„Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2022 18:30 Bankastjóri Íslandsbanka segir að æskilegt hefði verið að girða fyrir kaup starfsmanna sem komu að útboði bankans á þessu ári. Verið sé að breyta reglum til að koma í veg fyrir slíkt. Hún segist ekki vita hvort starfsmenn hafi áður keypt hluti í útboðum sem þeir hafi á sama tíma sinnt. Ellefu ráðgjafafyrirtæki komu að sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var meðal þessara fyrirtækja en tveir starfsmenn þar keyptu hlutabréf í útboðinu, einn starfsmaður Íslandssjóða og fimm aðrir starfsmenn bankans. Fljótlega eftir hlutafjárútboðið kom fram gagnrýni á að eigendur og eða starfsmenn ráðgjafafyrirtækjanna hefðu líka keypt í útboðinu. Þá er Fjármálaeftirlitið að gera úttekt á kaupum söluaðila og hvernig þeir mátu fjárfesta hæfa. Segir forstjóra Bankasýslunnar fara með rangt mál Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sagði m.a. í fréttum að það væru miklir hagsmunaárekstrar og vonbrigði ef ráðgjafar hefðu keypt í útboðinu. Það myndi aldrei koma til greina á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir þetta ekki alls kostar rétt. „Það er er reyndar töluvert mismunandi eftir fjármálastofnunum bæði hérlendis og erlendis hvort söluráðgjafar mega taka þátt í útboðum sem þeir annast,“ segir hún. Birna segir að reglur bankans hafi leyft að starfsmenn keyptu í útboðinu þrátt fyrir að sjá á sama tíma um söluna á bankanum. „Samkvæmt reglum bankans var það heimilt, en þetta er nú til endurskoðunar en með ákveðnum skilyrðum. Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi þegar við stóðum frammi fyrir þessu útboði á dögunum,“ segir hún. Birna segist ekki hafa upplýsingar um hvort að starfsmenn bankans hafi áður við umsjón í hlutafjárútboðum líka keypt í þeim útboðum. „Ég kannast ekki við nein dæmi um það, en örugglega er hægt að fara aftur í tímann og finna slík tilfelli,“ segir hún. Birna segir að þessu verði væntanlega breytt á stjórnarfundi bankans í júní. „Reglurnar verða stífari en líka skýrari þá hvernig undantekningar eru og þess háttar þannig að við förum yfir þær í heild sinni,“ segir hún. Bankasýslan hefur greitt bankanum að hluta fyrir ráðgjafastörfin Bankasýslan hefur gefið út að hún ætli að halda eftir þóknun til ráðgjafafyrirtækja þar til Fjármálaeftirlitið sé búið að rannsaka málið. Birna segir að það eigi við um þóknun Íslandsbanka að hluta til. Það er einhver upphafsgreiðsla sem hefur þegar átt sér stað og svo einhver greiðsla sem þeir vilja bíða með,“ segir hún að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Ellefu ráðgjafafyrirtæki komu að sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var meðal þessara fyrirtækja en tveir starfsmenn þar keyptu hlutabréf í útboðinu, einn starfsmaður Íslandssjóða og fimm aðrir starfsmenn bankans. Fljótlega eftir hlutafjárútboðið kom fram gagnrýni á að eigendur og eða starfsmenn ráðgjafafyrirtækjanna hefðu líka keypt í útboðinu. Þá er Fjármálaeftirlitið að gera úttekt á kaupum söluaðila og hvernig þeir mátu fjárfesta hæfa. Segir forstjóra Bankasýslunnar fara með rangt mál Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sagði m.a. í fréttum að það væru miklir hagsmunaárekstrar og vonbrigði ef ráðgjafar hefðu keypt í útboðinu. Það myndi aldrei koma til greina á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir þetta ekki alls kostar rétt. „Það er er reyndar töluvert mismunandi eftir fjármálastofnunum bæði hérlendis og erlendis hvort söluráðgjafar mega taka þátt í útboðum sem þeir annast,“ segir hún. Birna segir að reglur bankans hafi leyft að starfsmenn keyptu í útboðinu þrátt fyrir að sjá á sama tíma um söluna á bankanum. „Samkvæmt reglum bankans var það heimilt, en þetta er nú til endurskoðunar en með ákveðnum skilyrðum. Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi þegar við stóðum frammi fyrir þessu útboði á dögunum,“ segir hún. Birna segist ekki hafa upplýsingar um hvort að starfsmenn bankans hafi áður við umsjón í hlutafjárútboðum líka keypt í þeim útboðum. „Ég kannast ekki við nein dæmi um það, en örugglega er hægt að fara aftur í tímann og finna slík tilfelli,“ segir hún. Birna segir að þessu verði væntanlega breytt á stjórnarfundi bankans í júní. „Reglurnar verða stífari en líka skýrari þá hvernig undantekningar eru og þess háttar þannig að við förum yfir þær í heild sinni,“ segir hún. Bankasýslan hefur greitt bankanum að hluta fyrir ráðgjafastörfin Bankasýslan hefur gefið út að hún ætli að halda eftir þóknun til ráðgjafafyrirtækja þar til Fjármálaeftirlitið sé búið að rannsaka málið. Birna segir að það eigi við um þóknun Íslandsbanka að hluta til. Það er einhver upphafsgreiðsla sem hefur þegar átt sér stað og svo einhver greiðsla sem þeir vilja bíða með,“ segir hún að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00
„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur