Segir starfsmann skrifstofu Eflingar fara með rangt mál Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2022 20:23 Sólveig Anna harmar að lygasögur um störf félagsins eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur leiðrétt fullyrðingar sem trúnaðarmaður á vinnustaðnum lét falla í viðtali við mbl.is. Hún segir hann fara með rangt mál. Í dag birtist grein á mbl.is þar sem rætt var við Gabríel Benjamin sem er starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar og jafnframt trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Þar sagði hann að hann sæi fyrir sér að ekki yrði hægt að greiða úr sjúkrasjóði um næstu mánaðamót, nema að hluta til. Fyrir tveimur vikum var öllu starfsfólki Eflingar sagt upp og hafa fáir á skrifstofunni mætt til vinnu síðan þá. Í pósti sem Sólveig Anna sendi á félagsmenn í gærkvöldi kemur fram að þrátt fyrir manneklu væri það forgangsatriði að tryggja útgreiðslur á sjúkradagpeningum. Þá sagði hún að það stefndi ekki í annað en að það myndi ganga eins og vanalega um næstu mánaðamót. Ein manneskja mætt til vinnu Gabríel sagði að aðeins einn starfsmaður væri við störf hjá sjúkrasjóðnum þessa dagana og að það kæmi honum á óvart ef það væri hægt að borga helming úr sjóðnum. „Ég veit ekki hvað gerist um mánaðamótin. Ef það tekst að greiða eitthvað út þá er það stórsigur og sýnir fram á þrautseigju þeirra sem eru hér enn. […] Venjulega eru margir sem sinna þessu starfi, en það er ein manneskja hérna núna,“ sagði Gabríel. Þá hélt Gabríel því einnig fram að launakröfur meðlima myndu ekki innheimtast og sakaði Sólveigu um að ljúga í áðurnefndum tölvupósti. Rangfærslur og áróður Sólveig segir í færslu á Facebook-síðu sinni að um sé að ræða rangfærslur og harmar að „lygasögur sem slíkar“ eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. „Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan grófa áróður, þrátt fyrir að hann endurómi af einhverjum ástæðum linnulaust um allt samfélagið okkar,“ segir Sólveig. Hún segir að starfsmaður skrifstofu Eflingar hafi rætt við Gabríel í dag og leiðrétt rangfærslur hans. Sjúkradagpeningar verði greiddir og launakröfur innheimtar þrátt fyrir tafir á þjónustunni. Stendur við orð sín Í samtali við Vísi segir Gabríel að hann standi við orð sín og vill ekki meina að um sé að ræða rangfærslur. „Vissulega ræddi ég við hæstráðandi starfsmann á skrifstofunni og við áttum frekar almennilegt spjall. Um hvað verður um launakröfur, hvað verður um sjúkrasjóðinn og við vorum ekki sammála en við áttum þessar samræður með fullri virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Það var ekki um að ræða að hann hafi verið að skipa mér fyrir að ég þurfi að draga eitthvað til baka enda er ekki erindi til þess,“ segir Gabríel. Þrátt fyrir að hann búist ekki við því að greitt verði úr sjúkrasjóði þá vonar hann innilega að það takist. „Það eru fjölmargir einstaklingar sem sinna þessu sviði og hafa verið að gera það en það er bara enginn þeirra núna í vinnunni. Það eru allir í veikindaleyfi,“ segir Gabríel en nú sinnir einstaklingur, sem ekki er hluti af sviðinu, starfinu. „Ég sé ekki hvernig ein manneskja á að dekka vinnu þriggja, fjögurra einstaklinga.“ Félagsfundur á miðvikudaginn Í gær var greint frá því að félagsfundur yrði haldinn fyrir meðlimi Eflingar. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Upphaflega átti hann að fara fram í félagsheimili stéttarfélagsins í Guðrúnartúni en í dag var tekin ákvörðun um að færa hann í stærra húsnæði. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28 Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03 Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Í dag birtist grein á mbl.is þar sem rætt var við Gabríel Benjamin sem er starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar og jafnframt trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Þar sagði hann að hann sæi fyrir sér að ekki yrði hægt að greiða úr sjúkrasjóði um næstu mánaðamót, nema að hluta til. Fyrir tveimur vikum var öllu starfsfólki Eflingar sagt upp og hafa fáir á skrifstofunni mætt til vinnu síðan þá. Í pósti sem Sólveig Anna sendi á félagsmenn í gærkvöldi kemur fram að þrátt fyrir manneklu væri það forgangsatriði að tryggja útgreiðslur á sjúkradagpeningum. Þá sagði hún að það stefndi ekki í annað en að það myndi ganga eins og vanalega um næstu mánaðamót. Ein manneskja mætt til vinnu Gabríel sagði að aðeins einn starfsmaður væri við störf hjá sjúkrasjóðnum þessa dagana og að það kæmi honum á óvart ef það væri hægt að borga helming úr sjóðnum. „Ég veit ekki hvað gerist um mánaðamótin. Ef það tekst að greiða eitthvað út þá er það stórsigur og sýnir fram á þrautseigju þeirra sem eru hér enn. […] Venjulega eru margir sem sinna þessu starfi, en það er ein manneskja hérna núna,“ sagði Gabríel. Þá hélt Gabríel því einnig fram að launakröfur meðlima myndu ekki innheimtast og sakaði Sólveigu um að ljúga í áðurnefndum tölvupósti. Rangfærslur og áróður Sólveig segir í færslu á Facebook-síðu sinni að um sé að ræða rangfærslur og harmar að „lygasögur sem slíkar“ eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. „Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan grófa áróður, þrátt fyrir að hann endurómi af einhverjum ástæðum linnulaust um allt samfélagið okkar,“ segir Sólveig. Hún segir að starfsmaður skrifstofu Eflingar hafi rætt við Gabríel í dag og leiðrétt rangfærslur hans. Sjúkradagpeningar verði greiddir og launakröfur innheimtar þrátt fyrir tafir á þjónustunni. Stendur við orð sín Í samtali við Vísi segir Gabríel að hann standi við orð sín og vill ekki meina að um sé að ræða rangfærslur. „Vissulega ræddi ég við hæstráðandi starfsmann á skrifstofunni og við áttum frekar almennilegt spjall. Um hvað verður um launakröfur, hvað verður um sjúkrasjóðinn og við vorum ekki sammála en við áttum þessar samræður með fullri virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Það var ekki um að ræða að hann hafi verið að skipa mér fyrir að ég þurfi að draga eitthvað til baka enda er ekki erindi til þess,“ segir Gabríel. Þrátt fyrir að hann búist ekki við því að greitt verði úr sjúkrasjóði þá vonar hann innilega að það takist. „Það eru fjölmargir einstaklingar sem sinna þessu sviði og hafa verið að gera það en það er bara enginn þeirra núna í vinnunni. Það eru allir í veikindaleyfi,“ segir Gabríel en nú sinnir einstaklingur, sem ekki er hluti af sviðinu, starfinu. „Ég sé ekki hvernig ein manneskja á að dekka vinnu þriggja, fjögurra einstaklinga.“ Félagsfundur á miðvikudaginn Í gær var greint frá því að félagsfundur yrði haldinn fyrir meðlimi Eflingar. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Upphaflega átti hann að fara fram í félagsheimili stéttarfélagsins í Guðrúnartúni en í dag var tekin ákvörðun um að færa hann í stærra húsnæði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28 Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03 Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28
Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03
Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31