Innri-Njarðvík, því hér á ég heima Steinþór J. Gunnarsson Aspelund skrifar 3. maí 2022 14:00 Innri - Njarðvík er það hverfi sem ég bý í ásamt fjölskyldu minni og ég vil að það blómstri. Hér er hægt að gera frábæra hluti en til þess þarf vilja og metnað ef við viljum sjá raunverulegar breytingar. Nú eru tæpar tvær vikur til kosninga og aðeins einn flokkur hefur sett fram skýra stefnu varðandi málefni Innri - Njarðvíkur. Það erum við í Sjálfstæðisflokknum. Umhverfið og skipulagið Við í Sjálfstæðisflokknum samþykkjum ekki öryggisvistun innan eða við íbúabyggð. Þetta þýðir einfaldlega að öryggisvistun mun ekki rísa í Innri - Njarðvík í okkar meirihluta! Við viljum opna og efla Landnámsdýragarðinn. Við ætlum að þróa lifandi og öflugan þjónustukjarna í Innri - Njarðvík með þjónustu, verslun og veitingastöðum. Við ætlum að gera gróðursælan fjölskyldugarð í Innri - Njarðvík fyrir fólk á öllum aldri þar sem fjölskyldur geta notið sín í fallegu umhverfi. Við ætlum að fegra innkomur í hverfið og gera nærumhverfið meira aðlaðandi. Við ætlum að bæta lýsingu göngustíga sem við í Innri - Njarðvík vitum vel að þörf er á. Börn, ungmenni & eldri íbúar Við viljum að unglingarnir okkar geti notið sín í félagsmiðstöðvum í sínu hverfi og í samstarfi við grunnskólana og Fjörheima ætlum við að opna slíka í Innri - Njarðvík. Við frambjóðendur sem búum í Innri - Njarðvík, þekkjum vel mikilvægi almannasamgangna. Við viljum því auka samvinnu á milli rekstraraðila strætó og forsvarsmanna skóla-, íþrótta & tómstundastarfs og tryggja þannig að frístundaakstur og strætisvagnaferðir verði skipulagt með þarfir notenda í huga. Þá viljum við að það sé frítt í strætó á skólatíma fyrir nemendur. Við munum setja kraft í félagsstarf eldri íbúa og skoða möguleikana á afþreyingu í Innri - Njarðvík. Þegar öllu er á botninn hvolft þá verðum við að tryggja að samhliða uppbyggingu nýrra hverfa fylgi innviðauppbygging og að samráð sé haft við íbúa hverfanna. Tækifærin eru hér í Innri - Njarðvík og við eigum að grípa þau, þess vegna boðum við breytingar. Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Innri - Njarðvík er það hverfi sem ég bý í ásamt fjölskyldu minni og ég vil að það blómstri. Hér er hægt að gera frábæra hluti en til þess þarf vilja og metnað ef við viljum sjá raunverulegar breytingar. Nú eru tæpar tvær vikur til kosninga og aðeins einn flokkur hefur sett fram skýra stefnu varðandi málefni Innri - Njarðvíkur. Það erum við í Sjálfstæðisflokknum. Umhverfið og skipulagið Við í Sjálfstæðisflokknum samþykkjum ekki öryggisvistun innan eða við íbúabyggð. Þetta þýðir einfaldlega að öryggisvistun mun ekki rísa í Innri - Njarðvík í okkar meirihluta! Við viljum opna og efla Landnámsdýragarðinn. Við ætlum að þróa lifandi og öflugan þjónustukjarna í Innri - Njarðvík með þjónustu, verslun og veitingastöðum. Við ætlum að gera gróðursælan fjölskyldugarð í Innri - Njarðvík fyrir fólk á öllum aldri þar sem fjölskyldur geta notið sín í fallegu umhverfi. Við ætlum að fegra innkomur í hverfið og gera nærumhverfið meira aðlaðandi. Við ætlum að bæta lýsingu göngustíga sem við í Innri - Njarðvík vitum vel að þörf er á. Börn, ungmenni & eldri íbúar Við viljum að unglingarnir okkar geti notið sín í félagsmiðstöðvum í sínu hverfi og í samstarfi við grunnskólana og Fjörheima ætlum við að opna slíka í Innri - Njarðvík. Við frambjóðendur sem búum í Innri - Njarðvík, þekkjum vel mikilvægi almannasamgangna. Við viljum því auka samvinnu á milli rekstraraðila strætó og forsvarsmanna skóla-, íþrótta & tómstundastarfs og tryggja þannig að frístundaakstur og strætisvagnaferðir verði skipulagt með þarfir notenda í huga. Þá viljum við að það sé frítt í strætó á skólatíma fyrir nemendur. Við munum setja kraft í félagsstarf eldri íbúa og skoða möguleikana á afþreyingu í Innri - Njarðvík. Þegar öllu er á botninn hvolft þá verðum við að tryggja að samhliða uppbyggingu nýrra hverfa fylgi innviðauppbygging og að samráð sé haft við íbúa hverfanna. Tækifærin eru hér í Innri - Njarðvík og við eigum að grípa þau, þess vegna boðum við breytingar. Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun