Handbolti

FH-ingar klúðruðu tveimur sóknum sem hefðu fært þeim sigur: Sjáðu lokakaflann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar fengu tvö tækifæri til að tryggja sér sigurinn en tókst ekki.
FH-ingar fengu tvö tækifæri til að tryggja sér sigurinn en tókst ekki. Vísir/Hulda Margrét

Oddaleikur FH og Selfoss í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta bauð upp á mikla spennu og mikla dramatík.

Selfoss vann leikinn á endanum 38-33 en ekki þó fyrr en eftir tvær framlengingar. Selfoss mætir því Val í undanúrslitum úrslitakeppninnar en FH er komið í sumarfrí.

FH-ingar áttu samt tvisvar sinnum lokasóknina sem hefði getað fært þeim sigurinn. Ásjbörn Friðriksson átti þrumuskot í stöng í lok venjulegs leiktíma og tíminn rann frá FH-liðinu í fyrstu framlengingunni.

Selfyssingar sluppu með skrekkinn þökk sé góðum varnarleik og voru síðan miklu sterkari á svellinum í seinni framlengingunni.

Hér fyrir neðan má sjá lokasóknirnar í venjulegum leiktíma, í fyrstu framlengingu og í annarri framlengingu.

Klippa: Lokamínúturnar í tvíframlengdum oddaleik FH og Selfoss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×