Við verðum að tala um kynjajafnrétti í Fjarðabyggð Birta Sæmundsdóttir skrifar 30. apríl 2022 20:01 Jafnrétti er mér ofarlega í huga öllum stundum. Oft er talað um Ísland sem jafnréttisparadís og við trónum m.a. á toppi Global Gender Gap (GGG) vísisins yfir þau lönd þar sem mesta kynjajafnréttið ríkir í heiminum - en þar er þó aðeins hálf sagan sögð. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt sé að mæla jafnrétti og þó að Ísland sitji í efsta sæti GGG erum við t.a.m. í 9. sæti hjá Gender Inequality Index (GII), því aðferðafræðin á bakvið mælingarnar er ekki sú sama. Þar að auki hafa mælingar sem þessar verið gagnrýndar fyrir að sýna of einfalda mynd af jafnrétti, en venjulega er ekki litið til lagalegra réttinda, samfélagslegra viðmiða eða menningarlegra hefða. Hér á Íslandi erum við vissulega nær jafnrétti heldur en mörg önnur lönd, en það er varla mælikvarði sem við viljum una okkur við. Ef við lítum okkur nær hvað kynjajafnréttið varðar eru karlar fleiri en konur í öllum kjörnum Fjarðabyggðar og laun kvenna almennt töluvert lægri en laun karla. Í raun er staðan einna verst á Austurlandi þegar kemur að búferlaflutningum kvenna til höfuðborgarsvæðisins, en konur flytjast frekar á brott og eru ólíklegri til að snúa aftur. Þetta má m.a. skýra með færri valkostum á vinnumarkaði, þar sem aðaláherslan í Fjarðabyggð er á hefðbundnar karlagreinar, sem og hærri launakjörum á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þetta virkilega? Í gagnkynja samböndum er konan mun líklegri til þess að vinna starf sem hentar með uppeldi barnanna því karlmaðurinn ver oftar lengri tíma frá heimilinu og getur þ.a.l. ekki náð í börnin í dagvistun. Konur eru því almennt líklegri til þess að vinna hlutastörf sem leiðir til þess að þær eiga minni möguleika á starfsþróun og eru jafnvel háðar mökum sínum um tekjur. Þær vinna að auki bróðurpartinn af húsverkunum og þriðja vaktin, líka þekkt sem hugræn byrði, sem er nokkurs konar yfirumsjón alls sem fer fram á heimilinu, þ.m.t. umönnun barna og eldri eða veikra ættingja, fellur að langstærstu leyti á herðar kvenna. Þetta þýðir að konur vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu sem er ekki metin til að verðleikum, en áætlanir hafa sýnt að ólaunuð umönnunarvinna gæti talið allt að 50% af þjóðarframleiðslu tekjuhárra landa. Þar sem þessi mikla og mikilvæga vinna sem konur sinna mun oftar er ólaunuð borga konur óhjákvæmilega minna í lífeyrissjóði sem skilar sér svo í mun lægri ellilífeyri seinna á lífsleiðinni, en tölur gefa til kynna að ellilífeyrir kvenna sé oft allt að 50% minni en ellilífeyrir karla. Í dag þýðir þetta aukin hætta fyrir konur á eftirlaunaaldri að lenda undir fátæktarmörkum. Það væri auðvelt að skrifa þetta ójafnvægi kynjanna á persónulegt val hvers og eins - og það er í raun gert í hvert skipti sem bryddað er upp á þessu málefni - en hafa þarf í huga að val hvers og eins mótast af væntingum og mótun samfélagsins. Það er auðvelt að stinga upp á því að konur skelli sér á sjóinn til þess að fá jafnhá laun og karlmenn en annað fyrir þær konur að horfast í augu við samfélagið sem ætlast til þess að þær séu heima með börnunum í stað þess að vera frá heimilinu til lengri tíma. Það sem þarf að eiga sér stað er samfélagsleg breyting þar sem við metum hefðbundin kvennastörf að verðleikum og þar sem hefðbundin karlastörf, sem geta boðið upp á það, verði fjölskylduvænni. Kynjafræði, þar sem hefðbundnum staðalímyndum um kynin er ögrað, þarf að byrja strax í leikskóla og halda áfram á öllum skólastigum. Nemendur á seinni stigum grunnskóla og í framhaldsskóla þurfa að fá hlutlausa kynningu á mögulegum námsleiðum og starfsvali þar sem reynt er að brjóta upp ójöfn kynjahlutföll sem sækja í iðngreinar. Að lokum myndi ég vilja sjá aukna fræðslu fyrir almenning, bæði um þriðju vaktina svokölluðu og álagið sem fylgir því að sinna henni ofan á launuðu vinnuna. Valdeflandi fræðsla fyrir fólk af öllum kynjum er nauðsynleg til að berjast gegn því ósamræmi í samfélaginu sem stendur jafnrétti fyrir þrifum. Það eitt og sér er ekki nóg til þess að koma á kynjajafnrétti, en allt telur. Höfundur situr í 4. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð og stundar nám við menntun framhaldsskólakennara með áherslu á kyn og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Jafnréttismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Jafnrétti er mér ofarlega í huga öllum stundum. Oft er talað um Ísland sem jafnréttisparadís og við trónum m.a. á toppi Global Gender Gap (GGG) vísisins yfir þau lönd þar sem mesta kynjajafnréttið ríkir í heiminum - en þar er þó aðeins hálf sagan sögð. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt sé að mæla jafnrétti og þó að Ísland sitji í efsta sæti GGG erum við t.a.m. í 9. sæti hjá Gender Inequality Index (GII), því aðferðafræðin á bakvið mælingarnar er ekki sú sama. Þar að auki hafa mælingar sem þessar verið gagnrýndar fyrir að sýna of einfalda mynd af jafnrétti, en venjulega er ekki litið til lagalegra réttinda, samfélagslegra viðmiða eða menningarlegra hefða. Hér á Íslandi erum við vissulega nær jafnrétti heldur en mörg önnur lönd, en það er varla mælikvarði sem við viljum una okkur við. Ef við lítum okkur nær hvað kynjajafnréttið varðar eru karlar fleiri en konur í öllum kjörnum Fjarðabyggðar og laun kvenna almennt töluvert lægri en laun karla. Í raun er staðan einna verst á Austurlandi þegar kemur að búferlaflutningum kvenna til höfuðborgarsvæðisins, en konur flytjast frekar á brott og eru ólíklegri til að snúa aftur. Þetta má m.a. skýra með færri valkostum á vinnumarkaði, þar sem aðaláherslan í Fjarðabyggð er á hefðbundnar karlagreinar, sem og hærri launakjörum á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þetta virkilega? Í gagnkynja samböndum er konan mun líklegri til þess að vinna starf sem hentar með uppeldi barnanna því karlmaðurinn ver oftar lengri tíma frá heimilinu og getur þ.a.l. ekki náð í börnin í dagvistun. Konur eru því almennt líklegri til þess að vinna hlutastörf sem leiðir til þess að þær eiga minni möguleika á starfsþróun og eru jafnvel háðar mökum sínum um tekjur. Þær vinna að auki bróðurpartinn af húsverkunum og þriðja vaktin, líka þekkt sem hugræn byrði, sem er nokkurs konar yfirumsjón alls sem fer fram á heimilinu, þ.m.t. umönnun barna og eldri eða veikra ættingja, fellur að langstærstu leyti á herðar kvenna. Þetta þýðir að konur vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu sem er ekki metin til að verðleikum, en áætlanir hafa sýnt að ólaunuð umönnunarvinna gæti talið allt að 50% af þjóðarframleiðslu tekjuhárra landa. Þar sem þessi mikla og mikilvæga vinna sem konur sinna mun oftar er ólaunuð borga konur óhjákvæmilega minna í lífeyrissjóði sem skilar sér svo í mun lægri ellilífeyri seinna á lífsleiðinni, en tölur gefa til kynna að ellilífeyrir kvenna sé oft allt að 50% minni en ellilífeyrir karla. Í dag þýðir þetta aukin hætta fyrir konur á eftirlaunaaldri að lenda undir fátæktarmörkum. Það væri auðvelt að skrifa þetta ójafnvægi kynjanna á persónulegt val hvers og eins - og það er í raun gert í hvert skipti sem bryddað er upp á þessu málefni - en hafa þarf í huga að val hvers og eins mótast af væntingum og mótun samfélagsins. Það er auðvelt að stinga upp á því að konur skelli sér á sjóinn til þess að fá jafnhá laun og karlmenn en annað fyrir þær konur að horfast í augu við samfélagið sem ætlast til þess að þær séu heima með börnunum í stað þess að vera frá heimilinu til lengri tíma. Það sem þarf að eiga sér stað er samfélagsleg breyting þar sem við metum hefðbundin kvennastörf að verðleikum og þar sem hefðbundin karlastörf, sem geta boðið upp á það, verði fjölskylduvænni. Kynjafræði, þar sem hefðbundnum staðalímyndum um kynin er ögrað, þarf að byrja strax í leikskóla og halda áfram á öllum skólastigum. Nemendur á seinni stigum grunnskóla og í framhaldsskóla þurfa að fá hlutlausa kynningu á mögulegum námsleiðum og starfsvali þar sem reynt er að brjóta upp ójöfn kynjahlutföll sem sækja í iðngreinar. Að lokum myndi ég vilja sjá aukna fræðslu fyrir almenning, bæði um þriðju vaktina svokölluðu og álagið sem fylgir því að sinna henni ofan á launuðu vinnuna. Valdeflandi fræðsla fyrir fólk af öllum kynjum er nauðsynleg til að berjast gegn því ósamræmi í samfélaginu sem stendur jafnrétti fyrir þrifum. Það eitt og sér er ekki nóg til þess að koma á kynjajafnrétti, en allt telur. Höfundur situr í 4. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð og stundar nám við menntun framhaldsskólakennara með áherslu á kyn og jafnrétti.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun