Háskóli fyrir alla - Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi skrifar 4. maí 2022 16:16 Við erum útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Okkur langar að vekja athygli á mikilvægi menntunar og námsframboðs fyrir fólk með þroskahömlun. Námið sem við erum að klára er á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er fyrir fólk sem hefur áhuga á að mennta sig og undirbúa sig fyrir tómstunda- og félagsstarf, leikskólastarf og störf sem snúa að réttinda- og hagsmunabaráttu fatlaðs fólks. Námið er án aðgreiningar og við sækjum námskeið með öðrum háskólanemum. Lykillinn að því að hafa námið án aðgreiningar er að kennarar og annað starfsfólk aðlagi námsefni að hverjum nemanda. Til þess að geta verið í háskólanámi þurfum við stuðning og verkefnatíma þar sem við sinnum heimanámi og verkefnavinnu. Að vera í stórum námskeiðum með öðrum nemendum á Menntavísindasviði hefur verið frábært og gengið mjög vel. Hópavinna stendur uppúr – í henni kynnist maður mismunandi fólki. Námið er yfirleitt spennandi, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt sem kemur að góðum notum í vinnunni og í framtíðinni. En í háskólanámi er maður ekki bara að læra námsefnið. Maður fær reynslu, þroskast, styrkist í félagsfærni og mannlegum samskiptum og kynnist fólki sem hefur svipuð áhugamál. Þannig hefur maður meiri möguleika á því að taka þátt í samfélaginu. Þess vegna er svo mikilvægt að allir hafi möguleika á námi á öllum skólastigum. Enda stendur í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að allir eigi að hafa jöfn tækifæri á menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum. Samt komast bara fáir inn í starfstengda diplómanámið, miklu færri en sækja um. Því köllum við eftir miklu meira framboði á háskólanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Það ætti að vera námsleið, eins og sú sem við erum á, á fleiri sviðum háskólans. Þannig hefðu miklu fleiri tækifæri á því að mennta sig á sviði sem þeir hafa áhuga á. Það er nauðsynlegt að gefa okkur aðgang að fleiri námskeiðum og námsleiðum í Háskólanum. Mörg okkar sem eru að útskrifast hafa áhuga á að halda áfram að mennta sig og myndu vilja halda áfram í háskólanáminu – en að loknu starfstengda diplómanáminu eru engir möguleikar á því. Háskólanám þýðir ótalmargt fyrir okkur: frelsi, félagslíf, lærdómur, persónulegur þroski, tækifæri, meira sjálfstraust og fleiri möguleikar á vinnumarkaði og svo mætti lengi áfram telja. Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi Aldís Ósk Björnsdóttir Diego, Birkir Eiðsson, Dalrós Líf Ólafsdóttir, Elfar Franz Birgisson, Eyrún Birta Þrastardóttir, Felix Magnússon, Hrannar Halldórsson Bachman, Karen Sól Káradóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Laufey María Villhelmsdóttir, Matthildur Inga Samúelsdóttir, Nikola Colic, Róbert Alexander Erwin, Sveinbjörn Benedikt Eggertsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir. Útskriftarnemendur standa fyrir ráðstefnu sem hefur yfirskriftina Við viljum mennta okkur! þann 10. maí klukkan 14.00-17.00 á Litla-Torgi á Háskólatorgi. Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagsmál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Við erum útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Okkur langar að vekja athygli á mikilvægi menntunar og námsframboðs fyrir fólk með þroskahömlun. Námið sem við erum að klára er á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er fyrir fólk sem hefur áhuga á að mennta sig og undirbúa sig fyrir tómstunda- og félagsstarf, leikskólastarf og störf sem snúa að réttinda- og hagsmunabaráttu fatlaðs fólks. Námið er án aðgreiningar og við sækjum námskeið með öðrum háskólanemum. Lykillinn að því að hafa námið án aðgreiningar er að kennarar og annað starfsfólk aðlagi námsefni að hverjum nemanda. Til þess að geta verið í háskólanámi þurfum við stuðning og verkefnatíma þar sem við sinnum heimanámi og verkefnavinnu. Að vera í stórum námskeiðum með öðrum nemendum á Menntavísindasviði hefur verið frábært og gengið mjög vel. Hópavinna stendur uppúr – í henni kynnist maður mismunandi fólki. Námið er yfirleitt spennandi, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt sem kemur að góðum notum í vinnunni og í framtíðinni. En í háskólanámi er maður ekki bara að læra námsefnið. Maður fær reynslu, þroskast, styrkist í félagsfærni og mannlegum samskiptum og kynnist fólki sem hefur svipuð áhugamál. Þannig hefur maður meiri möguleika á því að taka þátt í samfélaginu. Þess vegna er svo mikilvægt að allir hafi möguleika á námi á öllum skólastigum. Enda stendur í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að allir eigi að hafa jöfn tækifæri á menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum. Samt komast bara fáir inn í starfstengda diplómanámið, miklu færri en sækja um. Því köllum við eftir miklu meira framboði á háskólanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Það ætti að vera námsleið, eins og sú sem við erum á, á fleiri sviðum háskólans. Þannig hefðu miklu fleiri tækifæri á því að mennta sig á sviði sem þeir hafa áhuga á. Það er nauðsynlegt að gefa okkur aðgang að fleiri námskeiðum og námsleiðum í Háskólanum. Mörg okkar sem eru að útskrifast hafa áhuga á að halda áfram að mennta sig og myndu vilja halda áfram í háskólanáminu – en að loknu starfstengda diplómanáminu eru engir möguleikar á því. Háskólanám þýðir ótalmargt fyrir okkur: frelsi, félagslíf, lærdómur, persónulegur þroski, tækifæri, meira sjálfstraust og fleiri möguleikar á vinnumarkaði og svo mætti lengi áfram telja. Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi Aldís Ósk Björnsdóttir Diego, Birkir Eiðsson, Dalrós Líf Ólafsdóttir, Elfar Franz Birgisson, Eyrún Birta Þrastardóttir, Felix Magnússon, Hrannar Halldórsson Bachman, Karen Sól Káradóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Laufey María Villhelmsdóttir, Matthildur Inga Samúelsdóttir, Nikola Colic, Róbert Alexander Erwin, Sveinbjörn Benedikt Eggertsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir. Útskriftarnemendur standa fyrir ráðstefnu sem hefur yfirskriftina Við viljum mennta okkur! þann 10. maí klukkan 14.00-17.00 á Litla-Torgi á Háskólatorgi. Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun