Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2022 12:31 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon. Hvernig bregst maður við þegar makinn greinist með Alzheimer aðeins um fimmtug að aldri? Fyrir tæpum sex árum stóð Magnús Karl Magnússon læknir í þeirri stöðu að eiginkona hans lögmaðurinn Ellý Katrín Guðmundsdóttir fékk greiningu. Farið var yfir söguna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við kynntumst þegar við vorum tvítug, nýbyrjuð í háskólanum og ég í læknisfræði og hún í lögfræði. Við byrjuðum snemma saman og höfum verið saman síðan,“ segir Magnús en sínum tíma eignuðust þau saman tvö börn sem eru núna uppkomin. „Það er erfitt að koma auga á því hvenær okkur fór að gruna að það væri eitthvað að. Við þekkjum það vel í okkar hversdagslega lífi að gleyma einhverju. Ellý fann fyrir því en svona til viðbótar, sem var alveg nýtt fyrir henni var að hún fór allt í einu að verða óörugg með sig í starfi. Þetta voru svona óljós einkenni en það var augljóslega eitthvað að.“ Ári fyrir greiningu skynjaði Magnús að Ellý leið ekki vel. Vissi sjálf að þetta þyrfti að skoða „Hún var sjálf mjög skynsöm og tók strax ákvörðun um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Ég var eiginlega sjálfur sannfærðari heldur en læknarnir strax frá upphafi. Fyrst héldu læknar að þetta væri kulnun en þegar hún tók minnispróf þá sé ég að þetta var eitthvað alvarlegt. Þegar greiningin kemur kemur yfir mann yfirþyrmandi þörf að styðja við maka sinn.“ Ellý hélst sjálf fyrirlestur ekki svo löngu eftir greiningu og má sjá brot úr þeim fyrirlestri í innlaginu hér að neðan. „Við höfum bara fundið ást og umhyggju frá okkar nánustu vinum og ættingjum og það hefur breytt öllu. Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að tala um hlutina og það hef ég lært ef Ellý enda hefur hún sjálf tekið forystuna í því hjá okkur.“ Núna er sex ár liðin frá því að grunur vaknaði að Ellý væri með sjúkdóminn en hún er núna komin á hjúkrunarheimili og gerðist það aðeins fyrir þremur vikum. „Þar búa ellefu konur saman og hún brosir og hlær í hvert sinn sem ég kem til hennar.“ Hér að neðan má sjá innslaginu í heild sinni. Klippa: Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Við kynntumst þegar við vorum tvítug, nýbyrjuð í háskólanum og ég í læknisfræði og hún í lögfræði. Við byrjuðum snemma saman og höfum verið saman síðan,“ segir Magnús en sínum tíma eignuðust þau saman tvö börn sem eru núna uppkomin. „Það er erfitt að koma auga á því hvenær okkur fór að gruna að það væri eitthvað að. Við þekkjum það vel í okkar hversdagslega lífi að gleyma einhverju. Ellý fann fyrir því en svona til viðbótar, sem var alveg nýtt fyrir henni var að hún fór allt í einu að verða óörugg með sig í starfi. Þetta voru svona óljós einkenni en það var augljóslega eitthvað að.“ Ári fyrir greiningu skynjaði Magnús að Ellý leið ekki vel. Vissi sjálf að þetta þyrfti að skoða „Hún var sjálf mjög skynsöm og tók strax ákvörðun um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Ég var eiginlega sjálfur sannfærðari heldur en læknarnir strax frá upphafi. Fyrst héldu læknar að þetta væri kulnun en þegar hún tók minnispróf þá sé ég að þetta var eitthvað alvarlegt. Þegar greiningin kemur kemur yfir mann yfirþyrmandi þörf að styðja við maka sinn.“ Ellý hélst sjálf fyrirlestur ekki svo löngu eftir greiningu og má sjá brot úr þeim fyrirlestri í innlaginu hér að neðan. „Við höfum bara fundið ást og umhyggju frá okkar nánustu vinum og ættingjum og það hefur breytt öllu. Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að tala um hlutina og það hef ég lært ef Ellý enda hefur hún sjálf tekið forystuna í því hjá okkur.“ Núna er sex ár liðin frá því að grunur vaknaði að Ellý væri með sjúkdóminn en hún er núna komin á hjúkrunarheimili og gerðist það aðeins fyrir þremur vikum. „Þar búa ellefu konur saman og hún brosir og hlær í hvert sinn sem ég kem til hennar.“ Hér að neðan má sjá innslaginu í heild sinni. Klippa: Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel
Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira