Getnaðarkapphlaupið á milli mín og sveitarfélagsins María Ellen Steingrímsdóttir og Leó Snær Pétursson skrifa 10. maí 2022 08:02 Nú er að hefjast undirbúningstímabil vítamína og fæðubótaefna enda vertíð framundan. Um þessar mundir er grasið að grænka og á næsta leyti fara jafnaldrar okkar og fleiri á barneignaraldri að keppast um að ná sem flestum umferðum inní svefnherbergi til þess að reyna að hnoða saman fóstur. Það vill nefnilega svo til að ef getnaður á sér stað í júní og júlí mánuði að þá er von á börnum í mars og apríl. Og afhverju skiptir þetta máli kann margur að spyrja sig? Mars og apríl hafa nefnilega verið gósentíð þegar kemur að fæðingum hvítvoðunga og fólk jafnvel talið sig hafa dottið í lukkupottinn með stækkun fjölskyldunnar á þeim tíma árs, en það er einmitt sá tími sem gera má ráð fyrir eins stuttum tíma á milli loka fæðingarorlofs og raunhæfum möguleika þess að fá pláss á leikskóla – eða u.þ.b. 6 mánuðir. Tímabilið sem um ræðir nær um það bil yfir tvö varptímabil kvenna og annarra með leg ef stefnt er að fæðingu barns eða barna í mars eða apríl. Þetta hefur verið orðið á götunni á meðal ungs fólks á barneignaraldri í dag. Auðvitað er þetta ekkert svona einfalt. Börn gera oft ekki boð á undan sér. Fólk sem hefur skipulagt barneignir veit að þetta er ekkert endilega svona. Það er fásinna að halda að börn komi eftir pöntun, en með sprengingu í fæðingum á covid-tímum er útlitið enn svartara. Við þurfum úrræði og raunhæfar lausnir. Við í Viðreisn í Kópavogi skiljum vandamálið. Við viljum stöðva getnaðarkapphlaupið og boðum lausnir. Við áttum okkur þó á því að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu. Við stöndum frammi fyrir þremur megin áskorunum. Í fyrsta lagi stöndum við frammi fyrir mönnunarvanda. Í öðru lagi er ljóst að árgangar 2021 og 2022 eru töluvert stærri en árgangar á undan. Í þriðja lagi hefur uppbygging leikskóla ekki haldist í hendur við þéttingu byggðar. Við í Viðreisn viljum efla til sérstakts átaks í þjónustu við 12 - 18 mánaða gömul börn, m.a. með því að fjölga markvisst ungbarnadeildum á leikskólum, stefna að opnun ungbarnaleikskóla og bjóða 12 mánaða börnum pláss. Þá teljum við brýnt að gerðar verði breytingar á starfsumhverfi leikskólakennara m.a. með samræmingu starfsumhverfis leik- og grunnskólakennara. Við þurfum nefnilega að standa vörð um mannauðinn okkar og fara í frekari rýni á því hvernig gera megi starfsumhverfi leikskólanna eftirsóknaverðara. Við erum opin fyrir því að opna á fjölbreyttari rekstrarform leikskóla. Við boðum heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem kjósa, eða þurfa, að vera heima með barnið sitt frá því að fæðingarorlofi líkur, eða þar til það kemst inn á leikskóla. Okkar langtímamarkmið er að gera leikskólann gjalfrjálsan, en okkar fyrsta markmið þar að lútandi er að gera leikskólavist gjaldfrjálsa hjá fimm ára börnum í sex tíma á dag. Höfundar eru María Ellen Steingrímsdóttir sem skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi og Leó Snær Pétursson sem skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Nú er að hefjast undirbúningstímabil vítamína og fæðubótaefna enda vertíð framundan. Um þessar mundir er grasið að grænka og á næsta leyti fara jafnaldrar okkar og fleiri á barneignaraldri að keppast um að ná sem flestum umferðum inní svefnherbergi til þess að reyna að hnoða saman fóstur. Það vill nefnilega svo til að ef getnaður á sér stað í júní og júlí mánuði að þá er von á börnum í mars og apríl. Og afhverju skiptir þetta máli kann margur að spyrja sig? Mars og apríl hafa nefnilega verið gósentíð þegar kemur að fæðingum hvítvoðunga og fólk jafnvel talið sig hafa dottið í lukkupottinn með stækkun fjölskyldunnar á þeim tíma árs, en það er einmitt sá tími sem gera má ráð fyrir eins stuttum tíma á milli loka fæðingarorlofs og raunhæfum möguleika þess að fá pláss á leikskóla – eða u.þ.b. 6 mánuðir. Tímabilið sem um ræðir nær um það bil yfir tvö varptímabil kvenna og annarra með leg ef stefnt er að fæðingu barns eða barna í mars eða apríl. Þetta hefur verið orðið á götunni á meðal ungs fólks á barneignaraldri í dag. Auðvitað er þetta ekkert svona einfalt. Börn gera oft ekki boð á undan sér. Fólk sem hefur skipulagt barneignir veit að þetta er ekkert endilega svona. Það er fásinna að halda að börn komi eftir pöntun, en með sprengingu í fæðingum á covid-tímum er útlitið enn svartara. Við þurfum úrræði og raunhæfar lausnir. Við í Viðreisn í Kópavogi skiljum vandamálið. Við viljum stöðva getnaðarkapphlaupið og boðum lausnir. Við áttum okkur þó á því að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu. Við stöndum frammi fyrir þremur megin áskorunum. Í fyrsta lagi stöndum við frammi fyrir mönnunarvanda. Í öðru lagi er ljóst að árgangar 2021 og 2022 eru töluvert stærri en árgangar á undan. Í þriðja lagi hefur uppbygging leikskóla ekki haldist í hendur við þéttingu byggðar. Við í Viðreisn viljum efla til sérstakts átaks í þjónustu við 12 - 18 mánaða gömul börn, m.a. með því að fjölga markvisst ungbarnadeildum á leikskólum, stefna að opnun ungbarnaleikskóla og bjóða 12 mánaða börnum pláss. Þá teljum við brýnt að gerðar verði breytingar á starfsumhverfi leikskólakennara m.a. með samræmingu starfsumhverfis leik- og grunnskólakennara. Við þurfum nefnilega að standa vörð um mannauðinn okkar og fara í frekari rýni á því hvernig gera megi starfsumhverfi leikskólanna eftirsóknaverðara. Við erum opin fyrir því að opna á fjölbreyttari rekstrarform leikskóla. Við boðum heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem kjósa, eða þurfa, að vera heima með barnið sitt frá því að fæðingarorlofi líkur, eða þar til það kemst inn á leikskóla. Okkar langtímamarkmið er að gera leikskólann gjalfrjálsan, en okkar fyrsta markmið þar að lútandi er að gera leikskólavist gjaldfrjálsa hjá fimm ára börnum í sex tíma á dag. Höfundar eru María Ellen Steingrímsdóttir sem skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi og Leó Snær Pétursson sem skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar