Chelsea varði Englandsmeistaratitilinn þökk sé sigri á Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2022 13:00 Leikmenn Chelsea fagna með þjálfara sínum Emmu Hayes þegar ljóst er að titillinn er í augsýn þriðja árið í röð. Twitter@ChelseaFCW Chelsea er Englandsmeistari kvenna í fótbolta eftir 4-2 sigur á Manchester United er lokaumferð deildarinnar fór fram. Arsenal endar stigi á eftir Chelsea eftir 2-0 útisigur á Dagný Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United. Það hrikti í stoðunum hjá Chelsea er liðið lenti undir gegn Man United á heimavelli í dag en gestirnir gerðu sér vonir um að ná 3. sæti deildarinnar og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Aðeins fimm mínútum eftir að Martha Thomas kom gestunum yfir þá jafnaði Erin Cuthbert fyrir Englandsmeistarana. Ella Ann Toone kom Man Utd hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og voru gestirnir 2-1 yfir í hálfleik. Ljóst var að spennustigið var hátt en Chelsea hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í 10 heimaleikjum þar á undan. Samantha Kerr sá til þess að taugar Chelsea róuðust en hún jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Guro Reiten kom heimaliðinu svo yfir á 51. mínútu og allur vindur úr gestunum. Kerr bætti svo við öðru marki sínu á 66. mínútu og gat heimaliðið farið að undirbúa fagnaðarlætin. 42 - Since her @BarclaysFAWSL debut in January 2020, @samkerr1 has scored more goals than any other player in the division (42), whilst she's become the first player to net 20+ times in consecutive Women's Super League campaigns. Icing. pic.twitter.com/LTvCBE0HFf— OptaJoe (@OptaJoe) May 8, 2022 Fór það svo að leiknum lauk með 4-2 sigri og Chelsea ver því Englandsmeistaratitilinn. Þeirra þriðji titill í röð. María Þórisdóttir var í byrjunarliði Manchester United og lék allan leikinn í miðri vörn liðsins. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham sem tók á móti Arsenal en Skytturnar þurftu að treysta á að Man Utd myndi næla í allavega stig í Lundúnum svo þær gætu hirt toppsætið. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Skytturnar tvívegis í síðari hálfleik, Stina Blackstenius og Stephanie Catley með mörkin. Lokatölur 2-0 gestunum í vil en þar sem Chelsea vann sinn leik þá þurfti Arsenal að láta 2. sætið duga í ár. Dagný nældi sér í gult spjald á 54. mínútu og var tekin af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Önnur úrslit voru þau að Birmingham City vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Aston Villa. Brighton & Hove Albion og Everton gerðu 1-1 jafntefli. Manchester City vann 4-0 útisigur á Reading og þá vann Tottenham Hotspur 1-0 sigur á Leicester City. Chelsea endaði á toppi deildarinnar með 56 stig, þar á eftir kom Arsenal með 55 og svo fer Man City í Meistaradeildina þar sem liðið endaði í 3. sæti með 47 stig. West Ham endaði í 6. sæti með 27 stig og Birmingham féll með aðeins 11 stig. Fótbolti Enski boltinn England Bretland Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Það hrikti í stoðunum hjá Chelsea er liðið lenti undir gegn Man United á heimavelli í dag en gestirnir gerðu sér vonir um að ná 3. sæti deildarinnar og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Aðeins fimm mínútum eftir að Martha Thomas kom gestunum yfir þá jafnaði Erin Cuthbert fyrir Englandsmeistarana. Ella Ann Toone kom Man Utd hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og voru gestirnir 2-1 yfir í hálfleik. Ljóst var að spennustigið var hátt en Chelsea hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í 10 heimaleikjum þar á undan. Samantha Kerr sá til þess að taugar Chelsea róuðust en hún jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Guro Reiten kom heimaliðinu svo yfir á 51. mínútu og allur vindur úr gestunum. Kerr bætti svo við öðru marki sínu á 66. mínútu og gat heimaliðið farið að undirbúa fagnaðarlætin. 42 - Since her @BarclaysFAWSL debut in January 2020, @samkerr1 has scored more goals than any other player in the division (42), whilst she's become the first player to net 20+ times in consecutive Women's Super League campaigns. Icing. pic.twitter.com/LTvCBE0HFf— OptaJoe (@OptaJoe) May 8, 2022 Fór það svo að leiknum lauk með 4-2 sigri og Chelsea ver því Englandsmeistaratitilinn. Þeirra þriðji titill í röð. María Þórisdóttir var í byrjunarliði Manchester United og lék allan leikinn í miðri vörn liðsins. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham sem tók á móti Arsenal en Skytturnar þurftu að treysta á að Man Utd myndi næla í allavega stig í Lundúnum svo þær gætu hirt toppsætið. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Skytturnar tvívegis í síðari hálfleik, Stina Blackstenius og Stephanie Catley með mörkin. Lokatölur 2-0 gestunum í vil en þar sem Chelsea vann sinn leik þá þurfti Arsenal að láta 2. sætið duga í ár. Dagný nældi sér í gult spjald á 54. mínútu og var tekin af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Önnur úrslit voru þau að Birmingham City vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Aston Villa. Brighton & Hove Albion og Everton gerðu 1-1 jafntefli. Manchester City vann 4-0 útisigur á Reading og þá vann Tottenham Hotspur 1-0 sigur á Leicester City. Chelsea endaði á toppi deildarinnar með 56 stig, þar á eftir kom Arsenal með 55 og svo fer Man City í Meistaradeildina þar sem liðið endaði í 3. sæti með 47 stig. West Ham endaði í 6. sæti með 27 stig og Birmingham féll með aðeins 11 stig.
Fótbolti Enski boltinn England Bretland Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira