Styrkja tengslin við Ísland og ræða aðild að NATO í ljósi stríðsins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. maí 2022 23:01 Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar þingsins í Georgíu. Vísir/Ívar Georgísk sendinefnd er nú stödd á hér á landi til að styrkja tengslin milli landanna og ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. Formaður utanríkismálanefndar þingsins þar í landi segir það mikilvægt, ekki síst í ljósi stöðunnar í Úkraínu. Þetta er í fyrsta sinn sem sendinefnd frá Georgíu kemur til Íslands en koma nefndarinnar markar 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er með í för og stendur til að opna ræðismannaskrifstofu hér á landi á morgun. „Meginmarkmið heimsóknar okkar er að efla samband milli landanna tveggja. Þótt löndin séu aðskilin landfræðilega hvort í sínum hluta Evrópu, þá eigum við margt sameiginlegt hvað hagsmuni varðar,“ segir Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar georgíska þingsins. Hann segir að um sögulega heimsókn sé að ræða en annað markmið með heimsókninni er að ræða aðild Georgíu að Nato. „Við höfum ætíð fundið fyrir stuðningi Íslands við sjálfstæði og landamærahelgi Georgíu og við vonum að Ísland styðji umsókn okkar um aðild að NATO,“ segir hann. Þá sé innganga Georgíu í NATO sérstaklega mikilvæg á þessum tímapunkti í ljósi stríðsins í Úkraínu. Georgíumenn hafa einnig reynslu af innrásarhernum en Rússar réðust inn í Georgíu árið 2008. „Við stöndum þétt með Úkraínu og skiljum og finnum fyrir þjáningum þeirra og sorg,“ segir Nikoloz og bætir við að Georgía hafi verið hvað fremst í flokki hvað varðar stuðning til Úkraínu. Hann segir að með aðild að NATO gæti Georgía aðstoðað önnur ríki við að bregðast við þeim brögðum sem Rússar eru þekktir fyrir að beita. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki virða lög eða reglur alþjóðasamfélagsins. „Komist Rússar upp með þetta eins og þeir gerðu árið 2008, þegar þeir lögðu undir sig hluta af Georgíu, mun það grafa undan öryggi gervallrar Evrópu. Þá gæti Georgía aftur orðið skotmark Rússa í hernaðarstefnu sinni og yfirgangi. Því er mjög mikilvægt að NATO og Vesturlönd standi saman gegn þessum yfirgangi,“ segir hann. Georgía Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem sendinefnd frá Georgíu kemur til Íslands en koma nefndarinnar markar 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er með í för og stendur til að opna ræðismannaskrifstofu hér á landi á morgun. „Meginmarkmið heimsóknar okkar er að efla samband milli landanna tveggja. Þótt löndin séu aðskilin landfræðilega hvort í sínum hluta Evrópu, þá eigum við margt sameiginlegt hvað hagsmuni varðar,“ segir Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar georgíska þingsins. Hann segir að um sögulega heimsókn sé að ræða en annað markmið með heimsókninni er að ræða aðild Georgíu að Nato. „Við höfum ætíð fundið fyrir stuðningi Íslands við sjálfstæði og landamærahelgi Georgíu og við vonum að Ísland styðji umsókn okkar um aðild að NATO,“ segir hann. Þá sé innganga Georgíu í NATO sérstaklega mikilvæg á þessum tímapunkti í ljósi stríðsins í Úkraínu. Georgíumenn hafa einnig reynslu af innrásarhernum en Rússar réðust inn í Georgíu árið 2008. „Við stöndum þétt með Úkraínu og skiljum og finnum fyrir þjáningum þeirra og sorg,“ segir Nikoloz og bætir við að Georgía hafi verið hvað fremst í flokki hvað varðar stuðning til Úkraínu. Hann segir að með aðild að NATO gæti Georgía aðstoðað önnur ríki við að bregðast við þeim brögðum sem Rússar eru þekktir fyrir að beita. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki virða lög eða reglur alþjóðasamfélagsins. „Komist Rússar upp með þetta eins og þeir gerðu árið 2008, þegar þeir lögðu undir sig hluta af Georgíu, mun það grafa undan öryggi gervallrar Evrópu. Þá gæti Georgía aftur orðið skotmark Rússa í hernaðarstefnu sinni og yfirgangi. Því er mjög mikilvægt að NATO og Vesturlönd standi saman gegn þessum yfirgangi,“ segir hann.
Georgía Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21