Kex fyrir alla! Elías Tjörvi Halldórsson skrifar 28. apríl 2022 13:00 Kex framboð býður fram í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu.Ég hafði reyndar hugsað um það að taka þátt seinna, þegar ég væri orðinn nógu gamall, þá orðinn nógu klár og reynslumikill. Mér fannst ég hreinlega ekki orðinn nógu fullorðinn til að eiga nokkuð erindi inn á þennan vettvang. Því kemur það sjálfum mér skemmtilega á óvart að ég skuli nú skipa þriðja sæti K-lista Kex framboðs í komandi kosningum. Það var eftir einhvern af þeim fjölmörgu kaffibollum heima hjá foreldrum mínum í vetur að ég fór að velta komandi kosningum fyrir mér í alvöru. Við erum svo heppin að búa í frábæru og fjölbreyttu samfélagi sem hefur gríðarlega mikið af tækifærum en mér fannst umræðan í sveitarfélaginu og um sveitarfélagið of neikvæð og mjög margt sem mér þótti ábótavant. Skortur á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, lítil framtíðarsýn, vöntun á nýju hjúkrunarheimili og skortur á leikskólaplássi, þrátt fyrir glænýjan leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt grundvallar hlutir sem þarf að huga að til þess að sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess að sveitarfélagið sé ákjósanlegur staður þar sem fólk vill setjast að. Ég ólst hér upp og ákvað fyrir nokkrum árum að gera sveitarfélagið að framtíðarheimili mínu, en á í erfiðleikum með að finna mér íbúð. Þrátt fyrir það að eiga hér töluvert bakland og tel mig nokkuð kunnugan staðháttum. Ég stofnaði hér fyrirtæki en á í erfiðleikum með að fá starfsfólk í vinnu vegna þess að hér er ekkert húsnæði í boði fyrir fólk sem hingað vill flytjast. Þetta vonleysi var upplifun mín og mér fannst einhvernvegin enginn vera að gera neitt í þessu öllu saman. Aðgengi að upplýsingum um stjórnsýsluna er mjög ábótavant, og það er mikill skortur á gagnsæi og sýnileika. Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að það væri eitthvað sem ég gæti gert í þessu öllu saman. Ég var svo heppinn að ég fann fullt af fólki sem var að hugsa á svipuðum nótum. Það vildi líka breytingar og óvart varð Kex bara til. Ég áttaði mig fljótlega á því að stundum, ef maður vill breytingar, þá þarf maður að vera tilbúinn að stíga upp og reyna að knýja þær sjálfur fram. Ég áttaði mig á því að núna væri tíminn, ég væri orðinn fullorðinn og ég þyrfti ekkert endilega að vita allt og hafa lausnir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum til þess að geta tekið þátt. Það fæðist enginn tilbúinn til þess að verða bæjarfulltrúi og ég er ekkert ófeiminn við það að leita hjálpar ef ég veit ekki eitthvað. Það er einhver ótrúlega góð orka og mikill kraftur í Kexinu og ég er mjög heppinn að fá að taka þátt. Við erum alls ekki alltaf sammála um allt þegar við byrjum að ræða málin, enda komum við úr ýmsum áttum og höfum mismunandi bakgrunn, en við höfum öll valið Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og viljum öll samfélaginu hér fyrir bestu. Núna í liðinni viku birtum við kosningaáherslur fyrir komandi kosningar. Við unnum þær saman, frambjóðendur og grasrót, að mestu leyti upp úr þeim punktum sem komu fram á opnum málefnafundum sem við héldum í marsmánuði. Kexið er nefnilega samvinnuverkefni. Ég er mjög hreykinn af þessari vinnu og ennþá stoltari af öllu því frábæra fólki sem að henni kom. Það besta við þetta allt saman er það að við erum rétt að byrja og eigum nóg inni. Sunnudaginn 1. maí stendur Kex framboð fyrir vöfflukaffi frá 14:00 - 16:00 þar sem við ætlum að fagna nýútgefinni stefnuskrá. Þar getiði gætt ykkur á dýrindis vöfflum, skoðað stefnuskránna og rætt við frambjóðendur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar! Höfundur skipar 3. sæti á K – lista Kex framboðs, www.xkex.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hornafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Kex framboð býður fram í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu.Ég hafði reyndar hugsað um það að taka þátt seinna, þegar ég væri orðinn nógu gamall, þá orðinn nógu klár og reynslumikill. Mér fannst ég hreinlega ekki orðinn nógu fullorðinn til að eiga nokkuð erindi inn á þennan vettvang. Því kemur það sjálfum mér skemmtilega á óvart að ég skuli nú skipa þriðja sæti K-lista Kex framboðs í komandi kosningum. Það var eftir einhvern af þeim fjölmörgu kaffibollum heima hjá foreldrum mínum í vetur að ég fór að velta komandi kosningum fyrir mér í alvöru. Við erum svo heppin að búa í frábæru og fjölbreyttu samfélagi sem hefur gríðarlega mikið af tækifærum en mér fannst umræðan í sveitarfélaginu og um sveitarfélagið of neikvæð og mjög margt sem mér þótti ábótavant. Skortur á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, lítil framtíðarsýn, vöntun á nýju hjúkrunarheimili og skortur á leikskólaplássi, þrátt fyrir glænýjan leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt grundvallar hlutir sem þarf að huga að til þess að sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess að sveitarfélagið sé ákjósanlegur staður þar sem fólk vill setjast að. Ég ólst hér upp og ákvað fyrir nokkrum árum að gera sveitarfélagið að framtíðarheimili mínu, en á í erfiðleikum með að finna mér íbúð. Þrátt fyrir það að eiga hér töluvert bakland og tel mig nokkuð kunnugan staðháttum. Ég stofnaði hér fyrirtæki en á í erfiðleikum með að fá starfsfólk í vinnu vegna þess að hér er ekkert húsnæði í boði fyrir fólk sem hingað vill flytjast. Þetta vonleysi var upplifun mín og mér fannst einhvernvegin enginn vera að gera neitt í þessu öllu saman. Aðgengi að upplýsingum um stjórnsýsluna er mjög ábótavant, og það er mikill skortur á gagnsæi og sýnileika. Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að það væri eitthvað sem ég gæti gert í þessu öllu saman. Ég var svo heppinn að ég fann fullt af fólki sem var að hugsa á svipuðum nótum. Það vildi líka breytingar og óvart varð Kex bara til. Ég áttaði mig fljótlega á því að stundum, ef maður vill breytingar, þá þarf maður að vera tilbúinn að stíga upp og reyna að knýja þær sjálfur fram. Ég áttaði mig á því að núna væri tíminn, ég væri orðinn fullorðinn og ég þyrfti ekkert endilega að vita allt og hafa lausnir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum til þess að geta tekið þátt. Það fæðist enginn tilbúinn til þess að verða bæjarfulltrúi og ég er ekkert ófeiminn við það að leita hjálpar ef ég veit ekki eitthvað. Það er einhver ótrúlega góð orka og mikill kraftur í Kexinu og ég er mjög heppinn að fá að taka þátt. Við erum alls ekki alltaf sammála um allt þegar við byrjum að ræða málin, enda komum við úr ýmsum áttum og höfum mismunandi bakgrunn, en við höfum öll valið Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og viljum öll samfélaginu hér fyrir bestu. Núna í liðinni viku birtum við kosningaáherslur fyrir komandi kosningar. Við unnum þær saman, frambjóðendur og grasrót, að mestu leyti upp úr þeim punktum sem komu fram á opnum málefnafundum sem við héldum í marsmánuði. Kexið er nefnilega samvinnuverkefni. Ég er mjög hreykinn af þessari vinnu og ennþá stoltari af öllu því frábæra fólki sem að henni kom. Það besta við þetta allt saman er það að við erum rétt að byrja og eigum nóg inni. Sunnudaginn 1. maí stendur Kex framboð fyrir vöfflukaffi frá 14:00 - 16:00 þar sem við ætlum að fagna nýútgefinni stefnuskrá. Þar getiði gætt ykkur á dýrindis vöfflum, skoðað stefnuskránna og rætt við frambjóðendur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar! Höfundur skipar 3. sæti á K – lista Kex framboðs, www.xkex.is.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun