Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison og Björk Davíðsdóttir skrifa 4. maí 2022 07:31 Umræðunni um einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóma hættir til að verða afar neikvæð gagnvart þeim sem um ræðir. Fyrst og fremst eru þetta einstaklingar sem eiga jafnan tilverurétt í samfélaginu líkt og aðrir. Það er samfélagslegt álitamál að einstaklingur megi ekki neyta vímuefna nema innan ákveðins ramma sem samþykktur er af samfélaginu. Einstaklingurinn sem samfélagið vill ekki hafa í garðinum hjá sér, er jafnan kallaður „þetta“. Sá aðili á ástvini, fjölskyldu, jafnvel börn og hefur jafnvel stundað nám og átt áhugamál. Ýmissa hluta vegna þróar sá aðili með sér mjög alvarlegan fíknsjúkdóm og fjölskyldan situr eftir í heljargreipum því það er litla hjálpa að fá, bæði eru langir biðlistar og lítið af úrræðum til ásamt útbreiddri fáfræði og fordómum. Til að koma með dæmi til samanburðar, væri hægt að líkja þessum þunga vanda sem að fíknisjúkdómurinn er, við einstakling sem greinst hefur með krabbamein á lokastigi. Krabbameinið er sjáanlegt á mynd, þar af leiðandi er hægt að fá meðferð við því eins fljótt og það greinist. Einstaklingur með krabbamein fær lyfjameðferð á spítala og stuðning frá fjölskyldu og vinum, jafnvel söfnunum á Facebook. Það er samfélagslega samþykktur sjúkdómur. Hvað ef það væri hægt að taka mynd af fíknisjúkdómi? Myndu sömu mannréttindi gilda fyrir þann einstakling? Hér í Hafnarfirði er haldið á lofti umræðu um sterkari fjárhagsstöðu í bæjarfélaginu og meiri uppbyggingu, inni í þessari uppbyggingu ætti þá að vera gert ráð fyrir hópum sem tilheyra öllum stéttum samfélagsins. Í sömu umræðu er talað um að Hafnarfjörður sé bær fólksins. Hins vegar er staðreyndin sú að biðin eftir félagslegum úrræðum lengist, ásamt því að samstarf við Laufey, nærþjónusta fíknimeðferðar sem þjónustar fólk sem glímir við bæði alvarlegan fíkni- og geðvanda er ábótavant. Reykjavíkurborg er bæði með VoR Teymi og Housing First, ásamt því að vera með öruggt skjól fyrir konur og karla sem eiga engin hús að vernda - Konukot og Gistiskýlin. Hvar er gert ráð fyrir þessum úrræðum hjá Hafnarfjarðarbæ? Í lokaverkefni sem skrifað var af tveim nemendum við Háskóla Íslands um Neyslurými, af hverju og hvernig? kemur fram að mannréttindi eru ekki forréttindi og einstaklingar sem nota vímuefni hafa hvorki fyrirgert mannréttindum sínum né þeim rétti að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Það eru ekki forréttindi að vera til, fá húsnæði og mat, það eru mannréttindi. Fólk með fíknisjúkdóm virðist þurfa að berjast fyrir því að vera til dag frá degi. Einstaklingar með fíknisjúkdóma eru oft með andlegt mein sem þeir deyfa með vímugjöfum. Ætlum við sem samfélag að neita þeim um lágmarks sjúkraþjónustu, húsaskjól og hlýju? Myndir þú sem einstaklingur neita krabbameinssjúklingi um sömu þjónustu og útskúfa hann algjörlega úr venjulegu samfélagi líkt og ef um einstakling með fíknisjúkdóm væri að ræða? Þegar litið er yfir kosningaloforð flokka í Hafnarfjarðarbæ, þá er sorglegt að sjá að málefni jaðarsetts fólks eru ekki ofarlega á baugi. Einstaklingurinn skiptir okkur Vinstri Græn máli. Við viljum ganga lengra í félags- og velferðarmálum og sýna fram á það að þó svo andleg veikindi hrjái einstakling að þá getum við sem samfélag hjálpað honum að standa aftur upp. Bryndís Rós Morrison er í stjórn SÁÁ og skipar 5.sæti á lista VG Hafnarfirði og Björk Davíðsdóttir er fangavörður og skipar 12.sæti á lista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Fíkn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Sjá meira
Umræðunni um einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóma hættir til að verða afar neikvæð gagnvart þeim sem um ræðir. Fyrst og fremst eru þetta einstaklingar sem eiga jafnan tilverurétt í samfélaginu líkt og aðrir. Það er samfélagslegt álitamál að einstaklingur megi ekki neyta vímuefna nema innan ákveðins ramma sem samþykktur er af samfélaginu. Einstaklingurinn sem samfélagið vill ekki hafa í garðinum hjá sér, er jafnan kallaður „þetta“. Sá aðili á ástvini, fjölskyldu, jafnvel börn og hefur jafnvel stundað nám og átt áhugamál. Ýmissa hluta vegna þróar sá aðili með sér mjög alvarlegan fíknsjúkdóm og fjölskyldan situr eftir í heljargreipum því það er litla hjálpa að fá, bæði eru langir biðlistar og lítið af úrræðum til ásamt útbreiddri fáfræði og fordómum. Til að koma með dæmi til samanburðar, væri hægt að líkja þessum þunga vanda sem að fíknisjúkdómurinn er, við einstakling sem greinst hefur með krabbamein á lokastigi. Krabbameinið er sjáanlegt á mynd, þar af leiðandi er hægt að fá meðferð við því eins fljótt og það greinist. Einstaklingur með krabbamein fær lyfjameðferð á spítala og stuðning frá fjölskyldu og vinum, jafnvel söfnunum á Facebook. Það er samfélagslega samþykktur sjúkdómur. Hvað ef það væri hægt að taka mynd af fíknisjúkdómi? Myndu sömu mannréttindi gilda fyrir þann einstakling? Hér í Hafnarfirði er haldið á lofti umræðu um sterkari fjárhagsstöðu í bæjarfélaginu og meiri uppbyggingu, inni í þessari uppbyggingu ætti þá að vera gert ráð fyrir hópum sem tilheyra öllum stéttum samfélagsins. Í sömu umræðu er talað um að Hafnarfjörður sé bær fólksins. Hins vegar er staðreyndin sú að biðin eftir félagslegum úrræðum lengist, ásamt því að samstarf við Laufey, nærþjónusta fíknimeðferðar sem þjónustar fólk sem glímir við bæði alvarlegan fíkni- og geðvanda er ábótavant. Reykjavíkurborg er bæði með VoR Teymi og Housing First, ásamt því að vera með öruggt skjól fyrir konur og karla sem eiga engin hús að vernda - Konukot og Gistiskýlin. Hvar er gert ráð fyrir þessum úrræðum hjá Hafnarfjarðarbæ? Í lokaverkefni sem skrifað var af tveim nemendum við Háskóla Íslands um Neyslurými, af hverju og hvernig? kemur fram að mannréttindi eru ekki forréttindi og einstaklingar sem nota vímuefni hafa hvorki fyrirgert mannréttindum sínum né þeim rétti að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Það eru ekki forréttindi að vera til, fá húsnæði og mat, það eru mannréttindi. Fólk með fíknisjúkdóm virðist þurfa að berjast fyrir því að vera til dag frá degi. Einstaklingar með fíknisjúkdóma eru oft með andlegt mein sem þeir deyfa með vímugjöfum. Ætlum við sem samfélag að neita þeim um lágmarks sjúkraþjónustu, húsaskjól og hlýju? Myndir þú sem einstaklingur neita krabbameinssjúklingi um sömu þjónustu og útskúfa hann algjörlega úr venjulegu samfélagi líkt og ef um einstakling með fíknisjúkdóm væri að ræða? Þegar litið er yfir kosningaloforð flokka í Hafnarfjarðarbæ, þá er sorglegt að sjá að málefni jaðarsetts fólks eru ekki ofarlega á baugi. Einstaklingurinn skiptir okkur Vinstri Græn máli. Við viljum ganga lengra í félags- og velferðarmálum og sýna fram á það að þó svo andleg veikindi hrjái einstakling að þá getum við sem samfélag hjálpað honum að standa aftur upp. Bryndís Rós Morrison er í stjórn SÁÁ og skipar 5.sæti á lista VG Hafnarfirði og Björk Davíðsdóttir er fangavörður og skipar 12.sæti á lista VG í Hafnarfirði.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun