Vill borgarstjóri selja Félagsbústaði? Sandra Hlíf Ocares skrifar 28. apríl 2022 16:30 Borgarstjóri stærði sig að því á dögunum að Reykjavíkurborg hefði skilað 23 milljarða hagnaði á á síðasta ári. Þegar nánar er að gáð er staðan hins vegar allt önnur. Grunnrekstur borgarinnar er rekinn með 4 milljarða króna tapi, og borgarsjóður því ósjálfbær. Með öðrum orðum - innheimtar skatttekjur duga ekki til að reka grunnþjónustuna. Rekstri Reykjavíkurborgar er skipt í tvennt: a) A-hluta - sem er grunnrekstur borgarinnar, þ.e.a.s innheimtar skatttekjur á tekjuhliðinni, og þjónusta til borgarbúa á útgjaldahliðinni, og b) B-hluta – dótturfélög borgarinnar, þar sem Orkuveitan og Félagsbústaðir vega langþyngst. Þessi “hagnaður” sem borgarstjóri vísar til er að langmestu til kominn vegna breytinga á virðismati fasteigna í eigu Félagsbústaða. Virðismatshækkun þessara fasteigna nam tæpum 21 milljarði á síðasta ári. Hækkanir á verðmati eru að miklu leyti háðar mati stjórnenda viðkomandi fyrirtækis. Það er því engin tilviljun að hækkun í nýbirtu uppgjöri – sem birt er á kosningavori – er meiri en sú sem borgarstjóra þótti óhætt að taka inn í reikninginn síðustu fjögur árin á undan samanlagt. Nú skulum við horfa framhjá því að líkur eru til þess að Eftirlisstofnun EFTA taki endanlega fyrir uppgjörsaðferð borgarstjóra á Félagsbústöðum með tugmilljarða tjóni fyrir borgarsjóð. Hvað sem því líður er staðreyndin er þó sú að meintur “hagnaður” borgarstjóra byggist einvörðungu á lofti og fjárhagslegum loftfimleikum. Þetta eru ekki raunverulegir fjármunir sem nýtast til rekstrar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið félag sem heldur utan um félagslegt húsnæði í eigu borgarinnar. Þessi 21 milljarður verður því aldrei að rekstrarfé fyrir borgarsjóð, og verður sannarlega ekki nýttur í þágu borgarbúa. Ekki nema að Borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði? Höfundur er í 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra Hlíf Ocares Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjóri stærði sig að því á dögunum að Reykjavíkurborg hefði skilað 23 milljarða hagnaði á á síðasta ári. Þegar nánar er að gáð er staðan hins vegar allt önnur. Grunnrekstur borgarinnar er rekinn með 4 milljarða króna tapi, og borgarsjóður því ósjálfbær. Með öðrum orðum - innheimtar skatttekjur duga ekki til að reka grunnþjónustuna. Rekstri Reykjavíkurborgar er skipt í tvennt: a) A-hluta - sem er grunnrekstur borgarinnar, þ.e.a.s innheimtar skatttekjur á tekjuhliðinni, og þjónusta til borgarbúa á útgjaldahliðinni, og b) B-hluta – dótturfélög borgarinnar, þar sem Orkuveitan og Félagsbústaðir vega langþyngst. Þessi “hagnaður” sem borgarstjóri vísar til er að langmestu til kominn vegna breytinga á virðismati fasteigna í eigu Félagsbústaða. Virðismatshækkun þessara fasteigna nam tæpum 21 milljarði á síðasta ári. Hækkanir á verðmati eru að miklu leyti háðar mati stjórnenda viðkomandi fyrirtækis. Það er því engin tilviljun að hækkun í nýbirtu uppgjöri – sem birt er á kosningavori – er meiri en sú sem borgarstjóra þótti óhætt að taka inn í reikninginn síðustu fjögur árin á undan samanlagt. Nú skulum við horfa framhjá því að líkur eru til þess að Eftirlisstofnun EFTA taki endanlega fyrir uppgjörsaðferð borgarstjóra á Félagsbústöðum með tugmilljarða tjóni fyrir borgarsjóð. Hvað sem því líður er staðreyndin er þó sú að meintur “hagnaður” borgarstjóra byggist einvörðungu á lofti og fjárhagslegum loftfimleikum. Þetta eru ekki raunverulegir fjármunir sem nýtast til rekstrar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið félag sem heldur utan um félagslegt húsnæði í eigu borgarinnar. Þessi 21 milljarður verður því aldrei að rekstrarfé fyrir borgarsjóð, og verður sannarlega ekki nýttur í þágu borgarbúa. Ekki nema að Borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði? Höfundur er í 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun