Sagði skilið við fjármálaheiminn til að gerast vínbóndi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. apríl 2022 23:16 Íslenskur doktor í stærðfræði ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn, láta drauminn rætast og gerast vínbóndi í Sviss. Hann er nú á landinu að kynna vín sitt fyrir Íslendingum og býður öllum sem vilja að koma að smakka. Þeir eru ekki margir íslensku vínbændurnir - hvað þá íslensku vínbændurnir sem eru með doktorspróf í stærðfræði. En hér er einn slíkur: Höskuldur Ari Hauksson sem ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn úti í Sviss og helga líf sitt vínbúskap. Höskuldur hélt vínsmakk fyrir alla sem vildu á Hilton Nordica milli 14 og 19 í dag. Það verður aftur á sama tíma á morgun. Við litum við í vínsmakkið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag - hægt er að sjá hvernig var þar í myndbandinu hér að ofan. vísir/arnar „Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu. Ég byrjaði að kaupa eitt tonn af pinot noir þrúgum - fór með það ofan í þvottahús og bjó til vín heima. Gerði það í tvö, þrjú ár og þriðja árið tók ég við fyrstu ekrunni minni. Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir Höskuldur Ari. Það var fyrir fimm árum sem Höskuldur keypti vínekru í sveitarfélaginu Rüfenach í Sviss. Þar er lífið líkast draumi - allavega á myndum... Vínekrur Höskuldar í Rüfenach eru óneitanlega fallegar.aðsend „Ég held það hafi nú margir kannski verið með þann draum, sérstaklega þegar menn eru saman komnir á flösku númer tvö og farið að dreyma um það hvað það væri nú yndislegt að vera með eigin vínekru... og svona þetta ljúfa líf, la dolce vita. En staðreyndin er sú að þetta er bara hörkumikið púl. En það er rosa skemmtilegt,“ segir Höskuldur Ari. Notar dvergkindur víkinga við víngerðina Hann er til dæmis nýbúinn að fá sér kindur til að hjálpa sér að halda grasinu á vínekrunum niðri. En það eru engar venjulegar kindur sem Höskuldur er með. „Þetta eru dvergkindur. Þetta er minnsta kindakyn í heiminum. En það er svo áhugavert við það að það voru upphaflega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ouessant [í Bretaníuskaga]. Nú segi ég svona í gríni að víkingarnir séu búnir að taka þær til baka,“ segir Höskuldur Ari. Það er því einhver Íslandstenging í víngerð Höskuldar í Sviss. Hann nefnir einnig mörg vína sinna íslenskum nöfnum; til dæmis Sólskin, Horn, Rauð, Hvít, Tunglskin og nýjasta vín hans - freyðivín sem nefnist Perlur. Dverkkindurnar koma upprunalega frá víkingum.aðsend Höskuldi hefur gengið vel að selja vínið og er nú að flytja það til sex landa, meðal annars Íslands en það hefur verið hægt að fá nokkrar tegundir af víni hans í ríkinu síðustu árin. Hann hélt smakk á vínum sínum í dag á Hótel Hilton Nordica og verður þar aftur á morgun milli klukkan tvö og sjö. Því geta allir sem vilja komið og smakkað. „Hver sem er sem er á lögaldri hann er hjartanlega velkominn að koma og smakka,“ segir Höskuldur Ari. Höskuldur með einni af dvergkindum sinum. Eins og sést á myndinni eru þær ansi smávaxnar.aðsend Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Sviss Reykjavík Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þeir eru ekki margir íslensku vínbændurnir - hvað þá íslensku vínbændurnir sem eru með doktorspróf í stærðfræði. En hér er einn slíkur: Höskuldur Ari Hauksson sem ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn úti í Sviss og helga líf sitt vínbúskap. Höskuldur hélt vínsmakk fyrir alla sem vildu á Hilton Nordica milli 14 og 19 í dag. Það verður aftur á sama tíma á morgun. Við litum við í vínsmakkið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag - hægt er að sjá hvernig var þar í myndbandinu hér að ofan. vísir/arnar „Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu. Ég byrjaði að kaupa eitt tonn af pinot noir þrúgum - fór með það ofan í þvottahús og bjó til vín heima. Gerði það í tvö, þrjú ár og þriðja árið tók ég við fyrstu ekrunni minni. Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir Höskuldur Ari. Það var fyrir fimm árum sem Höskuldur keypti vínekru í sveitarfélaginu Rüfenach í Sviss. Þar er lífið líkast draumi - allavega á myndum... Vínekrur Höskuldar í Rüfenach eru óneitanlega fallegar.aðsend „Ég held það hafi nú margir kannski verið með þann draum, sérstaklega þegar menn eru saman komnir á flösku númer tvö og farið að dreyma um það hvað það væri nú yndislegt að vera með eigin vínekru... og svona þetta ljúfa líf, la dolce vita. En staðreyndin er sú að þetta er bara hörkumikið púl. En það er rosa skemmtilegt,“ segir Höskuldur Ari. Notar dvergkindur víkinga við víngerðina Hann er til dæmis nýbúinn að fá sér kindur til að hjálpa sér að halda grasinu á vínekrunum niðri. En það eru engar venjulegar kindur sem Höskuldur er með. „Þetta eru dvergkindur. Þetta er minnsta kindakyn í heiminum. En það er svo áhugavert við það að það voru upphaflega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ouessant [í Bretaníuskaga]. Nú segi ég svona í gríni að víkingarnir séu búnir að taka þær til baka,“ segir Höskuldur Ari. Það er því einhver Íslandstenging í víngerð Höskuldar í Sviss. Hann nefnir einnig mörg vína sinna íslenskum nöfnum; til dæmis Sólskin, Horn, Rauð, Hvít, Tunglskin og nýjasta vín hans - freyðivín sem nefnist Perlur. Dverkkindurnar koma upprunalega frá víkingum.aðsend Höskuldi hefur gengið vel að selja vínið og er nú að flytja það til sex landa, meðal annars Íslands en það hefur verið hægt að fá nokkrar tegundir af víni hans í ríkinu síðustu árin. Hann hélt smakk á vínum sínum í dag á Hótel Hilton Nordica og verður þar aftur á morgun milli klukkan tvö og sjö. Því geta allir sem vilja komið og smakkað. „Hver sem er sem er á lögaldri hann er hjartanlega velkominn að koma og smakka,“ segir Höskuldur Ari. Höskuldur með einni af dvergkindum sinum. Eins og sést á myndinni eru þær ansi smávaxnar.aðsend
Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Sviss Reykjavík Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira