Gerum betur við upphaf og enda lífs Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2022 15:31 Það er magnað að fylgjast með nýju lífi koma í heiminn, ótrúleg sköpun sem á 9 mánuðum vex og dafnar í móðurkviði, fæðist og tekur sinn fyrsta andardrátt. Flest börn fá sem betur fer góða umönnun á fyrstu mánuðum lífs síns. Brjóstamjólk, ást og umhyggju og allir reyna að gera sitt besta við að sinna nýja fjölskyldumeðlimnum. Við Íslendingar erum lánsöm að báðir foreldrar geta nú tekið virkan þátt í því en fæðingarorlof er mikilvægt fyrir bæði foreldra og barn. En hvað tekur svo við? Óvissa og aftur óvissa. Dagmæður eru ekki á lausu og kostnaður við að nýta sér þeirra þjónustu er mun meiri en niðurgreidd leikskólagjöld sveitarfélaganna. Í raun er kostnaður við daggæslu barna upp að 18 mánaða aldri allt að 100 þús. krónur à mánuði. Nàmsmenn hafa forgang í suma leikskóla og fà plàss fyrir börn sín þar fyrr en aðrir. Það er vel þekkt að sumir hafa skráð sig i nàm bara til að fá pláss fyrir barnið í dagvist. Hvers vegna er ekki öll þessi þjónusta á sama verði og niðurgreidd fyrir öll börn? Börnin eru sett í hendur ókunnugra í átta tíma á dag og oftast gengur það vel en munum að á þessum árum geta þau ekki tjáð sig. Þetta eru árin sem engin man og þessi ár móta þau fyrir lífstíð. Ómálga börn hafa ekki talsmann eða rödd sem berst fyrir þeirra réttindum. Að sjálfsögðu ættu leikskólar að standa öllum börnum opnir þegar fæðingarorlofi lýkur og vera foreldrum gjaldfrjálsir. Starfsfólk sem sinnir okkar dýrmætasta fólki ætti að vera betur launað og þau störf eftirsóknarverð þannig að hægt væri að velja besta fólkið til starfa. Hver passaði þig og skipti á þér þegar þú varst á öðru árinu? Þurrkaði tárin, kyssti á kinn og leiddi þig næstu skref? Það er magnað að fá að eldast sem við gerum flest. Sum okkar fá sjúkdóma sem við völdum ekki en valda því að við þurfum aðstoð sem okkar nánasta fólk getur ekki veitt okkur. Eigum við þá að bíða á bráðadeild eftir plássi sem er ekki til og skapa fràflæðisvanda á sjúkrahúsum landsins sem þegar ràða illa við sín verkefni? Aldraðir einstaklingar og aðrir sem þurfa aðstoð eiga betra skilið. Við þessi ríka þjóð sem gefum hlut í bönkum til auðmenna ættum að bera þetta fólk sem byggði upp þetta þjóðfélag à höndum okkar. Veikindi og hrumleiki spyr ekki um stétt né stöðu. Allir vilja halda virðingu sinni og reisn sem lengst og geta verið heima eins lengi og hægt er. Því er það þyngra en tárum taki að horfa à fréttir sem eru áratuga gamlar um þjónustu við heldri borgara þessa lands og sú þjónusta hefur ekkert batnað nema síður sé. Íslendingum er að fjölga og við lifum nú lengur en áður og því þarf að hugsa öldrunarþjónustu út frá því og bjóða uppá fleiri lausnir í þjónustu við þennan hóp. Við þurfum að efla forvarnir og þannig fækka lífsstílstengdum sjúkdómum sem herja á eldri borgara. Það þarf að auka virkni þeirra og hlúa að vitrænni getu og andlegri heilsu ekki síður en líkamlegri. Auka heimaþjónustu, dagvist og að sjálfsögðu fjölga hjúkrunarrýmum strax. Aldraðir sem sumir vita ekki hvar þeir búa eða þekkja ekki fólkið sitt eru ekki þrýstihópur sem beina orðum sínum til stjórnvalda. Því vil ég, amma með umhyggju fyrir barnabarni og áhyggjur af efri árum mínum, skora á stjórnvöld að standa í lappirnar og laga þessi mál sem fyrst. Við getum svo miklu betur við upphaf og enda lífs bara ef við viljum. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það er magnað að fylgjast með nýju lífi koma í heiminn, ótrúleg sköpun sem á 9 mánuðum vex og dafnar í móðurkviði, fæðist og tekur sinn fyrsta andardrátt. Flest börn fá sem betur fer góða umönnun á fyrstu mánuðum lífs síns. Brjóstamjólk, ást og umhyggju og allir reyna að gera sitt besta við að sinna nýja fjölskyldumeðlimnum. Við Íslendingar erum lánsöm að báðir foreldrar geta nú tekið virkan þátt í því en fæðingarorlof er mikilvægt fyrir bæði foreldra og barn. En hvað tekur svo við? Óvissa og aftur óvissa. Dagmæður eru ekki á lausu og kostnaður við að nýta sér þeirra þjónustu er mun meiri en niðurgreidd leikskólagjöld sveitarfélaganna. Í raun er kostnaður við daggæslu barna upp að 18 mánaða aldri allt að 100 þús. krónur à mánuði. Nàmsmenn hafa forgang í suma leikskóla og fà plàss fyrir börn sín þar fyrr en aðrir. Það er vel þekkt að sumir hafa skráð sig i nàm bara til að fá pláss fyrir barnið í dagvist. Hvers vegna er ekki öll þessi þjónusta á sama verði og niðurgreidd fyrir öll börn? Börnin eru sett í hendur ókunnugra í átta tíma á dag og oftast gengur það vel en munum að á þessum árum geta þau ekki tjáð sig. Þetta eru árin sem engin man og þessi ár móta þau fyrir lífstíð. Ómálga börn hafa ekki talsmann eða rödd sem berst fyrir þeirra réttindum. Að sjálfsögðu ættu leikskólar að standa öllum börnum opnir þegar fæðingarorlofi lýkur og vera foreldrum gjaldfrjálsir. Starfsfólk sem sinnir okkar dýrmætasta fólki ætti að vera betur launað og þau störf eftirsóknarverð þannig að hægt væri að velja besta fólkið til starfa. Hver passaði þig og skipti á þér þegar þú varst á öðru árinu? Þurrkaði tárin, kyssti á kinn og leiddi þig næstu skref? Það er magnað að fá að eldast sem við gerum flest. Sum okkar fá sjúkdóma sem við völdum ekki en valda því að við þurfum aðstoð sem okkar nánasta fólk getur ekki veitt okkur. Eigum við þá að bíða á bráðadeild eftir plássi sem er ekki til og skapa fràflæðisvanda á sjúkrahúsum landsins sem þegar ràða illa við sín verkefni? Aldraðir einstaklingar og aðrir sem þurfa aðstoð eiga betra skilið. Við þessi ríka þjóð sem gefum hlut í bönkum til auðmenna ættum að bera þetta fólk sem byggði upp þetta þjóðfélag à höndum okkar. Veikindi og hrumleiki spyr ekki um stétt né stöðu. Allir vilja halda virðingu sinni og reisn sem lengst og geta verið heima eins lengi og hægt er. Því er það þyngra en tárum taki að horfa à fréttir sem eru áratuga gamlar um þjónustu við heldri borgara þessa lands og sú þjónusta hefur ekkert batnað nema síður sé. Íslendingum er að fjölga og við lifum nú lengur en áður og því þarf að hugsa öldrunarþjónustu út frá því og bjóða uppá fleiri lausnir í þjónustu við þennan hóp. Við þurfum að efla forvarnir og þannig fækka lífsstílstengdum sjúkdómum sem herja á eldri borgara. Það þarf að auka virkni þeirra og hlúa að vitrænni getu og andlegri heilsu ekki síður en líkamlegri. Auka heimaþjónustu, dagvist og að sjálfsögðu fjölga hjúkrunarrýmum strax. Aldraðir sem sumir vita ekki hvar þeir búa eða þekkja ekki fólkið sitt eru ekki þrýstihópur sem beina orðum sínum til stjórnvalda. Því vil ég, amma með umhyggju fyrir barnabarni og áhyggjur af efri árum mínum, skora á stjórnvöld að standa í lappirnar og laga þessi mál sem fyrst. Við getum svo miklu betur við upphaf og enda lífs bara ef við viljum. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar