„Þetta er bara líflátshótun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. apríl 2022 20:00 Vísir Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. Kristjana Þórarinsdóttir sá hausinn fyrst í morgun eftir að hafa komið dóttur sinni í skólann. Hún hafði þá fengið ábendingu frá vinnumanni í nágrenninu um að það væri hestahaus á staur á túninu hjá þeim. Þegar hún kom að höfðinu sá hún að það væri umvafið svörtu klæði og að miði væri í munni hrossins en þá hringdi hún á lögregluna. „Þau komu og tóku miðann úr og sögðu mér hvað stóð á honum. Ég man reyndar ekkert hvað stóð á honum, þetta var samt á íslensku og var einhvers konar ljóð eða bölvun eða eitthvað. Mér fannst þetta bara vera samhengislaust og skildi ekkert hvað þetta þýddi,“ segir Kristjana. Lögregla er nú með málið til rannsóknar og fjarlægði Matvælastofnun hausinn en ekki liggur fyrir hvaðan hann kom. Kristjana segist hafa fengið ábendingu að um ungt hross hafi verið að ræða og því ætti að vera hægt að komast að því hvaðan hann kom. „Fólk hlýtur að komast að því bara hvaðan þetta hross er, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að finna haus af hesti,“ segir hún. Hafa átt í deilum við nágranna sína Í ljósi skilaboðanna og því hvernig hausnum var stillt upp telur hún líklegast að nágrannar þeirra, fólk frá Sólsetrinu, hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur milli fjölskyldunnar og fólksins frá Sólsetrinu í fjölmiðlum og kemur þetta atvik í kjölfar þeirrar umfjöllunar. „Þetta er bara búið að vera langt og erfitt ferli. Ég er í algjöru sjokki og flúði að heiman og treysti mér ekki til að vera heima hjá mér,“ segir Kristjana. Mun ekki snúa aftur heim strax Kristjana telur ljóst að einhver sem þekkir til þeirra hafi skipulagt verknaðinn þar sem eiginmaður Kristjönu er formaður Landssambands hestamanna. „Ég hugsaði bara strax að þetta væri hótun, þetta er bara líflátshótun, þegar þú ferð aftur bara á tíma víkinganna þá er þetta notað, það er bara þannig og það er ekkert hægt að líta neitt fram hjá því,“ segir hún. Kristjana efast um að forsvarsmaður Sólsetursins hafi verið að baki en bendir á að það séu margir aðrir í hópnum sem þau þekkja ekkert til og gætu hafa gert þetta. Engin leið sé þó fyrir hana að fullyrða hverjir voru að verki. „Ég gæti ekki svarað því hvaðan þetta kemur, ég bara veit það ekki. Ég veit bara að þetta er hótun, þetta er ógeðslega óþægilegt og ógeðslegt, og ég þori ekki að vera heima hjá mér. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort hún sjái sér fært að snúa aftur heim strax segir hún svo ekki vera. „Ég fer ekki heim fyrr en eftir helgi, það er alveg á hreinu.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Kristjana Þórarinsdóttir sá hausinn fyrst í morgun eftir að hafa komið dóttur sinni í skólann. Hún hafði þá fengið ábendingu frá vinnumanni í nágrenninu um að það væri hestahaus á staur á túninu hjá þeim. Þegar hún kom að höfðinu sá hún að það væri umvafið svörtu klæði og að miði væri í munni hrossins en þá hringdi hún á lögregluna. „Þau komu og tóku miðann úr og sögðu mér hvað stóð á honum. Ég man reyndar ekkert hvað stóð á honum, þetta var samt á íslensku og var einhvers konar ljóð eða bölvun eða eitthvað. Mér fannst þetta bara vera samhengislaust og skildi ekkert hvað þetta þýddi,“ segir Kristjana. Lögregla er nú með málið til rannsóknar og fjarlægði Matvælastofnun hausinn en ekki liggur fyrir hvaðan hann kom. Kristjana segist hafa fengið ábendingu að um ungt hross hafi verið að ræða og því ætti að vera hægt að komast að því hvaðan hann kom. „Fólk hlýtur að komast að því bara hvaðan þetta hross er, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að finna haus af hesti,“ segir hún. Hafa átt í deilum við nágranna sína Í ljósi skilaboðanna og því hvernig hausnum var stillt upp telur hún líklegast að nágrannar þeirra, fólk frá Sólsetrinu, hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur milli fjölskyldunnar og fólksins frá Sólsetrinu í fjölmiðlum og kemur þetta atvik í kjölfar þeirrar umfjöllunar. „Þetta er bara búið að vera langt og erfitt ferli. Ég er í algjöru sjokki og flúði að heiman og treysti mér ekki til að vera heima hjá mér,“ segir Kristjana. Mun ekki snúa aftur heim strax Kristjana telur ljóst að einhver sem þekkir til þeirra hafi skipulagt verknaðinn þar sem eiginmaður Kristjönu er formaður Landssambands hestamanna. „Ég hugsaði bara strax að þetta væri hótun, þetta er bara líflátshótun, þegar þú ferð aftur bara á tíma víkinganna þá er þetta notað, það er bara þannig og það er ekkert hægt að líta neitt fram hjá því,“ segir hún. Kristjana efast um að forsvarsmaður Sólsetursins hafi verið að baki en bendir á að það séu margir aðrir í hópnum sem þau þekkja ekkert til og gætu hafa gert þetta. Engin leið sé þó fyrir hana að fullyrða hverjir voru að verki. „Ég gæti ekki svarað því hvaðan þetta kemur, ég bara veit það ekki. Ég veit bara að þetta er hótun, þetta er ógeðslega óþægilegt og ógeðslegt, og ég þori ekki að vera heima hjá mér. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort hún sjái sér fært að snúa aftur heim strax segir hún svo ekki vera. „Ég fer ekki heim fyrr en eftir helgi, það er alveg á hreinu.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42