Kex fyrir alla! Elías Tjörvi Halldórsson skrifar 28. apríl 2022 13:00 Kex framboð býður fram í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu.Ég hafði reyndar hugsað um það að taka þátt seinna, þegar ég væri orðinn nógu gamall, þá orðinn nógu klár og reynslumikill. Mér fannst ég hreinlega ekki orðinn nógu fullorðinn til að eiga nokkuð erindi inn á þennan vettvang. Því kemur það sjálfum mér skemmtilega á óvart að ég skuli nú skipa þriðja sæti K-lista Kex framboðs í komandi kosningum. Það var eftir einhvern af þeim fjölmörgu kaffibollum heima hjá foreldrum mínum í vetur að ég fór að velta komandi kosningum fyrir mér í alvöru. Við erum svo heppin að búa í frábæru og fjölbreyttu samfélagi sem hefur gríðarlega mikið af tækifærum en mér fannst umræðan í sveitarfélaginu og um sveitarfélagið of neikvæð og mjög margt sem mér þótti ábótavant. Skortur á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, lítil framtíðarsýn, vöntun á nýju hjúkrunarheimili og skortur á leikskólaplássi, þrátt fyrir glænýjan leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt grundvallar hlutir sem þarf að huga að til þess að sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess að sveitarfélagið sé ákjósanlegur staður þar sem fólk vill setjast að. Ég ólst hér upp og ákvað fyrir nokkrum árum að gera sveitarfélagið að framtíðarheimili mínu, en á í erfiðleikum með að finna mér íbúð. Þrátt fyrir það að eiga hér töluvert bakland og tel mig nokkuð kunnugan staðháttum. Ég stofnaði hér fyrirtæki en á í erfiðleikum með að fá starfsfólk í vinnu vegna þess að hér er ekkert húsnæði í boði fyrir fólk sem hingað vill flytjast. Þetta vonleysi var upplifun mín og mér fannst einhvernvegin enginn vera að gera neitt í þessu öllu saman. Aðgengi að upplýsingum um stjórnsýsluna er mjög ábótavant, og það er mikill skortur á gagnsæi og sýnileika. Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að það væri eitthvað sem ég gæti gert í þessu öllu saman. Ég var svo heppinn að ég fann fullt af fólki sem var að hugsa á svipuðum nótum. Það vildi líka breytingar og óvart varð Kex bara til. Ég áttaði mig fljótlega á því að stundum, ef maður vill breytingar, þá þarf maður að vera tilbúinn að stíga upp og reyna að knýja þær sjálfur fram. Ég áttaði mig á því að núna væri tíminn, ég væri orðinn fullorðinn og ég þyrfti ekkert endilega að vita allt og hafa lausnir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum til þess að geta tekið þátt. Það fæðist enginn tilbúinn til þess að verða bæjarfulltrúi og ég er ekkert ófeiminn við það að leita hjálpar ef ég veit ekki eitthvað. Það er einhver ótrúlega góð orka og mikill kraftur í Kexinu og ég er mjög heppinn að fá að taka þátt. Við erum alls ekki alltaf sammála um allt þegar við byrjum að ræða málin, enda komum við úr ýmsum áttum og höfum mismunandi bakgrunn, en við höfum öll valið Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og viljum öll samfélaginu hér fyrir bestu. Núna í liðinni viku birtum við kosningaáherslur fyrir komandi kosningar. Við unnum þær saman, frambjóðendur og grasrót, að mestu leyti upp úr þeim punktum sem komu fram á opnum málefnafundum sem við héldum í marsmánuði. Kexið er nefnilega samvinnuverkefni. Ég er mjög hreykinn af þessari vinnu og ennþá stoltari af öllu því frábæra fólki sem að henni kom. Það besta við þetta allt saman er það að við erum rétt að byrja og eigum nóg inni. Sunnudaginn 1. maí stendur Kex framboð fyrir vöfflukaffi frá 14:00 - 16:00 þar sem við ætlum að fagna nýútgefinni stefnuskrá. Þar getiði gætt ykkur á dýrindis vöfflum, skoðað stefnuskránna og rætt við frambjóðendur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar! Höfundur skipar 3. sæti á K – lista Kex framboðs, www.xkex.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hornafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Kex framboð býður fram í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu.Ég hafði reyndar hugsað um það að taka þátt seinna, þegar ég væri orðinn nógu gamall, þá orðinn nógu klár og reynslumikill. Mér fannst ég hreinlega ekki orðinn nógu fullorðinn til að eiga nokkuð erindi inn á þennan vettvang. Því kemur það sjálfum mér skemmtilega á óvart að ég skuli nú skipa þriðja sæti K-lista Kex framboðs í komandi kosningum. Það var eftir einhvern af þeim fjölmörgu kaffibollum heima hjá foreldrum mínum í vetur að ég fór að velta komandi kosningum fyrir mér í alvöru. Við erum svo heppin að búa í frábæru og fjölbreyttu samfélagi sem hefur gríðarlega mikið af tækifærum en mér fannst umræðan í sveitarfélaginu og um sveitarfélagið of neikvæð og mjög margt sem mér þótti ábótavant. Skortur á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, lítil framtíðarsýn, vöntun á nýju hjúkrunarheimili og skortur á leikskólaplássi, þrátt fyrir glænýjan leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt grundvallar hlutir sem þarf að huga að til þess að sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess að sveitarfélagið sé ákjósanlegur staður þar sem fólk vill setjast að. Ég ólst hér upp og ákvað fyrir nokkrum árum að gera sveitarfélagið að framtíðarheimili mínu, en á í erfiðleikum með að finna mér íbúð. Þrátt fyrir það að eiga hér töluvert bakland og tel mig nokkuð kunnugan staðháttum. Ég stofnaði hér fyrirtæki en á í erfiðleikum með að fá starfsfólk í vinnu vegna þess að hér er ekkert húsnæði í boði fyrir fólk sem hingað vill flytjast. Þetta vonleysi var upplifun mín og mér fannst einhvernvegin enginn vera að gera neitt í þessu öllu saman. Aðgengi að upplýsingum um stjórnsýsluna er mjög ábótavant, og það er mikill skortur á gagnsæi og sýnileika. Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að það væri eitthvað sem ég gæti gert í þessu öllu saman. Ég var svo heppinn að ég fann fullt af fólki sem var að hugsa á svipuðum nótum. Það vildi líka breytingar og óvart varð Kex bara til. Ég áttaði mig fljótlega á því að stundum, ef maður vill breytingar, þá þarf maður að vera tilbúinn að stíga upp og reyna að knýja þær sjálfur fram. Ég áttaði mig á því að núna væri tíminn, ég væri orðinn fullorðinn og ég þyrfti ekkert endilega að vita allt og hafa lausnir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum til þess að geta tekið þátt. Það fæðist enginn tilbúinn til þess að verða bæjarfulltrúi og ég er ekkert ófeiminn við það að leita hjálpar ef ég veit ekki eitthvað. Það er einhver ótrúlega góð orka og mikill kraftur í Kexinu og ég er mjög heppinn að fá að taka þátt. Við erum alls ekki alltaf sammála um allt þegar við byrjum að ræða málin, enda komum við úr ýmsum áttum og höfum mismunandi bakgrunn, en við höfum öll valið Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og viljum öll samfélaginu hér fyrir bestu. Núna í liðinni viku birtum við kosningaáherslur fyrir komandi kosningar. Við unnum þær saman, frambjóðendur og grasrót, að mestu leyti upp úr þeim punktum sem komu fram á opnum málefnafundum sem við héldum í marsmánuði. Kexið er nefnilega samvinnuverkefni. Ég er mjög hreykinn af þessari vinnu og ennþá stoltari af öllu því frábæra fólki sem að henni kom. Það besta við þetta allt saman er það að við erum rétt að byrja og eigum nóg inni. Sunnudaginn 1. maí stendur Kex framboð fyrir vöfflukaffi frá 14:00 - 16:00 þar sem við ætlum að fagna nýútgefinni stefnuskrá. Þar getiði gætt ykkur á dýrindis vöfflum, skoðað stefnuskránna og rætt við frambjóðendur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar! Höfundur skipar 3. sæti á K – lista Kex framboðs, www.xkex.is.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar