Aukin samvinna við frjáls félög skilar öflugra frístundastarfi Almar Guðmundsson og Stella Stefánsdóttir skrifa 6. maí 2022 12:01 Samfélagið þarf á þátttöku okkar allra að halda í einni eða annarri mynd og það hefur sýnt sig að fólk sem tekur þátt í frjálsu félagastarfi er líklegt til að vera virkari þátttakendur í samfélagslegri uppbyggingu á öllum sviðum og öflugir liðsmenn á vinnustöðum. Ávinningurinn af því að virkja frjáls félagasamtök er því mikill fyrir samfélagið í heild. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ enda höfum við sett stefnuna á að efla (félagslega) virkni íbúa og heilsueflandi samfélag. Spurning um að tala um virkni líka. Þ.e. félagslega virkni íbúa. Þó að við hugsum það sem hluta af heilseflandi samfélagi er ég ekki viss um að fólk sé almennt „læst“ á það samhengi. Mikil uppbygging aðstöðu skapar tækifæri Opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri er nú fagnað og sætir tíðindum enda húsið stórglæsilegt og mun þjóna mörgum vel til langs tíma. Samhliða hefur íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum verið endurbætt Áætlað er að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Við leggjum á áherslu á fjölbreytt frístundastarf og styðjum við frekari nýtingu íþróttamannvirkja til að efla félagslega virkni fólks á öllum aldri. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Virkjum kraft frjálsra félaga Ungmennafélög, golfklúbbar, hestamannafélög, siglingaklúbbar, skátahreyfingin, félög eldri borgara og fjöldi góðgerðafélaga eins og Rotary og Oddfellow eru góð dæmi um þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta enda skilar það sér margfalt til baka. Samvinna Garðabæjar við frjáls félög hefur verið einstaklega farsæl og við þurfum að halda áfram að þróa hana til heilla fyrir samfélagið okkar. Við viljum setja sérstaklega á oddinn aukna samvinnu við félögin á sviði frístundarstarfs barna. Það má m.a. gera með því að félögin taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Þá viljum við að Garðabær þrói meiri stuðning fyrir félögin þegar kemur að frístundastarfi barna á sumrin þannig að þjónustuúrvalið breikki og styrkist enn frekar. Það er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi að horfa til að áhugasvið barna eru mjög mismunandi og það er þeim nauðsynlegt að upplifa fjölbreytta dagskrá. Við viljum umbuna félögunum sérstaklega fyrir þróun og nýsköpun í þessu starfi. Við höfum þá bjargföstu trú að krafturinn í frjálsu félögunum sé líkegri til árangurs á þessu sviði, í stað þess að sveitarfélagið sjálft sjái um þjónustuna. Það er hins vegar hlutverk þess að styðja vel við hana m.a. til þess að mæti þörfum fjölskyldna yfir sumartímann. Enn frekari samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins er lykillinn að enn betra samfélagi. Það er gott fyrir Garðabæ. Almar Guðmundsson er bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri. Stella Stefánsdóttir er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Stella Stefánsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Samfélagið þarf á þátttöku okkar allra að halda í einni eða annarri mynd og það hefur sýnt sig að fólk sem tekur þátt í frjálsu félagastarfi er líklegt til að vera virkari þátttakendur í samfélagslegri uppbyggingu á öllum sviðum og öflugir liðsmenn á vinnustöðum. Ávinningurinn af því að virkja frjáls félagasamtök er því mikill fyrir samfélagið í heild. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ enda höfum við sett stefnuna á að efla (félagslega) virkni íbúa og heilsueflandi samfélag. Spurning um að tala um virkni líka. Þ.e. félagslega virkni íbúa. Þó að við hugsum það sem hluta af heilseflandi samfélagi er ég ekki viss um að fólk sé almennt „læst“ á það samhengi. Mikil uppbygging aðstöðu skapar tækifæri Opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri er nú fagnað og sætir tíðindum enda húsið stórglæsilegt og mun þjóna mörgum vel til langs tíma. Samhliða hefur íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum verið endurbætt Áætlað er að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Við leggjum á áherslu á fjölbreytt frístundastarf og styðjum við frekari nýtingu íþróttamannvirkja til að efla félagslega virkni fólks á öllum aldri. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Virkjum kraft frjálsra félaga Ungmennafélög, golfklúbbar, hestamannafélög, siglingaklúbbar, skátahreyfingin, félög eldri borgara og fjöldi góðgerðafélaga eins og Rotary og Oddfellow eru góð dæmi um þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta enda skilar það sér margfalt til baka. Samvinna Garðabæjar við frjáls félög hefur verið einstaklega farsæl og við þurfum að halda áfram að þróa hana til heilla fyrir samfélagið okkar. Við viljum setja sérstaklega á oddinn aukna samvinnu við félögin á sviði frístundarstarfs barna. Það má m.a. gera með því að félögin taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Þá viljum við að Garðabær þrói meiri stuðning fyrir félögin þegar kemur að frístundastarfi barna á sumrin þannig að þjónustuúrvalið breikki og styrkist enn frekar. Það er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi að horfa til að áhugasvið barna eru mjög mismunandi og það er þeim nauðsynlegt að upplifa fjölbreytta dagskrá. Við viljum umbuna félögunum sérstaklega fyrir þróun og nýsköpun í þessu starfi. Við höfum þá bjargföstu trú að krafturinn í frjálsu félögunum sé líkegri til árangurs á þessu sviði, í stað þess að sveitarfélagið sjálft sjái um þjónustuna. Það er hins vegar hlutverk þess að styðja vel við hana m.a. til þess að mæti þörfum fjölskyldna yfir sumartímann. Enn frekari samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins er lykillinn að enn betra samfélagi. Það er gott fyrir Garðabæ. Almar Guðmundsson er bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri. Stella Stefánsdóttir er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og viðskiptafræðingur.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun