Segir starfsmann skrifstofu Eflingar fara með rangt mál Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2022 20:23 Sólveig Anna harmar að lygasögur um störf félagsins eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur leiðrétt fullyrðingar sem trúnaðarmaður á vinnustaðnum lét falla í viðtali við mbl.is. Hún segir hann fara með rangt mál. Í dag birtist grein á mbl.is þar sem rætt var við Gabríel Benjamin sem er starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar og jafnframt trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Þar sagði hann að hann sæi fyrir sér að ekki yrði hægt að greiða úr sjúkrasjóði um næstu mánaðamót, nema að hluta til. Fyrir tveimur vikum var öllu starfsfólki Eflingar sagt upp og hafa fáir á skrifstofunni mætt til vinnu síðan þá. Í pósti sem Sólveig Anna sendi á félagsmenn í gærkvöldi kemur fram að þrátt fyrir manneklu væri það forgangsatriði að tryggja útgreiðslur á sjúkradagpeningum. Þá sagði hún að það stefndi ekki í annað en að það myndi ganga eins og vanalega um næstu mánaðamót. Ein manneskja mætt til vinnu Gabríel sagði að aðeins einn starfsmaður væri við störf hjá sjúkrasjóðnum þessa dagana og að það kæmi honum á óvart ef það væri hægt að borga helming úr sjóðnum. „Ég veit ekki hvað gerist um mánaðamótin. Ef það tekst að greiða eitthvað út þá er það stórsigur og sýnir fram á þrautseigju þeirra sem eru hér enn. […] Venjulega eru margir sem sinna þessu starfi, en það er ein manneskja hérna núna,“ sagði Gabríel. Þá hélt Gabríel því einnig fram að launakröfur meðlima myndu ekki innheimtast og sakaði Sólveigu um að ljúga í áðurnefndum tölvupósti. Rangfærslur og áróður Sólveig segir í færslu á Facebook-síðu sinni að um sé að ræða rangfærslur og harmar að „lygasögur sem slíkar“ eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. „Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan grófa áróður, þrátt fyrir að hann endurómi af einhverjum ástæðum linnulaust um allt samfélagið okkar,“ segir Sólveig. Hún segir að starfsmaður skrifstofu Eflingar hafi rætt við Gabríel í dag og leiðrétt rangfærslur hans. Sjúkradagpeningar verði greiddir og launakröfur innheimtar þrátt fyrir tafir á þjónustunni. Stendur við orð sín Í samtali við Vísi segir Gabríel að hann standi við orð sín og vill ekki meina að um sé að ræða rangfærslur. „Vissulega ræddi ég við hæstráðandi starfsmann á skrifstofunni og við áttum frekar almennilegt spjall. Um hvað verður um launakröfur, hvað verður um sjúkrasjóðinn og við vorum ekki sammála en við áttum þessar samræður með fullri virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Það var ekki um að ræða að hann hafi verið að skipa mér fyrir að ég þurfi að draga eitthvað til baka enda er ekki erindi til þess,“ segir Gabríel. Þrátt fyrir að hann búist ekki við því að greitt verði úr sjúkrasjóði þá vonar hann innilega að það takist. „Það eru fjölmargir einstaklingar sem sinna þessu sviði og hafa verið að gera það en það er bara enginn þeirra núna í vinnunni. Það eru allir í veikindaleyfi,“ segir Gabríel en nú sinnir einstaklingur, sem ekki er hluti af sviðinu, starfinu. „Ég sé ekki hvernig ein manneskja á að dekka vinnu þriggja, fjögurra einstaklinga.“ Félagsfundur á miðvikudaginn Í gær var greint frá því að félagsfundur yrði haldinn fyrir meðlimi Eflingar. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Upphaflega átti hann að fara fram í félagsheimili stéttarfélagsins í Guðrúnartúni en í dag var tekin ákvörðun um að færa hann í stærra húsnæði. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28 Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03 Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Í dag birtist grein á mbl.is þar sem rætt var við Gabríel Benjamin sem er starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar og jafnframt trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Þar sagði hann að hann sæi fyrir sér að ekki yrði hægt að greiða úr sjúkrasjóði um næstu mánaðamót, nema að hluta til. Fyrir tveimur vikum var öllu starfsfólki Eflingar sagt upp og hafa fáir á skrifstofunni mætt til vinnu síðan þá. Í pósti sem Sólveig Anna sendi á félagsmenn í gærkvöldi kemur fram að þrátt fyrir manneklu væri það forgangsatriði að tryggja útgreiðslur á sjúkradagpeningum. Þá sagði hún að það stefndi ekki í annað en að það myndi ganga eins og vanalega um næstu mánaðamót. Ein manneskja mætt til vinnu Gabríel sagði að aðeins einn starfsmaður væri við störf hjá sjúkrasjóðnum þessa dagana og að það kæmi honum á óvart ef það væri hægt að borga helming úr sjóðnum. „Ég veit ekki hvað gerist um mánaðamótin. Ef það tekst að greiða eitthvað út þá er það stórsigur og sýnir fram á þrautseigju þeirra sem eru hér enn. […] Venjulega eru margir sem sinna þessu starfi, en það er ein manneskja hérna núna,“ sagði Gabríel. Þá hélt Gabríel því einnig fram að launakröfur meðlima myndu ekki innheimtast og sakaði Sólveigu um að ljúga í áðurnefndum tölvupósti. Rangfærslur og áróður Sólveig segir í færslu á Facebook-síðu sinni að um sé að ræða rangfærslur og harmar að „lygasögur sem slíkar“ eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. „Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan grófa áróður, þrátt fyrir að hann endurómi af einhverjum ástæðum linnulaust um allt samfélagið okkar,“ segir Sólveig. Hún segir að starfsmaður skrifstofu Eflingar hafi rætt við Gabríel í dag og leiðrétt rangfærslur hans. Sjúkradagpeningar verði greiddir og launakröfur innheimtar þrátt fyrir tafir á þjónustunni. Stendur við orð sín Í samtali við Vísi segir Gabríel að hann standi við orð sín og vill ekki meina að um sé að ræða rangfærslur. „Vissulega ræddi ég við hæstráðandi starfsmann á skrifstofunni og við áttum frekar almennilegt spjall. Um hvað verður um launakröfur, hvað verður um sjúkrasjóðinn og við vorum ekki sammála en við áttum þessar samræður með fullri virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Það var ekki um að ræða að hann hafi verið að skipa mér fyrir að ég þurfi að draga eitthvað til baka enda er ekki erindi til þess,“ segir Gabríel. Þrátt fyrir að hann búist ekki við því að greitt verði úr sjúkrasjóði þá vonar hann innilega að það takist. „Það eru fjölmargir einstaklingar sem sinna þessu sviði og hafa verið að gera það en það er bara enginn þeirra núna í vinnunni. Það eru allir í veikindaleyfi,“ segir Gabríel en nú sinnir einstaklingur, sem ekki er hluti af sviðinu, starfinu. „Ég sé ekki hvernig ein manneskja á að dekka vinnu þriggja, fjögurra einstaklinga.“ Félagsfundur á miðvikudaginn Í gær var greint frá því að félagsfundur yrði haldinn fyrir meðlimi Eflingar. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Upphaflega átti hann að fara fram í félagsheimili stéttarfélagsins í Guðrúnartúni en í dag var tekin ákvörðun um að færa hann í stærra húsnæði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28 Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03 Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28
Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03
Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31