Fjölskyldan kannaðist ekkert við manninn í kistunni Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 08:30 Sumar kistulagningar eru viðburðaríkari en aðrar. Vísir/Vilhelm Hefðbundin kistulagning tók nokkuð óvænta stefnu í Neskirkju á fimmtudag þegar í ljós kom að fjölskyldan kannaðist ekki við manninn í kistunni. Presturinn Örn Bárður Jónsson segist hafa upplifað margt á sínum fjörutíu árum í hempunni en þetta sé nýbreytni. Ekki hafi liðið á löngu þar til hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. „Ég hafði kynnst hinum látna fyrir kannski fimmtán árum og þegar ég tók líkblæjuna af þá fannst mér maðurinn svo breyttur að ég þekkti hann eiginlega ekki. Svo þegar fjölskyldan kom þá sáu þau auðvitað að það var ekki réttur maður í kistunni.“ Örn segir aðstandendur hafa tekið þessu með stökustu ró og hann snarlega sett sig í samband við útfararstjóra. Næst var kistan flutt upp í líkhúsið í Fossvogi og þeirri réttu komið fyrir í Neskirkju. Að lokum var fólki hleypt inn í kirkjuna og Örn kistulagði réttan mann um hálftíma á eftir áætlun. Örn Bárður Jónsson.Þjóðkirkjan Fór ekki í grafgötur með mistökin „Þetta var ekkert leyndarmál. Það voru eftir um hundrað manns í útförinni og ég sagði bara frá því sem hafði gerst í upphafi athafnarinnar,“ segir hann. Mikilvægt sé að fara ekki í grafgötur með það þegar eitthvað fari úrskeiðis. „Ég byrjaði bara á því að segja að það hafi gerst hér óvenjulegur hlutur, það hefði komið kista hingað ekki með réttum aðila og hún hafi verið send til baka. Nú væri kominn réttur aðili og það væri nú þannig í lífinu að það gerðust mistök.“ Því næst vísaði Örn í lögmál Murphys sem er á þá leið að allt sem geti farið illa muni einhvern tímann fara úrskeiðis. Útfararstjórar í öngum sínum „Þetta hefur gerst og við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er afar óþægileg upplifun fyrir syrgjendur og útfararstjórarnir voru alveg hreint í öngum sínum yfir þessu og afskaplega leiðir.“ Örn segir að útfararstjórarnir hafi hitt aðstandendur mannsins eftir atvikið og unnið vel úr því í sátt við fjölskylduna. „Þetta er bara afskaplega elskulegt fólk og tók þessu af miklu æðruleysi. Hinn látni var nú skemmtilegur maður og uppátækjasamur, glettinn og gamansamur,“ bætir hann við. Í ljósi þess hafi Örn tjáð kirkjugestum að margir gætu eflaust ímyndað sér að maðurinn hafi með þessu viljað stríða fólkinu sínu í allra síðasta sinn. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í líkhúsinu í Fossvogi.Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Líkist helst atriði úr gamansamri bíómynd Sjálfur segist Örn ekki þekkja nákvæmlega hvað átti sér stað en þyki líklegt að tvö lík hafi verið í líkhúsinu með sama fornafni. Útfararstofan hafi mætt fjölskyldunni með miklum skilningi og unnið vel úr málinu. „Það fer enginn frá þessu með einhverjum bitrum huga en þó með einhverja sérkennilega minningu um að mæta í kistulagningu föður síns og hann var ekki þar,“ segir Örn. Hann hafi jú sagt fjölskyldunni að þetta væri sennilega gott efni í kvikmyndahandrit. Trúmál Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Presturinn Örn Bárður Jónsson segist hafa upplifað margt á sínum fjörutíu árum í hempunni en þetta sé nýbreytni. Ekki hafi liðið á löngu þar til hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. „Ég hafði kynnst hinum látna fyrir kannski fimmtán árum og þegar ég tók líkblæjuna af þá fannst mér maðurinn svo breyttur að ég þekkti hann eiginlega ekki. Svo þegar fjölskyldan kom þá sáu þau auðvitað að það var ekki réttur maður í kistunni.“ Örn segir aðstandendur hafa tekið þessu með stökustu ró og hann snarlega sett sig í samband við útfararstjóra. Næst var kistan flutt upp í líkhúsið í Fossvogi og þeirri réttu komið fyrir í Neskirkju. Að lokum var fólki hleypt inn í kirkjuna og Örn kistulagði réttan mann um hálftíma á eftir áætlun. Örn Bárður Jónsson.Þjóðkirkjan Fór ekki í grafgötur með mistökin „Þetta var ekkert leyndarmál. Það voru eftir um hundrað manns í útförinni og ég sagði bara frá því sem hafði gerst í upphafi athafnarinnar,“ segir hann. Mikilvægt sé að fara ekki í grafgötur með það þegar eitthvað fari úrskeiðis. „Ég byrjaði bara á því að segja að það hafi gerst hér óvenjulegur hlutur, það hefði komið kista hingað ekki með réttum aðila og hún hafi verið send til baka. Nú væri kominn réttur aðili og það væri nú þannig í lífinu að það gerðust mistök.“ Því næst vísaði Örn í lögmál Murphys sem er á þá leið að allt sem geti farið illa muni einhvern tímann fara úrskeiðis. Útfararstjórar í öngum sínum „Þetta hefur gerst og við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er afar óþægileg upplifun fyrir syrgjendur og útfararstjórarnir voru alveg hreint í öngum sínum yfir þessu og afskaplega leiðir.“ Örn segir að útfararstjórarnir hafi hitt aðstandendur mannsins eftir atvikið og unnið vel úr því í sátt við fjölskylduna. „Þetta er bara afskaplega elskulegt fólk og tók þessu af miklu æðruleysi. Hinn látni var nú skemmtilegur maður og uppátækjasamur, glettinn og gamansamur,“ bætir hann við. Í ljósi þess hafi Örn tjáð kirkjugestum að margir gætu eflaust ímyndað sér að maðurinn hafi með þessu viljað stríða fólkinu sínu í allra síðasta sinn. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í líkhúsinu í Fossvogi.Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Líkist helst atriði úr gamansamri bíómynd Sjálfur segist Örn ekki þekkja nákvæmlega hvað átti sér stað en þyki líklegt að tvö lík hafi verið í líkhúsinu með sama fornafni. Útfararstofan hafi mætt fjölskyldunni með miklum skilningi og unnið vel úr málinu. „Það fer enginn frá þessu með einhverjum bitrum huga en þó með einhverja sérkennilega minningu um að mæta í kistulagningu föður síns og hann var ekki þar,“ segir Örn. Hann hafi jú sagt fjölskyldunni að þetta væri sennilega gott efni í kvikmyndahandrit.
Trúmál Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira