Með lögum skal land byggja - þ.m.t. Kópavog! Gunnar Jónsson skrifar 3. maí 2022 08:00 Vinir Kópavogs urðu til sem félagsskapur Kópavogsbúa sem var óánægður með verklag bæjarins í skipulagsmálum. Skipulagsstofnun og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafa gagnrýnt og ógilt vinnubrögð bæjarins í þeim efnum. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur til meðferðar fjölmargar ábendingar um brot bæjarins við framkvæmd skipulagsmála og Umboðsmaður Alþingis fylgist með. Bæjaryfirvöld halda engu að síður ótrauð áfram, sem er óviðunandi. Kópavogsbúar eiga rétt á því að yfirvöld þeirra fari að lögum. Þá kröfu gera Vinir Kópavogs og hún er kjarninn í málatilbúnaði þeirra, Vinir Kópavogs eru ekki venjuleg stjórnmálahreyfing. Vinir geta verið til hægri eða vinstri í pólitík eða einhverstaðar þar á milli án þess að láta það koma upp á milli sín. Vinir Kópavogs eiga það sammerkt að vilja bænum sínum það besta, þ. á m. að yfirvöld hans fari að reglum. Listi Vina Kópavogs er skipaður frábæru fólki, sem býr að margskonar reynslu sem mun nýtast vel við stjórn bæjarins. Enn merkilegra er kannski að enginn er á listanum til þess að fullnægja eigin metnaði í stjórnmálum. Frambjóðendur vilja einfaldlega vinna Kópavogi og Kópavogsbúum vel. Kópavogur er frábær og þar býr frábært fólk sem á skilið frábær yfirvöld. Fjölgun hefur hvergi á landinu verið viðlíka og í Kópavogi liðna áratugi. Yfirvöld hafa kunnað þá list að brjóta ný svæði til byggðar nokkuð vel. Það er hinsvegar farið að sneiðast verulega um ný svæði. Fjölgun til frambúðar verður mest með þéttingu. Yfirvöldum hafa verið mislagðar hendur við þéttingu og þar þarf nýtt verklag. Það ætla Vinir Kópavogs að taka upp. Vinir Kópavogs bjóða þá sem í bæinn vilja flytjast velkomna. Þeirra vegna og hinna sem fyrir eru þarf það að gerast í sátt og samlyndi. Það næst best með samráði, eins og mælt er fyrir um í skipulagslögum. Samráð á að fela í sér raunverulegt samtal, ekki bara hak í reiti - helst þannig að íbúar taki ekki eftir. Sá háttur hefur verið á hafður undanfarið. Athugasemdir sem fram koma eru svo virtar að vettugi. Þessu ætla Vinir Kópavogs að breyta. Þeir vilja nota skipulag til þess sem það er ætlað, að tryggja íbúum mannvænt umhverfi til búsetu. Þess vegna eru sveitarstjórnarmál svo spennandi - sé rétt á haldið verða ákvarðanir til þess að auka lífsgæði íbúanna. Þannig ákvarðanir ætla Vinir Kópavogs taka. Þess vegna ætla ég að setja X við Y til bæjarstjórnar Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs urðu til sem félagsskapur Kópavogsbúa sem var óánægður með verklag bæjarins í skipulagsmálum. Skipulagsstofnun og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafa gagnrýnt og ógilt vinnubrögð bæjarins í þeim efnum. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur til meðferðar fjölmargar ábendingar um brot bæjarins við framkvæmd skipulagsmála og Umboðsmaður Alþingis fylgist með. Bæjaryfirvöld halda engu að síður ótrauð áfram, sem er óviðunandi. Kópavogsbúar eiga rétt á því að yfirvöld þeirra fari að lögum. Þá kröfu gera Vinir Kópavogs og hún er kjarninn í málatilbúnaði þeirra, Vinir Kópavogs eru ekki venjuleg stjórnmálahreyfing. Vinir geta verið til hægri eða vinstri í pólitík eða einhverstaðar þar á milli án þess að láta það koma upp á milli sín. Vinir Kópavogs eiga það sammerkt að vilja bænum sínum það besta, þ. á m. að yfirvöld hans fari að reglum. Listi Vina Kópavogs er skipaður frábæru fólki, sem býr að margskonar reynslu sem mun nýtast vel við stjórn bæjarins. Enn merkilegra er kannski að enginn er á listanum til þess að fullnægja eigin metnaði í stjórnmálum. Frambjóðendur vilja einfaldlega vinna Kópavogi og Kópavogsbúum vel. Kópavogur er frábær og þar býr frábært fólk sem á skilið frábær yfirvöld. Fjölgun hefur hvergi á landinu verið viðlíka og í Kópavogi liðna áratugi. Yfirvöld hafa kunnað þá list að brjóta ný svæði til byggðar nokkuð vel. Það er hinsvegar farið að sneiðast verulega um ný svæði. Fjölgun til frambúðar verður mest með þéttingu. Yfirvöldum hafa verið mislagðar hendur við þéttingu og þar þarf nýtt verklag. Það ætla Vinir Kópavogs að taka upp. Vinir Kópavogs bjóða þá sem í bæinn vilja flytjast velkomna. Þeirra vegna og hinna sem fyrir eru þarf það að gerast í sátt og samlyndi. Það næst best með samráði, eins og mælt er fyrir um í skipulagslögum. Samráð á að fela í sér raunverulegt samtal, ekki bara hak í reiti - helst þannig að íbúar taki ekki eftir. Sá háttur hefur verið á hafður undanfarið. Athugasemdir sem fram koma eru svo virtar að vettugi. Þessu ætla Vinir Kópavogs að breyta. Þeir vilja nota skipulag til þess sem það er ætlað, að tryggja íbúum mannvænt umhverfi til búsetu. Þess vegna eru sveitarstjórnarmál svo spennandi - sé rétt á haldið verða ákvarðanir til þess að auka lífsgæði íbúanna. Þannig ákvarðanir ætla Vinir Kópavogs taka. Þess vegna ætla ég að setja X við Y til bæjarstjórnar Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar