iðnaðarsvæði skammt frá Eyrarbakka sem er 58.6 hektarar að stærð. Um þetta svæði er staðhæft í skipulaginu; „að gert sé ráð fyrir mengandi starfsemi og stórum lóðum.„ Er þessi tími virkilega ekki liðinn? Er þetta ekki hluti af lærdóm fortíðar? Er þetta virkilega leið núverandi meirihluta til innleiðingar á sjálfbærni og umbreytingu í atvinnumálum í sveitarfélaginu Árborg? Svæðið og byggingar verða alltaf ráðandi í umhverfinu, ekki bara gagnvart Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og Stokkseyri, heldur öllum íbúum í Árborg og gestum. Framkvæmdin er óafturkræf. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er þetta megin sýn sveitarfélagsins í atvinnumálum fram til ársins 2036. Er þetta hin raunverulega innleiðing stefnu umhverfismála, sjálfbærni og atvinnutækifæra núverandi meirihluta? Það er sláandi að lesa um iðnaðarsvæði í Steinkotsmýri (Árborg), Helguvík (Reykjanesbær) og Bakka (Húsavík), þetta er svo gott sem sama skjalið. Það er verið að búa til freistingu, freistingu sem er framkvæmd fortíðar. Er þetta hin raunverulega framtíðarsýn núverandi meirihluta? Það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög slæm. Þörfin fyrir uppbyggingu atvinnu og fjármagnsþörf sveitarfélagsins er mikil. Sporin hræða. Við þurfum að standa í lappirnar og horfa inn í 21. öldina, ekki bara á næsta ársreikning. Við þurfum ekki framkvæmdir sem skerða tækifæri íbúa og atvinnurekenda í Árborg um alla framtíð. Við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvað atvinnustarfsemi við viljum fá til okkar í sveitarfélagið. Horfum til framtíðar, leggjum meðal annars áherslu á að byggja upp innviði hugverkaiðnaðar í Árborg. Hugverkaiðnaðurinn skilaði 160 milljörðum í útflutningstekjur árið 2020. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölga þurfi sérfræðingum á sviði hugverkaiðnaðar um allt að 9 þúsund næstu fimm árin. Það eru 1.800 störf á ári. Sækjum þessi störf í sveitarfélagið Árborg. Það skiptir öllu máli hvaða áherslur við setjum og aðalskipulag sveitarfélagsins er grunnurinn. Hvaða tækifæri viljum við sækja, hvernig samfélag viljum við byggja upp, hvernig atvinnulíf viljum við og hver er raunveruleg innleiðing sjálfbærni og umhverfismála. Við erum að kjósa um framtíðina í Árborg á laugardag. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun