Skoðuðu fjórtán ábendingar sem sneru að formanni BHM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2022 11:01 Friðrik Jónsson tók við sem formaður BHM í maí í fyrra. Fjórtán ábendingar bárust til BHM vegna starfa hans í vetur. Ráðgjafafyrirtæki töldu að lokinni skoðun ekki tilefni til viðbragða. Aðsend Tvö ráðgjafafyrirtæki tóku til skoðunar fjórtán óformlegar ábendingar í vetur varðandi Friðrik Jónsson, formann BHM. Fyrirtækin töldu ekki tilefni til aðgerða vegna tilkynninganna. Kjarninn greindi frá málinu í morgun. Þar segir að í kjölfar vinnustaðaúttektar ráðgjafafyrirtækisins Auðnast árið 2017 hafi starfsmenn haft aðgang að forvarnar- og viðbragðsáætlun, EKKO, þar sem hægt sé að senda ábendingar varðandi það sem gerist á vinnustaðnum. Kjarninn segir dæmi um að ábendingarnar hafi snúið að ummælum Friðriks sem tilkynnandi hafi talið niðrandi um konur. Þórhildur Þorkelsdóttir, upplýsingafulltrúi BHM, segir í skriflegu svari til fréttastofu að BHM hafi strax gripið til ráðstafana vegna ábendinganna og formannaráð BHM tekið málið í sínar hendur. Friðrik formaður hafi verið haldið utan við vinnslu málsins. „Við nánari könnun fulltrúa Auðnast á vilja þeirra sem komið höfðu fram með ábendingar, og eftir samtöl við málsaðila, var mat Auðnast að málin væru þess eðlis að ekki væri líklegt að þau færu í formlegt ferli. Enn fremur var óháður þriðji aðili fenginn til að fara yfir málið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að ekki var talið tilefni til aðgerða. Málinu lauk því í vor,“ segir Þórhildur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var óháði aðilinn ráðgjafafyrirtækið Attentus sem komið hefur að fjölda mála sem snúa að menningu á vinnustöðum landsins. „Enginn þessara óformlegu ábendinga leiddu þannig til formlegs EKKO máls. Þrátt fyrir það þótti formannaráði BHM eðlilegt viðbragð að kanna vinnustaðarmenninguna á breiðum grunni. Því var ákveðið að óháður aðili framkvæmi almenna úttekt á vinnustaðamenningu innan BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Sú vinna er yfirstandandi,“ segir í svari Þórhildar. Friðrik tók við sem formaður BHM í maí í fyrra. Stéttarfélög Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Kjarninn greindi frá málinu í morgun. Þar segir að í kjölfar vinnustaðaúttektar ráðgjafafyrirtækisins Auðnast árið 2017 hafi starfsmenn haft aðgang að forvarnar- og viðbragðsáætlun, EKKO, þar sem hægt sé að senda ábendingar varðandi það sem gerist á vinnustaðnum. Kjarninn segir dæmi um að ábendingarnar hafi snúið að ummælum Friðriks sem tilkynnandi hafi talið niðrandi um konur. Þórhildur Þorkelsdóttir, upplýsingafulltrúi BHM, segir í skriflegu svari til fréttastofu að BHM hafi strax gripið til ráðstafana vegna ábendinganna og formannaráð BHM tekið málið í sínar hendur. Friðrik formaður hafi verið haldið utan við vinnslu málsins. „Við nánari könnun fulltrúa Auðnast á vilja þeirra sem komið höfðu fram með ábendingar, og eftir samtöl við málsaðila, var mat Auðnast að málin væru þess eðlis að ekki væri líklegt að þau færu í formlegt ferli. Enn fremur var óháður þriðji aðili fenginn til að fara yfir málið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að ekki var talið tilefni til aðgerða. Málinu lauk því í vor,“ segir Þórhildur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var óháði aðilinn ráðgjafafyrirtækið Attentus sem komið hefur að fjölda mála sem snúa að menningu á vinnustöðum landsins. „Enginn þessara óformlegu ábendinga leiddu þannig til formlegs EKKO máls. Þrátt fyrir það þótti formannaráði BHM eðlilegt viðbragð að kanna vinnustaðarmenninguna á breiðum grunni. Því var ákveðið að óháður aðili framkvæmi almenna úttekt á vinnustaðamenningu innan BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Sú vinna er yfirstandandi,“ segir í svari Þórhildar. Friðrik tók við sem formaður BHM í maí í fyrra.
Stéttarfélög Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira