Getnaðarkapphlaupið á milli mín og sveitarfélagsins María Ellen Steingrímsdóttir og Leó Snær Pétursson skrifa 10. maí 2022 08:02 Nú er að hefjast undirbúningstímabil vítamína og fæðubótaefna enda vertíð framundan. Um þessar mundir er grasið að grænka og á næsta leyti fara jafnaldrar okkar og fleiri á barneignaraldri að keppast um að ná sem flestum umferðum inní svefnherbergi til þess að reyna að hnoða saman fóstur. Það vill nefnilega svo til að ef getnaður á sér stað í júní og júlí mánuði að þá er von á börnum í mars og apríl. Og afhverju skiptir þetta máli kann margur að spyrja sig? Mars og apríl hafa nefnilega verið gósentíð þegar kemur að fæðingum hvítvoðunga og fólk jafnvel talið sig hafa dottið í lukkupottinn með stækkun fjölskyldunnar á þeim tíma árs, en það er einmitt sá tími sem gera má ráð fyrir eins stuttum tíma á milli loka fæðingarorlofs og raunhæfum möguleika þess að fá pláss á leikskóla – eða u.þ.b. 6 mánuðir. Tímabilið sem um ræðir nær um það bil yfir tvö varptímabil kvenna og annarra með leg ef stefnt er að fæðingu barns eða barna í mars eða apríl. Þetta hefur verið orðið á götunni á meðal ungs fólks á barneignaraldri í dag. Auðvitað er þetta ekkert svona einfalt. Börn gera oft ekki boð á undan sér. Fólk sem hefur skipulagt barneignir veit að þetta er ekkert endilega svona. Það er fásinna að halda að börn komi eftir pöntun, en með sprengingu í fæðingum á covid-tímum er útlitið enn svartara. Við þurfum úrræði og raunhæfar lausnir. Við í Viðreisn í Kópavogi skiljum vandamálið. Við viljum stöðva getnaðarkapphlaupið og boðum lausnir. Við áttum okkur þó á því að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu. Við stöndum frammi fyrir þremur megin áskorunum. Í fyrsta lagi stöndum við frammi fyrir mönnunarvanda. Í öðru lagi er ljóst að árgangar 2021 og 2022 eru töluvert stærri en árgangar á undan. Í þriðja lagi hefur uppbygging leikskóla ekki haldist í hendur við þéttingu byggðar. Við í Viðreisn viljum efla til sérstakts átaks í þjónustu við 12 - 18 mánaða gömul börn, m.a. með því að fjölga markvisst ungbarnadeildum á leikskólum, stefna að opnun ungbarnaleikskóla og bjóða 12 mánaða börnum pláss. Þá teljum við brýnt að gerðar verði breytingar á starfsumhverfi leikskólakennara m.a. með samræmingu starfsumhverfis leik- og grunnskólakennara. Við þurfum nefnilega að standa vörð um mannauðinn okkar og fara í frekari rýni á því hvernig gera megi starfsumhverfi leikskólanna eftirsóknaverðara. Við erum opin fyrir því að opna á fjölbreyttari rekstrarform leikskóla. Við boðum heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem kjósa, eða þurfa, að vera heima með barnið sitt frá því að fæðingarorlofi líkur, eða þar til það kemst inn á leikskóla. Okkar langtímamarkmið er að gera leikskólann gjalfrjálsan, en okkar fyrsta markmið þar að lútandi er að gera leikskólavist gjaldfrjálsa hjá fimm ára börnum í sex tíma á dag. Höfundar eru María Ellen Steingrímsdóttir sem skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi og Leó Snær Pétursson sem skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Nú er að hefjast undirbúningstímabil vítamína og fæðubótaefna enda vertíð framundan. Um þessar mundir er grasið að grænka og á næsta leyti fara jafnaldrar okkar og fleiri á barneignaraldri að keppast um að ná sem flestum umferðum inní svefnherbergi til þess að reyna að hnoða saman fóstur. Það vill nefnilega svo til að ef getnaður á sér stað í júní og júlí mánuði að þá er von á börnum í mars og apríl. Og afhverju skiptir þetta máli kann margur að spyrja sig? Mars og apríl hafa nefnilega verið gósentíð þegar kemur að fæðingum hvítvoðunga og fólk jafnvel talið sig hafa dottið í lukkupottinn með stækkun fjölskyldunnar á þeim tíma árs, en það er einmitt sá tími sem gera má ráð fyrir eins stuttum tíma á milli loka fæðingarorlofs og raunhæfum möguleika þess að fá pláss á leikskóla – eða u.þ.b. 6 mánuðir. Tímabilið sem um ræðir nær um það bil yfir tvö varptímabil kvenna og annarra með leg ef stefnt er að fæðingu barns eða barna í mars eða apríl. Þetta hefur verið orðið á götunni á meðal ungs fólks á barneignaraldri í dag. Auðvitað er þetta ekkert svona einfalt. Börn gera oft ekki boð á undan sér. Fólk sem hefur skipulagt barneignir veit að þetta er ekkert endilega svona. Það er fásinna að halda að börn komi eftir pöntun, en með sprengingu í fæðingum á covid-tímum er útlitið enn svartara. Við þurfum úrræði og raunhæfar lausnir. Við í Viðreisn í Kópavogi skiljum vandamálið. Við viljum stöðva getnaðarkapphlaupið og boðum lausnir. Við áttum okkur þó á því að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu. Við stöndum frammi fyrir þremur megin áskorunum. Í fyrsta lagi stöndum við frammi fyrir mönnunarvanda. Í öðru lagi er ljóst að árgangar 2021 og 2022 eru töluvert stærri en árgangar á undan. Í þriðja lagi hefur uppbygging leikskóla ekki haldist í hendur við þéttingu byggðar. Við í Viðreisn viljum efla til sérstakts átaks í þjónustu við 12 - 18 mánaða gömul börn, m.a. með því að fjölga markvisst ungbarnadeildum á leikskólum, stefna að opnun ungbarnaleikskóla og bjóða 12 mánaða börnum pláss. Þá teljum við brýnt að gerðar verði breytingar á starfsumhverfi leikskólakennara m.a. með samræmingu starfsumhverfis leik- og grunnskólakennara. Við þurfum nefnilega að standa vörð um mannauðinn okkar og fara í frekari rýni á því hvernig gera megi starfsumhverfi leikskólanna eftirsóknaverðara. Við erum opin fyrir því að opna á fjölbreyttari rekstrarform leikskóla. Við boðum heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem kjósa, eða þurfa, að vera heima með barnið sitt frá því að fæðingarorlofi líkur, eða þar til það kemst inn á leikskóla. Okkar langtímamarkmið er að gera leikskólann gjalfrjálsan, en okkar fyrsta markmið þar að lútandi er að gera leikskólavist gjaldfrjálsa hjá fimm ára börnum í sex tíma á dag. Höfundar eru María Ellen Steingrímsdóttir sem skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi og Leó Snær Pétursson sem skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar