Svona vill Vegagerðin tvöfalda Suðurlandsveg við Rauðavatn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2022 22:02 Landfylling verður gerð út í Rauðavatn. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Vegagerðin Vegagerðin undirbýr breikkun Suðurlandsvegar á fimm kílómetra kafla við bæjardyr Reykjavíkur, milli Rauðavatns og Hólmsár. Stefnt er að því að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndband af því hvernig vegurinn kemur til með að líta út þegar búið verður að fjölga akreinum í fjórar, í 2+2 veg, samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Umhverfismat er núna í kynningu og hafa menn frest til 16. maí næstkomandi til að gera athugasemdir við frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Vegarkaflinn er umferðarþyngsti tveggja akreina vegur landsins.Stöð 2/Skjáskot. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þetta umferðarþyngsti tveggja akreina vegur á landinu og gera spár ráð fyrir að umferðin aukist um 30 til 50 prósent til ársins 2030. Markmið með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi með því að aðskilja aksturstefnur og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg ásamt því að greiða fyrir umferð óvarinna vegfarenda. Sjónarhorn vegfarenda á austurleið við Rauðavatn eftir breikkun.Efla Verkinu verður skipt upp í tvo áfanga og er sá fyrri 1,9 kílómetra kafli á milli Bæjarháls og Norðlingavaðs. Síðar áfanginn er svo 3,4 kílómetra kafli á milli Norðlingavaðs og Hólmsár. Byggð verður ný brú yfir Hólmsá og eldri brú framlengd. Landfylling verður gerð út í Rauðavatn og segir Vegagerðin að hún sé talin geta bætt lífríki vatnsins og stöðugleika vatnsyfirborðs. Hringtorg við Norðlingavað verður tvöfaldað. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Ásýnd vegfarenda á leið til Reykjavíkur á kaflanum milli Hólmsár og Norðlingavaðs eftir tvöföldun.Efla Til að byrja með er gert ráð fyrir hringtorgum, en að mislæg gatnamót leysi þau af hólmi í framtíðinni. Ný hægri beygja verður inn og út við Heiðmörk. Vinstri beygjum verður lokað. Byggt verður nýtt hringtorg við Hafravatnsveg. Áformað hringtorg á gatnamótum Hafravatnsvegar.Efla Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Vonir standi til að framkvæmdir hefjist árið 2024 en of snemmt sé að segja til um verklok. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra kynningarmyndband um framkvæmdina: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndband af því hvernig vegurinn kemur til með að líta út þegar búið verður að fjölga akreinum í fjórar, í 2+2 veg, samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Umhverfismat er núna í kynningu og hafa menn frest til 16. maí næstkomandi til að gera athugasemdir við frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Vegarkaflinn er umferðarþyngsti tveggja akreina vegur landsins.Stöð 2/Skjáskot. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þetta umferðarþyngsti tveggja akreina vegur á landinu og gera spár ráð fyrir að umferðin aukist um 30 til 50 prósent til ársins 2030. Markmið með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi með því að aðskilja aksturstefnur og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg ásamt því að greiða fyrir umferð óvarinna vegfarenda. Sjónarhorn vegfarenda á austurleið við Rauðavatn eftir breikkun.Efla Verkinu verður skipt upp í tvo áfanga og er sá fyrri 1,9 kílómetra kafli á milli Bæjarháls og Norðlingavaðs. Síðar áfanginn er svo 3,4 kílómetra kafli á milli Norðlingavaðs og Hólmsár. Byggð verður ný brú yfir Hólmsá og eldri brú framlengd. Landfylling verður gerð út í Rauðavatn og segir Vegagerðin að hún sé talin geta bætt lífríki vatnsins og stöðugleika vatnsyfirborðs. Hringtorg við Norðlingavað verður tvöfaldað. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Ásýnd vegfarenda á leið til Reykjavíkur á kaflanum milli Hólmsár og Norðlingavaðs eftir tvöföldun.Efla Til að byrja með er gert ráð fyrir hringtorgum, en að mislæg gatnamót leysi þau af hólmi í framtíðinni. Ný hægri beygja verður inn og út við Heiðmörk. Vinstri beygjum verður lokað. Byggt verður nýtt hringtorg við Hafravatnsveg. Áformað hringtorg á gatnamótum Hafravatnsvegar.Efla Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Vonir standi til að framkvæmdir hefjist árið 2024 en of snemmt sé að segja til um verklok. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra kynningarmyndband um framkvæmdina:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22
Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42