Nýtt skipulag vegna samfélagsraskana í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. maí 2022 14:04 Fundurinn fór fram í húsnæði Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í gagnið nýtt skipulag vegna samfélagsraskana, sem gætu orðið, t.d. af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóði í Ölfusá, stórra bruna eða hryðjuverkaárásar. Í vikunni kynnti almannavarnaráðs Árborgar nýtt almannavarnarskipulag vegna ýmissa samfélagsraskana, sem gætu orðið í sveitarfélaginu en bæjarstjórn samþykkti nýja skipulagið nýlega á fundi sínum. Víðir Reynisson fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurlandi stýrði vinnunni í upphafi en síðast tók Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur við keflinu en hún þekkir málefni almannavarna mjög vel. Helgi Haraldsson, forseti bæjarstjórnar er hins vegar formaður Almannavarnarráðs Árborgar. „Þetta er tilbúið, þessi vinna er klár og fram undan er að setja upp með starfsfólkinu æfingar og láta þetta fúnkera. Við erum rosalega stolt af þessari vinnu og þessari afurð, sem við erum komin með. Það gefur auga leið að hvert sveitarfélag þarf að vera tilbúið ef eitthvað gerist með sín viðbrögð, það hiksti ekkert,“ segir Helgi og bætir við. Helgi Haraldsson, formaður almannavarnarráðs Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við munum núna opna innri vef fyrir starfsfólk og bæjarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem þetta er kynnt hvað hver á að gera. Og við munum svo vinna úr þessu hnapp eða upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúarnir geta farið inn og séð þetta skipulag.“ Hluti af þeim gestum, sem sótti fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ógnir erum við helst að tala um hvað Árborg varðar? Sólveig er með það á hreinu. „Það eru flóðin, við búum nálægt eldfjöllum og svo eru hlutir, sem engum datt í hug fyrr en það gerðist, eins og heimsfaraldur. Svo getur maður kannski farið út í þar sem maður vill helst ekki hugsa um en þarf að hugsa um. Það eru einhverjar árásir, hryðjuverkaárásir eða slíkt. Þá er ágætt að vera undirbúin, þannig að það er svona eitt og annað. Þetta er eins og hvert annað tryggingamál, maður þarf að hafa sínar tryggingar í lagi,“ segir Dr. Sólveig. Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir fór vel yfir nýja skipulagið og svaraði fyrirspurnum um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Almannavarnir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Í vikunni kynnti almannavarnaráðs Árborgar nýtt almannavarnarskipulag vegna ýmissa samfélagsraskana, sem gætu orðið í sveitarfélaginu en bæjarstjórn samþykkti nýja skipulagið nýlega á fundi sínum. Víðir Reynisson fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurlandi stýrði vinnunni í upphafi en síðast tók Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur við keflinu en hún þekkir málefni almannavarna mjög vel. Helgi Haraldsson, forseti bæjarstjórnar er hins vegar formaður Almannavarnarráðs Árborgar. „Þetta er tilbúið, þessi vinna er klár og fram undan er að setja upp með starfsfólkinu æfingar og láta þetta fúnkera. Við erum rosalega stolt af þessari vinnu og þessari afurð, sem við erum komin með. Það gefur auga leið að hvert sveitarfélag þarf að vera tilbúið ef eitthvað gerist með sín viðbrögð, það hiksti ekkert,“ segir Helgi og bætir við. Helgi Haraldsson, formaður almannavarnarráðs Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við munum núna opna innri vef fyrir starfsfólk og bæjarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem þetta er kynnt hvað hver á að gera. Og við munum svo vinna úr þessu hnapp eða upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúarnir geta farið inn og séð þetta skipulag.“ Hluti af þeim gestum, sem sótti fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ógnir erum við helst að tala um hvað Árborg varðar? Sólveig er með það á hreinu. „Það eru flóðin, við búum nálægt eldfjöllum og svo eru hlutir, sem engum datt í hug fyrr en það gerðist, eins og heimsfaraldur. Svo getur maður kannski farið út í þar sem maður vill helst ekki hugsa um en þarf að hugsa um. Það eru einhverjar árásir, hryðjuverkaárásir eða slíkt. Þá er ágætt að vera undirbúin, þannig að það er svona eitt og annað. Þetta er eins og hvert annað tryggingamál, maður þarf að hafa sínar tryggingar í lagi,“ segir Dr. Sólveig. Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir fór vel yfir nýja skipulagið og svaraði fyrirspurnum um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Almannavarnir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira