Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2022 12:31 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon. Hvernig bregst maður við þegar makinn greinist með Alzheimer aðeins um fimmtug að aldri? Fyrir tæpum sex árum stóð Magnús Karl Magnússon læknir í þeirri stöðu að eiginkona hans lögmaðurinn Ellý Katrín Guðmundsdóttir fékk greiningu. Farið var yfir söguna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við kynntumst þegar við vorum tvítug, nýbyrjuð í háskólanum og ég í læknisfræði og hún í lögfræði. Við byrjuðum snemma saman og höfum verið saman síðan,“ segir Magnús en sínum tíma eignuðust þau saman tvö börn sem eru núna uppkomin. „Það er erfitt að koma auga á því hvenær okkur fór að gruna að það væri eitthvað að. Við þekkjum það vel í okkar hversdagslega lífi að gleyma einhverju. Ellý fann fyrir því en svona til viðbótar, sem var alveg nýtt fyrir henni var að hún fór allt í einu að verða óörugg með sig í starfi. Þetta voru svona óljós einkenni en það var augljóslega eitthvað að.“ Ári fyrir greiningu skynjaði Magnús að Ellý leið ekki vel. Vissi sjálf að þetta þyrfti að skoða „Hún var sjálf mjög skynsöm og tók strax ákvörðun um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Ég var eiginlega sjálfur sannfærðari heldur en læknarnir strax frá upphafi. Fyrst héldu læknar að þetta væri kulnun en þegar hún tók minnispróf þá sé ég að þetta var eitthvað alvarlegt. Þegar greiningin kemur kemur yfir mann yfirþyrmandi þörf að styðja við maka sinn.“ Ellý hélst sjálf fyrirlestur ekki svo löngu eftir greiningu og má sjá brot úr þeim fyrirlestri í innlaginu hér að neðan. „Við höfum bara fundið ást og umhyggju frá okkar nánustu vinum og ættingjum og það hefur breytt öllu. Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að tala um hlutina og það hef ég lært ef Ellý enda hefur hún sjálf tekið forystuna í því hjá okkur.“ Núna er sex ár liðin frá því að grunur vaknaði að Ellý væri með sjúkdóminn en hún er núna komin á hjúkrunarheimili og gerðist það aðeins fyrir þremur vikum. „Þar búa ellefu konur saman og hún brosir og hlær í hvert sinn sem ég kem til hennar.“ Hér að neðan má sjá innslaginu í heild sinni. Klippa: Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
„Við kynntumst þegar við vorum tvítug, nýbyrjuð í háskólanum og ég í læknisfræði og hún í lögfræði. Við byrjuðum snemma saman og höfum verið saman síðan,“ segir Magnús en sínum tíma eignuðust þau saman tvö börn sem eru núna uppkomin. „Það er erfitt að koma auga á því hvenær okkur fór að gruna að það væri eitthvað að. Við þekkjum það vel í okkar hversdagslega lífi að gleyma einhverju. Ellý fann fyrir því en svona til viðbótar, sem var alveg nýtt fyrir henni var að hún fór allt í einu að verða óörugg með sig í starfi. Þetta voru svona óljós einkenni en það var augljóslega eitthvað að.“ Ári fyrir greiningu skynjaði Magnús að Ellý leið ekki vel. Vissi sjálf að þetta þyrfti að skoða „Hún var sjálf mjög skynsöm og tók strax ákvörðun um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Ég var eiginlega sjálfur sannfærðari heldur en læknarnir strax frá upphafi. Fyrst héldu læknar að þetta væri kulnun en þegar hún tók minnispróf þá sé ég að þetta var eitthvað alvarlegt. Þegar greiningin kemur kemur yfir mann yfirþyrmandi þörf að styðja við maka sinn.“ Ellý hélst sjálf fyrirlestur ekki svo löngu eftir greiningu og má sjá brot úr þeim fyrirlestri í innlaginu hér að neðan. „Við höfum bara fundið ást og umhyggju frá okkar nánustu vinum og ættingjum og það hefur breytt öllu. Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að tala um hlutina og það hef ég lært ef Ellý enda hefur hún sjálf tekið forystuna í því hjá okkur.“ Núna er sex ár liðin frá því að grunur vaknaði að Ellý væri með sjúkdóminn en hún er núna komin á hjúkrunarheimili og gerðist það aðeins fyrir þremur vikum. „Þar búa ellefu konur saman og hún brosir og hlær í hvert sinn sem ég kem til hennar.“ Hér að neðan má sjá innslaginu í heild sinni. Klippa: Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel
Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira