Óhagnaðardrifin ævintýraheimur Ómar Már Jónsson skrifar 5. maí 2022 16:16 Í ævintýrasögum þarf enginn að taka upp peninga og aldrei er talað um skatta og gjöld, hvað þá rekstur. Þar býr fólk í höllum og hlustar á fagra tóna innan um mikilfengleg listaverk. En þetta eru ævintýri, ekki alvöru heimur með alvöru fólki. Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík boða húsnæðisstefnu sem miðar að óhagnaði. Með öðrum orðum, enginn á að hagnast á húsnæði. Enginn á að græða og allir eru glaðir og hamingjusamir! Því þetta er svo flott orð. „Óhagnaðardrifið.“ En þegar meirihlutinn er beðinn um að útskýra hvað í þessu orði felst vandast málið og þá kemur einhver óskiljanlegur orðaflaumur sem enginn skilur. Það munu vera dæmi þess að einhver félagasamtök hafi fengið afslætti frá gjöldum og niðurfelld lóðagjöld og geti fyrir vikið afhent húsnæði til sinna félaga án þess að hagnast á því. Félagið græðir á því að hafa fullt af meðlimum sem vonast til að fá ódýrt húsnæði og mest þeir félagsmenn sem vinna í happadrættinu um húsnæði. Þegar dregið er í happdrættinu mætir borgarstjóri með blóm og fjölmiðlar fagna. Við hin horfum á fréttirnar með börnum og barnabörnum og veltum fyrir okkur í hvaða félag eigi að skrá þau svo þau fari á réttan biðlista. Raunveruleiki eða ævintýri Svo er annar valkostur. Hann er sá að hætta að horfa á ævintýramyndir og horfast í augu við raunveruleikann. Raunveruleikinn felst í að úthluta lóðum og byggja hús á lóðinni. Miðflokkurinn ætlar að gera það. Við í Miðflokknum ætlum að auka lóðaframboð hratt í Reykjavík og skipuleggja hratt ný hverfi og höfum rakið hvernig við ætlum að gera það. Úthlutum lóðum og það nægjanlega mörgum til að hægt sé að fullnægi þeirri þörf sem borgarbúar hafa. Önnur verkefni þarf svo að leysa. Eins og að reisa leikskóla, grunnskóla, vegi, afla vatns og rafmagns og tryggja að frárennsli sé í lagi. Alvöru verkefni sem eru verkefni borgarstjórnar og i þágu íbúa. Það er ekki okkar kjörinna fulltrúa að segja fólki hvernig það á að búa og hvar eða hvaða farartæki það á að nota. Það þarf að gera fólki kleift að búa, vinna og ferðast í borginni sem það vill búa í. Þannig búum við X-Meiri borg. Höfundur er oddviti lista Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í ævintýrasögum þarf enginn að taka upp peninga og aldrei er talað um skatta og gjöld, hvað þá rekstur. Þar býr fólk í höllum og hlustar á fagra tóna innan um mikilfengleg listaverk. En þetta eru ævintýri, ekki alvöru heimur með alvöru fólki. Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík boða húsnæðisstefnu sem miðar að óhagnaði. Með öðrum orðum, enginn á að hagnast á húsnæði. Enginn á að græða og allir eru glaðir og hamingjusamir! Því þetta er svo flott orð. „Óhagnaðardrifið.“ En þegar meirihlutinn er beðinn um að útskýra hvað í þessu orði felst vandast málið og þá kemur einhver óskiljanlegur orðaflaumur sem enginn skilur. Það munu vera dæmi þess að einhver félagasamtök hafi fengið afslætti frá gjöldum og niðurfelld lóðagjöld og geti fyrir vikið afhent húsnæði til sinna félaga án þess að hagnast á því. Félagið græðir á því að hafa fullt af meðlimum sem vonast til að fá ódýrt húsnæði og mest þeir félagsmenn sem vinna í happadrættinu um húsnæði. Þegar dregið er í happdrættinu mætir borgarstjóri með blóm og fjölmiðlar fagna. Við hin horfum á fréttirnar með börnum og barnabörnum og veltum fyrir okkur í hvaða félag eigi að skrá þau svo þau fari á réttan biðlista. Raunveruleiki eða ævintýri Svo er annar valkostur. Hann er sá að hætta að horfa á ævintýramyndir og horfast í augu við raunveruleikann. Raunveruleikinn felst í að úthluta lóðum og byggja hús á lóðinni. Miðflokkurinn ætlar að gera það. Við í Miðflokknum ætlum að auka lóðaframboð hratt í Reykjavík og skipuleggja hratt ný hverfi og höfum rakið hvernig við ætlum að gera það. Úthlutum lóðum og það nægjanlega mörgum til að hægt sé að fullnægi þeirri þörf sem borgarbúar hafa. Önnur verkefni þarf svo að leysa. Eins og að reisa leikskóla, grunnskóla, vegi, afla vatns og rafmagns og tryggja að frárennsli sé í lagi. Alvöru verkefni sem eru verkefni borgarstjórnar og i þágu íbúa. Það er ekki okkar kjörinna fulltrúa að segja fólki hvernig það á að búa og hvar eða hvaða farartæki það á að nota. Það þarf að gera fólki kleift að búa, vinna og ferðast í borginni sem það vill búa í. Þannig búum við X-Meiri borg. Höfundur er oddviti lista Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar