Hvað veist þú um þína hagsmuni? Einar G. Harðarson skrifar 3. maí 2022 11:00 Í tilefni af 1. maí. Efnahagsmál heimsins eru flestum almennum manni nokkuð hulin. Gæti verið að hluti þeirra séu hulin af ástæðu; þeirri ástæðu að ef fólkið vissi hvað er í raun að gerast myndu þau vilja skipta sér af þó ekki væri nema með því að kjósa öðruvísi. Hverjir eru svo í raun stjórnvöld?Hver er ástæðan á bak við stríð? Hvernig halda fyrirtæki frá almenningi raunverulegum sannleika á bak við viðskipti? Stríðið í Úkraínu er dæmi um upplýsingaflæði til almennings sem, varlega áætlað, er bjagað. Hvers vegna er Julian Assange í fangelsi fyrir að greina frá stríðsglæpum Bandaríkjamanna? Undanfarna tugi ára hafa Evrópa og Norður Ameríka verið ráðandi öfl í heiminum með US$ í farabroddi. Gjaldmiðillin USdollar heldur utan um 70% allra viðskipta í heiminum. Á sama tíma stækka þessi lönd yfirráðasvæði sín í austur með eflingu NATO. Ef NATO er varnarbandalag, af hverju að stækka svæðið? Er það ekki merki um að vilja stærra yfirráðasvæði, með öðrum orðum landvinninga? Kína, Rússland og Indland, ásamt restinni af austurlöndum, eru búin að þola yfirgang áðurnefndra ríkja í áratugi. Nú sjá ríki í austri að illa er að fara í efnahagsmálum. Til dæmis með prentun peninga í stórum stíl, með þeim afleiðingum að verðbólga er nú meiri en nokkru sinni fyrr í öllum löndum Norður Ameríku og Evrópu. Prentun á US$ frá árinu 1913 til 2007 numu 1 trilljón dala en frá 2007 til 2022 voru prentaðir um 10 trilljón dalir. Þessi prentun peninga er að þynna út gjaldeyri vesturvelda. Nú hafa seðlabankar landanna þriggja í austri gefið út eða eru að gefa út rafmyntir CBDC, Central Bank Digital Currency. Þessi mynt er nú notuð í milliríkjaviðskiptum þjóðanna í billjónum bandaríkjadala talið. Vægi US$ er hraðbyrgði að minnka. Lönd eru að breyta myntkörfu sinni þannig að US$ og Evra hafa minna vægi en áður og sérstaklega hefur kínverska Juanið aukist. Viðskiptaþvinganir á Rússland í formi peninga og peningaflutninga SWIFT hafa æ minna vægi því rafmynt er nú notuð.Vesturveldin með Bandaríki Norður Ameríku í fararbroddi skella við skollaeyrum og hafa misleitt umræðu um rafmyntir. Ástæðan er sú að rafmyntir eru ódýrari í rekstri, framleiðslu og léttari í viðskiptum á milli landa, fyrirtækja og einstaklinga. Andspyrnan er bankakerfið. Bankakerfið hagnast á hverju ári um stærri upphæðir en hægt er að nefna. „Allir“ þingmenn USA eru milljónamæringar og að auki bakkaðir upp af einhverjum banka. Að öðrum kosti komast þeir ekki á þing. Verum minnug þess að Mark Zuckerberg ætlaði að stofna rafmyntina Líbru í Bandaríkjunum 2018 en var niðurlægður af bandarískri þingnefnd sem sagði hann vera að eyðileggja bandaríska efnahagskerfið. Hann færði uppbyggingu sína á rafmyntinni til Sviss og er henni haldið leyndri. Það er ekkert óeðlilegt við það að bankar og efnafólk haldi upplýsingum af þessu tagi frá almenningi en Það er ótrúlegt að verkalýðsfélög séu ekki að skoða þessi mál af mikilli alvöru. Breyting á peningakerfinu geta verið meiri kjarabætur en margir síðustu kjarasamningar samanlagt. Vitað er að rafmynt verður og er mun ódýrari í rekstri en venjulegur gjaldmiðill og spáð er að á milli 80-90% banka muni hætta rekstri eftir að rafmynt kemur í almenna notkun. Og hún mun koma, af sömu ástæðu og vatn rennur til sjávar. Austurlönd eru að færa sig í þessa átt hraðar en fyrr, m.a. vegna þess að Rússar þurfa að leysa sín greiðsluvandamál. Hagsmunir venjulegs fólks eru í húfi. Rekstur þriggja banka skilar 100 milljörðum í hagnað á Íslandi á einu ári og þá á eftir að draga frá allan rekstrarkostnað, vexti, afskriftir ofl. Hverjir hagnast mest á óbreyttri efnahagstefnu? Jú, eigendur banka og efnahagskerfisins hvers sem það er í raun.Því lengur sem fjölmiðlar, bankar og yfirvöld halda upplýsingum frá almenningi þá fitna bankarnir eins og fjóspúkinn á bitanum. Þegar niðursveiflan kemur verður hún hraðari og sársaukameiri. Breytingarnar á núverandi fyrirkomulagi verða mestar og bestar fyrir almenning. Undir því fyrirkomulagi sem ríkir í dag, t.d. með prentun peninga, verða ríkir ríkari og fátækir fátækari. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af 1. maí. Efnahagsmál heimsins eru flestum almennum manni nokkuð hulin. Gæti verið að hluti þeirra séu hulin af ástæðu; þeirri ástæðu að ef fólkið vissi hvað er í raun að gerast myndu þau vilja skipta sér af þó ekki væri nema með því að kjósa öðruvísi. Hverjir eru svo í raun stjórnvöld?Hver er ástæðan á bak við stríð? Hvernig halda fyrirtæki frá almenningi raunverulegum sannleika á bak við viðskipti? Stríðið í Úkraínu er dæmi um upplýsingaflæði til almennings sem, varlega áætlað, er bjagað. Hvers vegna er Julian Assange í fangelsi fyrir að greina frá stríðsglæpum Bandaríkjamanna? Undanfarna tugi ára hafa Evrópa og Norður Ameríka verið ráðandi öfl í heiminum með US$ í farabroddi. Gjaldmiðillin USdollar heldur utan um 70% allra viðskipta í heiminum. Á sama tíma stækka þessi lönd yfirráðasvæði sín í austur með eflingu NATO. Ef NATO er varnarbandalag, af hverju að stækka svæðið? Er það ekki merki um að vilja stærra yfirráðasvæði, með öðrum orðum landvinninga? Kína, Rússland og Indland, ásamt restinni af austurlöndum, eru búin að þola yfirgang áðurnefndra ríkja í áratugi. Nú sjá ríki í austri að illa er að fara í efnahagsmálum. Til dæmis með prentun peninga í stórum stíl, með þeim afleiðingum að verðbólga er nú meiri en nokkru sinni fyrr í öllum löndum Norður Ameríku og Evrópu. Prentun á US$ frá árinu 1913 til 2007 numu 1 trilljón dala en frá 2007 til 2022 voru prentaðir um 10 trilljón dalir. Þessi prentun peninga er að þynna út gjaldeyri vesturvelda. Nú hafa seðlabankar landanna þriggja í austri gefið út eða eru að gefa út rafmyntir CBDC, Central Bank Digital Currency. Þessi mynt er nú notuð í milliríkjaviðskiptum þjóðanna í billjónum bandaríkjadala talið. Vægi US$ er hraðbyrgði að minnka. Lönd eru að breyta myntkörfu sinni þannig að US$ og Evra hafa minna vægi en áður og sérstaklega hefur kínverska Juanið aukist. Viðskiptaþvinganir á Rússland í formi peninga og peningaflutninga SWIFT hafa æ minna vægi því rafmynt er nú notuð.Vesturveldin með Bandaríki Norður Ameríku í fararbroddi skella við skollaeyrum og hafa misleitt umræðu um rafmyntir. Ástæðan er sú að rafmyntir eru ódýrari í rekstri, framleiðslu og léttari í viðskiptum á milli landa, fyrirtækja og einstaklinga. Andspyrnan er bankakerfið. Bankakerfið hagnast á hverju ári um stærri upphæðir en hægt er að nefna. „Allir“ þingmenn USA eru milljónamæringar og að auki bakkaðir upp af einhverjum banka. Að öðrum kosti komast þeir ekki á þing. Verum minnug þess að Mark Zuckerberg ætlaði að stofna rafmyntina Líbru í Bandaríkjunum 2018 en var niðurlægður af bandarískri þingnefnd sem sagði hann vera að eyðileggja bandaríska efnahagskerfið. Hann færði uppbyggingu sína á rafmyntinni til Sviss og er henni haldið leyndri. Það er ekkert óeðlilegt við það að bankar og efnafólk haldi upplýsingum af þessu tagi frá almenningi en Það er ótrúlegt að verkalýðsfélög séu ekki að skoða þessi mál af mikilli alvöru. Breyting á peningakerfinu geta verið meiri kjarabætur en margir síðustu kjarasamningar samanlagt. Vitað er að rafmynt verður og er mun ódýrari í rekstri en venjulegur gjaldmiðill og spáð er að á milli 80-90% banka muni hætta rekstri eftir að rafmynt kemur í almenna notkun. Og hún mun koma, af sömu ástæðu og vatn rennur til sjávar. Austurlönd eru að færa sig í þessa átt hraðar en fyrr, m.a. vegna þess að Rússar þurfa að leysa sín greiðsluvandamál. Hagsmunir venjulegs fólks eru í húfi. Rekstur þriggja banka skilar 100 milljörðum í hagnað á Íslandi á einu ári og þá á eftir að draga frá allan rekstrarkostnað, vexti, afskriftir ofl. Hverjir hagnast mest á óbreyttri efnahagstefnu? Jú, eigendur banka og efnahagskerfisins hvers sem það er í raun.Því lengur sem fjölmiðlar, bankar og yfirvöld halda upplýsingum frá almenningi þá fitna bankarnir eins og fjóspúkinn á bitanum. Þegar niðursveiflan kemur verður hún hraðari og sársaukameiri. Breytingarnar á núverandi fyrirkomulagi verða mestar og bestar fyrir almenning. Undir því fyrirkomulagi sem ríkir í dag, t.d. með prentun peninga, verða ríkir ríkari og fátækir fátækari. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar