Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2022 13:31 Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir að skólinn harmi þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu í fjölmiðlum. Vísir Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. Síðustu daga hafa nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýst yfir óánægju með skipun Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara. Í gær voru þrír nemendur svo í viðtali hjá RÚV og sögðu þar frá ofbeldi sem einn nemendanna hafði orðið fyrir eftir skólaball skólans. Fylgja aðgerðaáætlun um ofbeldismál „Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn,“ segir í yfirlýsingunni sem Erla Sigríður skrifar fyrir hönd skólans. Hún segir að skólameistara sé óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda og að stjórn skólans fylgi aðgerðaáætlun um ofbeldismál. Samkvæmt frétt RÚV í gær er líkamsárásin undir rannsókn lögreglu og þora þeir sem urðu fyrir henni og voru vitni að henni ekki að mæta í skólans. Gerendurnir fá að mæta og vilja þeir ekki eiga í hættu á að rekast á þá. Hlutaðeigandi aðilum boðinn stuðningur Í yfirlýsingunni segir að nemendurnir sem gerðust uppvísir af ofbeldinu hafi verið reknir úr skólanum, til lengri og skemmri tíma. Þá hafi öllum hlutaðeigandi aðilum verið boðinn stuðningur. Í fréttaflutningi hefur komið fram að Morfís og Gettu betur þjálfarar vilji ekki vinna með nemendum skólans vegna skólastjórnarinnar. „Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni.“ Stjórn skólans taldi rétt á þessum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra. Harma fréttaflutning „Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn skólans beri virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggi áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður hefur ekki gefið kost á sér í viðtal síðan fréttaflutningur um málið hófst og hefur ekki svarað skilaboðum blaðamanns fréttastofu. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Síðustu daga hafa nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýst yfir óánægju með skipun Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara. Í gær voru þrír nemendur svo í viðtali hjá RÚV og sögðu þar frá ofbeldi sem einn nemendanna hafði orðið fyrir eftir skólaball skólans. Fylgja aðgerðaáætlun um ofbeldismál „Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn,“ segir í yfirlýsingunni sem Erla Sigríður skrifar fyrir hönd skólans. Hún segir að skólameistara sé óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda og að stjórn skólans fylgi aðgerðaáætlun um ofbeldismál. Samkvæmt frétt RÚV í gær er líkamsárásin undir rannsókn lögreglu og þora þeir sem urðu fyrir henni og voru vitni að henni ekki að mæta í skólans. Gerendurnir fá að mæta og vilja þeir ekki eiga í hættu á að rekast á þá. Hlutaðeigandi aðilum boðinn stuðningur Í yfirlýsingunni segir að nemendurnir sem gerðust uppvísir af ofbeldinu hafi verið reknir úr skólanum, til lengri og skemmri tíma. Þá hafi öllum hlutaðeigandi aðilum verið boðinn stuðningur. Í fréttaflutningi hefur komið fram að Morfís og Gettu betur þjálfarar vilji ekki vinna með nemendum skólans vegna skólastjórnarinnar. „Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni.“ Stjórn skólans taldi rétt á þessum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra. Harma fréttaflutning „Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn skólans beri virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggi áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður hefur ekki gefið kost á sér í viðtal síðan fréttaflutningur um málið hófst og hefur ekki svarað skilaboðum blaðamanns fréttastofu.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira