Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2022 11:48 Skýringar Lilju Alfreðsdóttur hafa vakið afar hörð á Alþingi í morgun. vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði um viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra við þeirri gagnrýni sem hún hefur sagst hafa látið uppi á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í aðdraganda lokaðs útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum og forspáum athugasemdum viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra. „Ég get upplýst þingið um það að þau höfðu líka þessar áhyggjur og það var auðvitað þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og að þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim og ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta,“ svaraði Lilja. Lilja sagðist telja fjármálaráðherra þegar farinn að axla ábyrgð á málinu með því að óska eftir að Ríkisendurskoðun skoði málið. Bíða þurfi niðurstöðu þess. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Pungspark í íslensku þjóðina Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði alvarlegt að þjóðin hafi ekki verið upplýst um þessar efasemdir. „Við vitum að 83 prósent þjóðarinnar er í sárum vegna þessarar leiðar. Það er pungspark í þjóðina að standa hér og tala um það eftir söluna að þau hafi kannski bara öll vitað að þau voru að fara ranga leið. Þriðja stærsta einkavæðing sögunnar, 53 milljarðar. Rosa gott að taka samtalið eftir á. Ég er á því að viðskiptaráðherra sé hér að gerast brotleg við siðareglur ráðherra.“ Ummælin hafa vakið mjög sterk viðbrögð í þingsal og þingmenn hafa streymt í pontu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksisn segir Alþingi þurfa að bregðast við þessu. „Þeir [ráðherrar] vöruðu hvorn annan við greinilega og sjálfan sig. Gerðu þetta samt. En ég vek athygli forseta á því að þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm „Að leyna upplýsingum varðar við lög“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði Lilju hvers vegna hún hefði upplýst þingið um málið og sagði það varða við lög að leyna upplýsingum. Lilja sagðist ekki telja það að hafa efasemdir falla undir að leyna upplýsingum. „Ég var alveg hreinskilin með það að ég taldi brýnt að við mundum ræða þessi mál eins og við erum að gera núna og hef ekki hika við það.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði um viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra við þeirri gagnrýni sem hún hefur sagst hafa látið uppi á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í aðdraganda lokaðs útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum og forspáum athugasemdum viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra. „Ég get upplýst þingið um það að þau höfðu líka þessar áhyggjur og það var auðvitað þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og að þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim og ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta,“ svaraði Lilja. Lilja sagðist telja fjármálaráðherra þegar farinn að axla ábyrgð á málinu með því að óska eftir að Ríkisendurskoðun skoði málið. Bíða þurfi niðurstöðu þess. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Pungspark í íslensku þjóðina Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði alvarlegt að þjóðin hafi ekki verið upplýst um þessar efasemdir. „Við vitum að 83 prósent þjóðarinnar er í sárum vegna þessarar leiðar. Það er pungspark í þjóðina að standa hér og tala um það eftir söluna að þau hafi kannski bara öll vitað að þau voru að fara ranga leið. Þriðja stærsta einkavæðing sögunnar, 53 milljarðar. Rosa gott að taka samtalið eftir á. Ég er á því að viðskiptaráðherra sé hér að gerast brotleg við siðareglur ráðherra.“ Ummælin hafa vakið mjög sterk viðbrögð í þingsal og þingmenn hafa streymt í pontu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksisn segir Alþingi þurfa að bregðast við þessu. „Þeir [ráðherrar] vöruðu hvorn annan við greinilega og sjálfan sig. Gerðu þetta samt. En ég vek athygli forseta á því að þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm „Að leyna upplýsingum varðar við lög“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði Lilju hvers vegna hún hefði upplýst þingið um málið og sagði það varða við lög að leyna upplýsingum. Lilja sagðist ekki telja það að hafa efasemdir falla undir að leyna upplýsingum. „Ég var alveg hreinskilin með það að ég taldi brýnt að við mundum ræða þessi mál eins og við erum að gera núna og hef ekki hika við það.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira