Frelsishúsnæði, ekki frelsisborgarar Trausti Magnússon skrifar 4. maí 2022 12:31 „Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“. Matarvagn keyrir um hverfi borgarinnar og afhendir gangandi vegfarendum gómsæta „frelsisborgara“. Þetta er þá í nafni þess að hamborgarar séu upprunir frá landi frelsisins. Þess lands sem nú stefnir hraðbyri í átt að því að “frelsa” konur frá þungunarrofum. En það er önnur saga. Við Sósíalistar erum með tillögur í húsnæðismálum sem einmitt snúa að frelsinu. 90% leigjenda eru ekki frjálsir. Það er staðreynd. Þessir leigjendur vilja ekki vera á leigumarkaði, en þrátt fyrir stanslaust brauðstrit og tilraunir þá komast þeir ekki af honum og í það húsnæðisöryggi sem þeir þrá. Þetta er vegna okursins og ánauðarinnar sem hinn „frjálsi“ markaður hefur lagt þeim á herðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar þá eyða tæplega 50% leigjenda nærri 50% af ráðstöfunarfé sínu í húsaleigu. Þetta er langt umfram efri mörk OECD um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta er ekki í boði lengur. Tími þess þegar hægrið gat snúið hugtakinu „frelsi“ upp í andhverfu sína er lokið. Frelsið er ekki þannig að þeir ríku og valdamiklu eigi að geta kreist hverja örðu úr fátækum og þeim valdalitlu, það heitir helsi. Leigjendur bera uppi auðsöfnun á húsnæðismarkaði vegna þeirrar helsistefnu sem betri borgarinn á hjólum boðar, og í guðanna bænum kæru kjósendur forðið börnunum ykkar frá því að bíta í svoleiðis götubita. Tillögur Sósíalista í húsnæðismálum eru hinsvegar til þess fallnar að losa leigjendur og þá sem komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn úr ánauð okursins. Tillögurnar byggja á þaulreyndum fyrirmyndum frá mörgum helstu og blómlegustu borgum Evrópu. Við þurfum einfaldlega að horfa til þess sem hefur þegar virkað annars staðar og yfirfæra yfir á íslenskan veruleika í þeim tilgangi að frelsa fólk úr varanlegri húsnæðisánauð og koma því í öruggt húsnæði.. Þarna erum við að tala um frelsishúsnæði. Reykjavík skal byggja í borginni, stofna óhagnaðardrifið leigufélag sem fer í uppbyggingu á skala sem hefur ekki sést frá því að Breiðholtið var byggt upp. Þetta er mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni. Ekki bara fyrir tekjulægstu hópana, heldur fyrir alla þá sem unna frelsinu og vilja trúa því að allar manneskjur eigi rétt á að búa við mannlega reisn. Látum ekki ríkasta fólkið, þau sem hagnast á núverandi ástandi með síendurteknum uppkaupum á íbúðarhúsnæði til leigu, stýra umræðunni og þar með samfélagi okkar. Segjum stopp og endurheimtum frelsi okkar! Við eigum það skilið! Er Berlín stjórnað af kommúnistum? Ræður Stalín í Vínarborg? Þetta kaldastríðshjal sjálfstæðismanna er auðvitað ekkert annað en gömul rulla til þess að verja viðvarandi ástand og vernda hagsmuni þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem þurfa að strita fyrir því einu að fá þak yfir höfuðið. Og kratar: sýnið kjark og takið þátt í þessu með okkur. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“. Matarvagn keyrir um hverfi borgarinnar og afhendir gangandi vegfarendum gómsæta „frelsisborgara“. Þetta er þá í nafni þess að hamborgarar séu upprunir frá landi frelsisins. Þess lands sem nú stefnir hraðbyri í átt að því að “frelsa” konur frá þungunarrofum. En það er önnur saga. Við Sósíalistar erum með tillögur í húsnæðismálum sem einmitt snúa að frelsinu. 90% leigjenda eru ekki frjálsir. Það er staðreynd. Þessir leigjendur vilja ekki vera á leigumarkaði, en þrátt fyrir stanslaust brauðstrit og tilraunir þá komast þeir ekki af honum og í það húsnæðisöryggi sem þeir þrá. Þetta er vegna okursins og ánauðarinnar sem hinn „frjálsi“ markaður hefur lagt þeim á herðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar þá eyða tæplega 50% leigjenda nærri 50% af ráðstöfunarfé sínu í húsaleigu. Þetta er langt umfram efri mörk OECD um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta er ekki í boði lengur. Tími þess þegar hægrið gat snúið hugtakinu „frelsi“ upp í andhverfu sína er lokið. Frelsið er ekki þannig að þeir ríku og valdamiklu eigi að geta kreist hverja örðu úr fátækum og þeim valdalitlu, það heitir helsi. Leigjendur bera uppi auðsöfnun á húsnæðismarkaði vegna þeirrar helsistefnu sem betri borgarinn á hjólum boðar, og í guðanna bænum kæru kjósendur forðið börnunum ykkar frá því að bíta í svoleiðis götubita. Tillögur Sósíalista í húsnæðismálum eru hinsvegar til þess fallnar að losa leigjendur og þá sem komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn úr ánauð okursins. Tillögurnar byggja á þaulreyndum fyrirmyndum frá mörgum helstu og blómlegustu borgum Evrópu. Við þurfum einfaldlega að horfa til þess sem hefur þegar virkað annars staðar og yfirfæra yfir á íslenskan veruleika í þeim tilgangi að frelsa fólk úr varanlegri húsnæðisánauð og koma því í öruggt húsnæði.. Þarna erum við að tala um frelsishúsnæði. Reykjavík skal byggja í borginni, stofna óhagnaðardrifið leigufélag sem fer í uppbyggingu á skala sem hefur ekki sést frá því að Breiðholtið var byggt upp. Þetta er mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni. Ekki bara fyrir tekjulægstu hópana, heldur fyrir alla þá sem unna frelsinu og vilja trúa því að allar manneskjur eigi rétt á að búa við mannlega reisn. Látum ekki ríkasta fólkið, þau sem hagnast á núverandi ástandi með síendurteknum uppkaupum á íbúðarhúsnæði til leigu, stýra umræðunni og þar með samfélagi okkar. Segjum stopp og endurheimtum frelsi okkar! Við eigum það skilið! Er Berlín stjórnað af kommúnistum? Ræður Stalín í Vínarborg? Þetta kaldastríðshjal sjálfstæðismanna er auðvitað ekkert annað en gömul rulla til þess að verja viðvarandi ástand og vernda hagsmuni þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem þurfa að strita fyrir því einu að fá þak yfir höfuðið. Og kratar: sýnið kjark og takið þátt í þessu með okkur. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun