Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2022 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins vísir/VIlhelm Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigurð Inga á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hann teldi ummæli sín á Búnaðarþingi, þar sem hann vísaði til framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem hinnar svörtu, falla undir skilgreiningu laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Hún vísaði til þess að áreitni og hvers kyns mismunun sem tengist kynþætti ætti að falla þar undir. Segja má að svör ráðherrans hafi verið talin nokkuð loðin. „Ég hef beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni hefur verið meðtekin. Við vorum sammála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína og hafa verið borinn þungum sökum af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna og fjölmiðla - sem hann velti upp hvort tengdust raunverulega ummælunum sem slíkum. „Eða er það bara vegna þess að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð og Framsóknarflokkurinn er farinn að taka fylgi af öðrum flokkum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Skýringar ráðherrans hafa lagst illa í þingheim og fór Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, fram á sérstaka umræðu um fundarstjórn forseta vegna svarleysis. „Það er ekki boðlegt að formaður Framsóknarflokksins, hæstvirtur innviðaráðherra, komi hingað upp og segi að honum hafi liðið illa. Um það snýst verkefnið ekki. Við þurfum að ræða hér, sem Alþingi Íslendinga, um hversdagslegan rasisma. Hvernig við bregðumst við og hvernig þessi vinnustaður ætlar að axla þá pólitísku ábyrgð sína að sjá til þess að hver einasti Íslendingur sé velkominn í þessu landi,“ sagði Þórunn. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu hver á fætur öðrum upp í pontu vegna málsins. „Þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra fær tækifæri til þess að enduróma afsökunarbeiðni sína til þessa risastóra hóps úr þessum ræðustól Alþingis, þá talar hann um sveitarstjórnarkosningarnar. Þá talar hann um það að þeir sem gagnrýndu orð hans, kölluðu eftir pólitískri ábyrgð, kölluðu eftir virðingu gagnvart fólki sem er af öðrum uppruna, segir hann að við höfum verið að reyna að klekkja á Einari Þorsteinssyni í Reykjavík,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Alþingi Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigurð Inga á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hann teldi ummæli sín á Búnaðarþingi, þar sem hann vísaði til framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem hinnar svörtu, falla undir skilgreiningu laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Hún vísaði til þess að áreitni og hvers kyns mismunun sem tengist kynþætti ætti að falla þar undir. Segja má að svör ráðherrans hafi verið talin nokkuð loðin. „Ég hef beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni hefur verið meðtekin. Við vorum sammála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína og hafa verið borinn þungum sökum af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna og fjölmiðla - sem hann velti upp hvort tengdust raunverulega ummælunum sem slíkum. „Eða er það bara vegna þess að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð og Framsóknarflokkurinn er farinn að taka fylgi af öðrum flokkum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Skýringar ráðherrans hafa lagst illa í þingheim og fór Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, fram á sérstaka umræðu um fundarstjórn forseta vegna svarleysis. „Það er ekki boðlegt að formaður Framsóknarflokksins, hæstvirtur innviðaráðherra, komi hingað upp og segi að honum hafi liðið illa. Um það snýst verkefnið ekki. Við þurfum að ræða hér, sem Alþingi Íslendinga, um hversdagslegan rasisma. Hvernig við bregðumst við og hvernig þessi vinnustaður ætlar að axla þá pólitísku ábyrgð sína að sjá til þess að hver einasti Íslendingur sé velkominn í þessu landi,“ sagði Þórunn. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu hver á fætur öðrum upp í pontu vegna málsins. „Þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra fær tækifæri til þess að enduróma afsökunarbeiðni sína til þessa risastóra hóps úr þessum ræðustól Alþingis, þá talar hann um sveitarstjórnarkosningarnar. Þá talar hann um það að þeir sem gagnrýndu orð hans, kölluðu eftir pólitískri ábyrgð, kölluðu eftir virðingu gagnvart fólki sem er af öðrum uppruna, segir hann að við höfum verið að reyna að klekkja á Einari Þorsteinssyni í Reykjavík,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Alþingi Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira