Ölgerðin hagnaðist um 1,7 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2022 17:31 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Ölgerð Egils Skallagrímssonar hagnaðist um 1,7 milljarða króna eftir skatta á seinasta fjárhagsári samanborið við 728 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst sömuleiðis úr 2,3 milljörðum króna í 3,3 milljarða króna milli ára og var í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins. Að sögn stjórnenda einkenndist árið stórum hluta af góðum vexti og miklum fjárfestingum í húsnæði og búnaði en fyrirtækið tók nýverið í gagnið nýja framleiðslulínu. Þetta kemur fram í ársreikningi Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið sem lauk 28. febrúar síðastliðinn. Á markað fyrir lok mánaðar Stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um það í september að hefja undirbúning að skráningu félagsins á aðallista Kauphallar Íslands og er stefnt að skráningu undir lok þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir því að skráningin muni styðja áframhaldandi vöxt félagsins. Fram kom í dag að samhliða skráningunni verði 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðinn til sölu, samkvæmt heimildum Innherja. Samkvæmt heimildum miðilsins er horft til þess að miðað við gengið sem verður ákvarðað í útboðinu þá muni fást á bilinu um sex til sjö milljarðar króna fyrir sölu á 25 til 30 prósenta hlut. Hlutafé Ölgerðarinnar yrði því verðmetið nálægt 25 milljörðum króna en heildarvirði félagsins – hlutafé að meðtöldum vaxtaberandi skuldum – væri hins vegar nokkuð yfir 30 milljarðar króna. Ný framleiðslulína fjórfaldað afkastagetu „Það er afar ánægjulegt að sjá niðurstöðuna eftir það erfiða ástand sem skapaðist í kringum Covid og eftirköst faraldursins og við erum einstaklega stolt af þeim árangri sem við náðum á nýliðnu rekstrarári. Eins og áður er það starfsfólkið sem myndar grunninn að þessari velgengni ásamt gæðavörum fyrirtækisins sem Íslendingar þekkja og kunna að meta og nýjungum í vöruþróun,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningu. Ný framleiðslulína sem hafi verið reist á einungis níu mánuðum hafi fjórfaldað afkastagetuna og gefi fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Andri bætir við að Ölgerðin hafi jafnframt keypt birgjasambönd Ásbjörns Ólafssonar ehf. sem hafi styrkt stöðu fyrirtækisins. „Áfram verður lögð áhersla á að viðhalda þeim gæðum sem vörur okkar eru þekktar fyrir og öfluga vöruþróun,“ segir Andri. Ölgerðin gerir nú upp í fyrsta sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af ESB. Kauphöllin Áfengi og tóbak Gosdrykkir Ölgerðin Tengdar fréttir Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst sömuleiðis úr 2,3 milljörðum króna í 3,3 milljarða króna milli ára og var í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins. Að sögn stjórnenda einkenndist árið stórum hluta af góðum vexti og miklum fjárfestingum í húsnæði og búnaði en fyrirtækið tók nýverið í gagnið nýja framleiðslulínu. Þetta kemur fram í ársreikningi Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið sem lauk 28. febrúar síðastliðinn. Á markað fyrir lok mánaðar Stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um það í september að hefja undirbúning að skráningu félagsins á aðallista Kauphallar Íslands og er stefnt að skráningu undir lok þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir því að skráningin muni styðja áframhaldandi vöxt félagsins. Fram kom í dag að samhliða skráningunni verði 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðinn til sölu, samkvæmt heimildum Innherja. Samkvæmt heimildum miðilsins er horft til þess að miðað við gengið sem verður ákvarðað í útboðinu þá muni fást á bilinu um sex til sjö milljarðar króna fyrir sölu á 25 til 30 prósenta hlut. Hlutafé Ölgerðarinnar yrði því verðmetið nálægt 25 milljörðum króna en heildarvirði félagsins – hlutafé að meðtöldum vaxtaberandi skuldum – væri hins vegar nokkuð yfir 30 milljarðar króna. Ný framleiðslulína fjórfaldað afkastagetu „Það er afar ánægjulegt að sjá niðurstöðuna eftir það erfiða ástand sem skapaðist í kringum Covid og eftirköst faraldursins og við erum einstaklega stolt af þeim árangri sem við náðum á nýliðnu rekstrarári. Eins og áður er það starfsfólkið sem myndar grunninn að þessari velgengni ásamt gæðavörum fyrirtækisins sem Íslendingar þekkja og kunna að meta og nýjungum í vöruþróun,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningu. Ný framleiðslulína sem hafi verið reist á einungis níu mánuðum hafi fjórfaldað afkastagetuna og gefi fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Andri bætir við að Ölgerðin hafi jafnframt keypt birgjasambönd Ásbjörns Ólafssonar ehf. sem hafi styrkt stöðu fyrirtækisins. „Áfram verður lögð áhersla á að viðhalda þeim gæðum sem vörur okkar eru þekktar fyrir og öfluga vöruþróun,“ segir Andri. Ölgerðin gerir nú upp í fyrsta sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af ESB.
Kauphöllin Áfengi og tóbak Gosdrykkir Ölgerðin Tengdar fréttir Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31