Vaktin: Kallar Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 29. apríl 2022 15:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í kvöld og kallaði Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista. AP/Forsetaembætti Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir árásina í gær endurspegla viðhorf Rússa til alþjóðasamfélagsins. Hún kalli á hörð viðbrögð. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmaði á blaðamannafundi í gær að öryggisráði SÞ hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stóð til að koma í veg fyrir og binda enda á átökin í Úkraínu. Þetta séu vonbrigði og afar ergilegt. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa fara hægt í sókn sinni í Donbas og segir þann árangur sem þeir hafi náð hafa haft umtalsverðan fórnarkostnað í för með sér vegna harðrar mótspyrnu Úkraínumanna. Breska leyniþjónustan segir Rússa gjalda fyrir hvern kílómeter sem þeir nái á sitt vald í Donbas. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í marga mánuði eða ár. Bandalagið sé reiðubúið til að styðja við Úkraínumenn til lengri tíma og endurnýja vopnabúr þeirra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú hvort flugskeyti var skotið beint yfir kjarnorkuver nærri borginni Yuzhnoukrainsk hinn 16. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir málið afar alvarlegt ef rétt reynist. Eftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Úkraínu verður hætt eftir að Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að það yrði framlengt. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eftir mistök Nató við að hleypa Úkraínu ekki inn í bandalagið eigi Úkraínumenn það inni að aðildarríkin skoði með hvaða hætti þau geta tryggt öryggi landsins til framtíðar. Rússar hafa viðurkennt að þeir hafi framið eldflaugaárás á Kænugarð í gær, á sama tíma og António Guterres var staddur í borginni. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússands segir í samtali við rússnesku fréttaveituna Interfax að markmiðið hafi verið að granda verksmiðju, sem Rússar segja framleiða eldflaugar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir árásina í gær endurspegla viðhorf Rússa til alþjóðasamfélagsins. Hún kalli á hörð viðbrögð. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmaði á blaðamannafundi í gær að öryggisráði SÞ hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stóð til að koma í veg fyrir og binda enda á átökin í Úkraínu. Þetta séu vonbrigði og afar ergilegt. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa fara hægt í sókn sinni í Donbas og segir þann árangur sem þeir hafi náð hafa haft umtalsverðan fórnarkostnað í för með sér vegna harðrar mótspyrnu Úkraínumanna. Breska leyniþjónustan segir Rússa gjalda fyrir hvern kílómeter sem þeir nái á sitt vald í Donbas. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í marga mánuði eða ár. Bandalagið sé reiðubúið til að styðja við Úkraínumenn til lengri tíma og endurnýja vopnabúr þeirra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú hvort flugskeyti var skotið beint yfir kjarnorkuver nærri borginni Yuzhnoukrainsk hinn 16. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir málið afar alvarlegt ef rétt reynist. Eftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Úkraínu verður hætt eftir að Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að það yrði framlengt. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eftir mistök Nató við að hleypa Úkraínu ekki inn í bandalagið eigi Úkraínumenn það inni að aðildarríkin skoði með hvaða hætti þau geta tryggt öryggi landsins til framtíðar. Rússar hafa viðurkennt að þeir hafi framið eldflaugaárás á Kænugarð í gær, á sama tíma og António Guterres var staddur í borginni. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússands segir í samtali við rússnesku fréttaveituna Interfax að markmiðið hafi verið að granda verksmiðju, sem Rússar segja framleiða eldflaugar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira