„Eigum að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2022 21:35 Hergeir, fyrirliði Selfyssinga. Vísir/Vilhelm Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfyssinga, var niðurlútur eftir sjö marka tap liðsins á heimavelli gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og Hergeir og félagar eru því með bakið upp við vegg. „Þetta var bara fínn fyrri hálfleikur þannig séð. Við spiluðum ágæta sókn og vörn. En svo bara komum við eiginlega ekkert inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Hergeir í leikslok. „Við missum þá frá okkur á fyrstu fimm mínútunum og töpuðum mikið af boltum. Þetta fór svolítið frá okkur þar. En við börðumst allan tíman og komumst aðeins inn í þetta þegar við fórum í sjö á sex. Við spiluðum fína vörn, en þeir náttúrulega bara keyra á okkur og skora úr mikið af hraðaupphlaupum á okkur á meðan við keyrðum illa til baka.“ Eins og Hergeir segir þá náðu Selfyssingar vopnum sínum um stutta stund þegar liðið fór í sjö á sex. Fljótlega fundu Valsmenn þó aftur taktinn og gerðu út um leikinn stuttu eftir það. Hergeir segir að það hafi dregið kraft úr liðinu að missa gestina aftur fram úr sér. „Jú það fer aðeins með móralinn. Það var þarna smá móment með okkur, en það bara fjaraði út. Það var kannski lítil orka í okkur og við vorum að spila á fáum mönnum. En við eigum samt að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir og stoppað þessar hröðu sóknir. Bara að keyra heim og svona þessi grunnatriði í handbolta. Mér finnst við eiga að geta gert það betur þótt við séum orðnir þreyttir.“ Selfyssingar eru nú með bakið upp við vegg og ekkert annað en sigur dugir svo að liðið sé ekki á leið í sumarfrí. Hergeir gerir sér grein fyrir því og segir að hans menn muni mæta í Origo-höllina á sunnudaginn til að vinna. „Við ætlum að mæta á sunnudaginn og spila til sigurs, það er engin spurning. Við ætlum að mæta 100 prósent og við vitum hvað við þurfum að gera til þess að vinna. Við þurfum bara að gera það. Við fáum fullt af fólki með okkur, ég efast ekkert um það. Stuðningurinn í kvöld var magnaður og við ætlum að mæta á sunnudaginn og vinna. Það er ekki spurning,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
„Þetta var bara fínn fyrri hálfleikur þannig séð. Við spiluðum ágæta sókn og vörn. En svo bara komum við eiginlega ekkert inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Hergeir í leikslok. „Við missum þá frá okkur á fyrstu fimm mínútunum og töpuðum mikið af boltum. Þetta fór svolítið frá okkur þar. En við börðumst allan tíman og komumst aðeins inn í þetta þegar við fórum í sjö á sex. Við spiluðum fína vörn, en þeir náttúrulega bara keyra á okkur og skora úr mikið af hraðaupphlaupum á okkur á meðan við keyrðum illa til baka.“ Eins og Hergeir segir þá náðu Selfyssingar vopnum sínum um stutta stund þegar liðið fór í sjö á sex. Fljótlega fundu Valsmenn þó aftur taktinn og gerðu út um leikinn stuttu eftir það. Hergeir segir að það hafi dregið kraft úr liðinu að missa gestina aftur fram úr sér. „Jú það fer aðeins með móralinn. Það var þarna smá móment með okkur, en það bara fjaraði út. Það var kannski lítil orka í okkur og við vorum að spila á fáum mönnum. En við eigum samt að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir og stoppað þessar hröðu sóknir. Bara að keyra heim og svona þessi grunnatriði í handbolta. Mér finnst við eiga að geta gert það betur þótt við séum orðnir þreyttir.“ Selfyssingar eru nú með bakið upp við vegg og ekkert annað en sigur dugir svo að liðið sé ekki á leið í sumarfrí. Hergeir gerir sér grein fyrir því og segir að hans menn muni mæta í Origo-höllina á sunnudaginn til að vinna. „Við ætlum að mæta á sunnudaginn og spila til sigurs, það er engin spurning. Við ætlum að mæta 100 prósent og við vitum hvað við þurfum að gera til þess að vinna. Við þurfum bara að gera það. Við fáum fullt af fólki með okkur, ég efast ekkert um það. Stuðningurinn í kvöld var magnaður og við ætlum að mæta á sunnudaginn og vinna. Það er ekki spurning,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða