„Það er skelfilegt að sjá þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 10:45 Rútan yfirgefna sem Pétur telur að hafi verið notuð fyrir matarsölu þegar þúsundir streymdu á svæðið til að skoða eldgosið. Pétur Hans Pétursson Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip. Þrettán mánuðir rúmir eru liðnir síðan eldgos hófst í Geldingadal. Hundruð þúsund skoðuðu eldgosið meðan það stóð yfir og enn streymir fólk að til að ganga á hrauninu. Ganga á Langahrygg nýtur mikilla vinsælda þessa stundina. Það er einmitt bílastæðið austast á veginum frá Grindavík þar sem styst er að komast á Langahrygg. Þangað mætti Pétur Hans Pétursson með eiginkonu sinni á sunnudaginn. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt,“ segir Pétur sem kann best við sig á tveimur jafnfljótum í náttúrunni. Hann hefur heimsótt eldgosasvæðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar var allt lengi vel til sóma. En ekki lengur. Ferðalangur virðir fyrir sér yfirgefna sendibílinn.Pétur Hans Pétursson „Þarna var gamall sendibíll sem er hálfsokkinn því hann hefur verið þarna svo lengi. Í honum er ferðaklósett í viðbjóði. Þarna er líka rúta sem hefur verið notuð sem matarvagn. Einhver hefur rifið hana í sig. Þetta er bara svo sóðalegt,“ segir Pétur. Plasttunnur hafi verið á hliðinni, allt í skít og drullu að sögn Péturs. Það kostar þúsund krónur að leggja bíl sínum á bílastæðinu og rukka landeigendur bílaeigendur með smáforritinu PARKA. Pétur segir sjálfsagt að greiða fyrir bílastæði en þá þurfi að vera einhver lágmarksþjónusta. Salerni og að svæðinu sé haldið sómasamlegu. Þýskir ferðamenn sem gáfu sig á tal við Pétur veltu fyrir sér hvar gera ætti þarfir sínar. Notaður klósettpappír í hlíðunum var vísbending um svarið. „Ég sagði þeim því miður að það væri bara móinn.“ Sendibíllinn með ferðaklósettinu.Pétur Hans Pétursson Pétur segir bílastæðið það vinsælasta í augnablikinu. Þrjátíu til fjörutíu bílar hafi verið á svæðinu auk lítillar rútu. „Fólk keyrir í fjörutíu mínútur að svæðinu og gengur svo í einn til tvo tíma. Það verður að vera salernisaðstaða.“ Umgengnin og umhirðan er það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri. „Við hjónin vorum rasandi. Við erum ferðafólk og þessi leiðindaumgengni er rosalega döpur. Við viljum sýna hreint land,“ segir Pétur og hugsar til erlendu ferðamannanna og útflutningsverðmætis ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er bílastæðið í Leirdal í rekstri landeigenda Ísólfsskála. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Sjá meira
Þrettán mánuðir rúmir eru liðnir síðan eldgos hófst í Geldingadal. Hundruð þúsund skoðuðu eldgosið meðan það stóð yfir og enn streymir fólk að til að ganga á hrauninu. Ganga á Langahrygg nýtur mikilla vinsælda þessa stundina. Það er einmitt bílastæðið austast á veginum frá Grindavík þar sem styst er að komast á Langahrygg. Þangað mætti Pétur Hans Pétursson með eiginkonu sinni á sunnudaginn. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt,“ segir Pétur sem kann best við sig á tveimur jafnfljótum í náttúrunni. Hann hefur heimsótt eldgosasvæðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar var allt lengi vel til sóma. En ekki lengur. Ferðalangur virðir fyrir sér yfirgefna sendibílinn.Pétur Hans Pétursson „Þarna var gamall sendibíll sem er hálfsokkinn því hann hefur verið þarna svo lengi. Í honum er ferðaklósett í viðbjóði. Þarna er líka rúta sem hefur verið notuð sem matarvagn. Einhver hefur rifið hana í sig. Þetta er bara svo sóðalegt,“ segir Pétur. Plasttunnur hafi verið á hliðinni, allt í skít og drullu að sögn Péturs. Það kostar þúsund krónur að leggja bíl sínum á bílastæðinu og rukka landeigendur bílaeigendur með smáforritinu PARKA. Pétur segir sjálfsagt að greiða fyrir bílastæði en þá þurfi að vera einhver lágmarksþjónusta. Salerni og að svæðinu sé haldið sómasamlegu. Þýskir ferðamenn sem gáfu sig á tal við Pétur veltu fyrir sér hvar gera ætti þarfir sínar. Notaður klósettpappír í hlíðunum var vísbending um svarið. „Ég sagði þeim því miður að það væri bara móinn.“ Sendibíllinn með ferðaklósettinu.Pétur Hans Pétursson Pétur segir bílastæðið það vinsælasta í augnablikinu. Þrjátíu til fjörutíu bílar hafi verið á svæðinu auk lítillar rútu. „Fólk keyrir í fjörutíu mínútur að svæðinu og gengur svo í einn til tvo tíma. Það verður að vera salernisaðstaða.“ Umgengnin og umhirðan er það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri. „Við hjónin vorum rasandi. Við erum ferðafólk og þessi leiðindaumgengni er rosalega döpur. Við viljum sýna hreint land,“ segir Pétur og hugsar til erlendu ferðamannanna og útflutningsverðmætis ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er bílastæðið í Leirdal í rekstri landeigenda Ísólfsskála.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Sjá meira