Segir sögu Real Madrid hafa hjálpað liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2022 22:45 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd. EPA-EFE/Sergio Perez Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, átti fá orð til að útskýra enn eina endurkomu liðs síns í Meistaradeild Evrópu. Real tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skora tvívegis undir lok leiks gegn Manchester City og tryggja sér svo sæti í úrslitum með marki í framlengingu. „Ég get ekki sagt að við séum vanir því að lifa svona líferni en það sem gerðist í kvöld gerðist einnig gegn Chelsea og gegn París Saint-Germain. Ef ég ætti að útskýra af hverju þá er það saga félagsins sem hefur hjálpað okkur og ýtt við okkur þegar allt virðist glatað,“ sagði 62 ára gamli Ítali eftir ótrúlegan 3-1 sigur sinna manna í kvöld. „Leikurinn var nálægt því að vera búinn en okkur tókst að kafa djúpt og finna þá litlu orku sem við áttum eftir. Við spiluðum vel gegn sterku liði. Eftir að við náðum að jafna metin þá vorum við með sálfræðilegt forskot í framlengingunni.“ „Ég hef engan tíma til að hugsa um það (að tapa leiknum). Þetta var erfitt því City var með völdin í leiknum en á síðustu stundu náðum við að knýja fram framlengingu.“ Hats off, @MrAncelotti. #APorLa14 pic.twitter.com/SwD0x2d4Q1— Real Madrid C.F. (@realmadriden) May 4, 2022 „Ég er ánægður með að vera kominn í úrslit og vera á leiðinni til Parísar þar sem við mætum öðrum sterkum mótherja. Við erum vanir því. Það verður frábær fótboltaleikur,“ sagði raðsigurvegarinn Ancelotti að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
„Ég get ekki sagt að við séum vanir því að lifa svona líferni en það sem gerðist í kvöld gerðist einnig gegn Chelsea og gegn París Saint-Germain. Ef ég ætti að útskýra af hverju þá er það saga félagsins sem hefur hjálpað okkur og ýtt við okkur þegar allt virðist glatað,“ sagði 62 ára gamli Ítali eftir ótrúlegan 3-1 sigur sinna manna í kvöld. „Leikurinn var nálægt því að vera búinn en okkur tókst að kafa djúpt og finna þá litlu orku sem við áttum eftir. Við spiluðum vel gegn sterku liði. Eftir að við náðum að jafna metin þá vorum við með sálfræðilegt forskot í framlengingunni.“ „Ég hef engan tíma til að hugsa um það (að tapa leiknum). Þetta var erfitt því City var með völdin í leiknum en á síðustu stundu náðum við að knýja fram framlengingu.“ Hats off, @MrAncelotti. #APorLa14 pic.twitter.com/SwD0x2d4Q1— Real Madrid C.F. (@realmadriden) May 4, 2022 „Ég er ánægður með að vera kominn í úrslit og vera á leiðinni til Parísar þar sem við mætum öðrum sterkum mótherja. Við erum vanir því. Það verður frábær fótboltaleikur,“ sagði raðsigurvegarinn Ancelotti að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira