Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 20:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. Þetta tilkynnti Katrín á framlagaráðstefnu til stuðnings Úkraínu sem fór fram í Varsjá í Póllandi. Ísland hefur þegar lagt til 575 milljónir króna en Katrín tilkynnti í dag um 425 milljónir til viðbótar. Af milljarðinum nema framlög til mannúðarmála 510 milljónum króna, 230 milljónum verður ráðstafað síðar til mannúðar- og efnahagsstuðnings við Úkraínu og 260 milljónir fara í sjóð á vegum Alþjóðabankans sem styðja mun efnahag Úkraínu. „Með þessu nær tvöföldum við núverandi stuðning okkar við Úkraínu, þar sem megináherslan er áfram á mannúðarmál, stuðning við fólk á flótta og viðkvæma hópa en við leggjum einnig fram efnahagsaðstoð. Við Íslendingar viljum leggja okkar af mörkum á þeim sviðum þar við getum gert gagn,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fundaði með forsætisráðherrum Úkraínu og Pólland og von der Leyen Þar kemur jafnframt fram að í ávarpi, sem Katrín flutti á fundinum, hafi hún ítrekað fordæmingu íslenskra stjórnvalda á árásarstríði Rússlands. Innrásin væri gróft brot á alþjóðalögum og afleiðingar hennar væru skelfilegar fyrir óbreytta borgara. Sérstaklega þyrfti að huga að áhrifum stríðsins á konur og börn, ekki síst að því er varðar kynbundið ofbeldi og mansal. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjóra ESB í Póllandi í dag.Stjórnarráðið Katrín nýtti ferðina til að funda með Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands þar sem þau ræddu stríðið í Úkraínu en einnig tvíhliða málefni eins og fyrirhugaða opnun sendiráðs Íslands í Varsjá síðar á þessu ári. Þá fundaði hún jafnframt með Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu. Katrín fundaði einnig með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem Úkraína var sömuleiðis efst á baugi og ræddu þær meðal annars þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Loks hitti Katrín Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár og heimsótti móttökustöð flóttamannastofnunar Noregs sem rekin er í samvinnu við borgaryfirvöld. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Þetta tilkynnti Katrín á framlagaráðstefnu til stuðnings Úkraínu sem fór fram í Varsjá í Póllandi. Ísland hefur þegar lagt til 575 milljónir króna en Katrín tilkynnti í dag um 425 milljónir til viðbótar. Af milljarðinum nema framlög til mannúðarmála 510 milljónum króna, 230 milljónum verður ráðstafað síðar til mannúðar- og efnahagsstuðnings við Úkraínu og 260 milljónir fara í sjóð á vegum Alþjóðabankans sem styðja mun efnahag Úkraínu. „Með þessu nær tvöföldum við núverandi stuðning okkar við Úkraínu, þar sem megináherslan er áfram á mannúðarmál, stuðning við fólk á flótta og viðkvæma hópa en við leggjum einnig fram efnahagsaðstoð. Við Íslendingar viljum leggja okkar af mörkum á þeim sviðum þar við getum gert gagn,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fundaði með forsætisráðherrum Úkraínu og Pólland og von der Leyen Þar kemur jafnframt fram að í ávarpi, sem Katrín flutti á fundinum, hafi hún ítrekað fordæmingu íslenskra stjórnvalda á árásarstríði Rússlands. Innrásin væri gróft brot á alþjóðalögum og afleiðingar hennar væru skelfilegar fyrir óbreytta borgara. Sérstaklega þyrfti að huga að áhrifum stríðsins á konur og börn, ekki síst að því er varðar kynbundið ofbeldi og mansal. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjóra ESB í Póllandi í dag.Stjórnarráðið Katrín nýtti ferðina til að funda með Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands þar sem þau ræddu stríðið í Úkraínu en einnig tvíhliða málefni eins og fyrirhugaða opnun sendiráðs Íslands í Varsjá síðar á þessu ári. Þá fundaði hún jafnframt með Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu. Katrín fundaði einnig með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem Úkraína var sömuleiðis efst á baugi og ræddu þær meðal annars þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Loks hitti Katrín Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár og heimsótti móttökustöð flóttamannastofnunar Noregs sem rekin er í samvinnu við borgaryfirvöld.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira