Sjáðu markasúpuna í Víkinni og dramatíkina á Dalvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 10:00 Emil Atlason er kominn með fjögur mörk í Bestu deildinni. vísir/Hulda Margrét Einn magnaðasti leikur seinni ára fór fram í Víkinni í gær þegar Stjarnan vann Íslands- og bikarmeistara Víkings, 4-5, í 3. umferð Bestu deildar karla. Alls voru sextán mörk skoruð í þremur leikjum í gær. Emil Atlason og Kristall Máni Ingason skoruðu báðir þrennu í Víkinni í gær. Emil var þó öllu sáttari eftir leik enda fóru Stjörnumenn heim í Garðabæinn með öll þrjú stigin. Nikolaj Hansen, markakóngur síðasta tímabils, kom Víkingi yfir strax á 3. mínútu. En eftir þrjú mörk á tíu mínútum, tvö frá Emil og eitt frá Adolf Daða Birgissyni, komst Stjarnan í 1-3. Kristall skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 2-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fjórða mark gestanna á 65. mínútu en Kristall minnkaði muninn í 3-4 úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Emil kom Stjörnunni aftur tveimur mörkum yfir á 74. mínútu en Kristall skoraði svo síðasta mark leiksins sex mínútum síðar. Lokatölur 4-5, Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik. Klippa: Víkingur 4-5 Stjarnan Fram fékk sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Safamýrinni. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 23. mínútu en Eyþór Aron Wöhler jafnaði fyrir ÍA fjórum mínútum fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Fram 1-1 ÍA Tvíburarnir Þorri Mar og Nökkvi Þeyr Þórissynir voru hetjur KA þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur á Keflavík. KA-menn eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan Keflvíkingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum. Þorri kom KA yfir á 42. mínútu en Ingimundur Aron Guðnason jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 68. mínútu komust gestirnir yfir þökk sé marki færeyska framherjans Patriks Johannesen. Það virtist ætla að duga Keflavík til sigurs en Nökkvi var á öðru máli. Hann jafnaði úr víti á 87. mínútu og á lokamínútunni skoraði hann sigurmark KA. Nökkvi og Þorri eru frá Dalvík, þar sem leikurinn í gær fór fram, og virtust kunna vel við sig á gamla heimavellinum. Klippa: KA 3-2 Keflavík Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Fram ÍA KA Keflavík ÍF Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Emil Atlason og Kristall Máni Ingason skoruðu báðir þrennu í Víkinni í gær. Emil var þó öllu sáttari eftir leik enda fóru Stjörnumenn heim í Garðabæinn með öll þrjú stigin. Nikolaj Hansen, markakóngur síðasta tímabils, kom Víkingi yfir strax á 3. mínútu. En eftir þrjú mörk á tíu mínútum, tvö frá Emil og eitt frá Adolf Daða Birgissyni, komst Stjarnan í 1-3. Kristall skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 2-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fjórða mark gestanna á 65. mínútu en Kristall minnkaði muninn í 3-4 úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Emil kom Stjörnunni aftur tveimur mörkum yfir á 74. mínútu en Kristall skoraði svo síðasta mark leiksins sex mínútum síðar. Lokatölur 4-5, Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik. Klippa: Víkingur 4-5 Stjarnan Fram fékk sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Safamýrinni. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 23. mínútu en Eyþór Aron Wöhler jafnaði fyrir ÍA fjórum mínútum fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Fram 1-1 ÍA Tvíburarnir Þorri Mar og Nökkvi Þeyr Þórissynir voru hetjur KA þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur á Keflavík. KA-menn eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan Keflvíkingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum. Þorri kom KA yfir á 42. mínútu en Ingimundur Aron Guðnason jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 68. mínútu komust gestirnir yfir þökk sé marki færeyska framherjans Patriks Johannesen. Það virtist ætla að duga Keflavík til sigurs en Nökkvi var á öðru máli. Hann jafnaði úr víti á 87. mínútu og á lokamínútunni skoraði hann sigurmark KA. Nökkvi og Þorri eru frá Dalvík, þar sem leikurinn í gær fór fram, og virtust kunna vel við sig á gamla heimavellinum. Klippa: KA 3-2 Keflavík
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Fram ÍA KA Keflavík ÍF Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira