Fer fram á ómerkingu ummæla Huga og eina og hálfa milljón í miskabætur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2022 13:30 Hugi Halldórsson bar Srdjan Stojanovic þungum sökum í hlaðvarpsþættinum The Mike Show. vísir/bára Srdjan Stojanovic, fyrrverandi leikmaður Þórs Ak. í körfubolta, fer fram á að ummæli Huga Halldórssonar í hlaðvarpsþættinum The Mike Show verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fram hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Í byrjun maí í fyrra ýjaði Hugi að því í hlaðvarpsþættinum sáluga, The Mike Show, að Stojanovic hefði verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leik gegn Njarðvík, sem tapaðist 97-75, hafi verið haldinn krísufundur þar sem rætt var við hann. Þórsarar vísuðu ummælum Huga til föðurhúsanna og sögðu ekkert hæft í þeim. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Daginn eftir þáttinn baðst Hugi afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist harma að hafa gefið í skyn að Stojanovic hafi verið flæktur í veðmálasvindl og dreginn inn í umræðuna. Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér en Stojanovic hefur stefnt Huga fyrir Héraðsdóm Reykjaness fyrir meiðyrði. Fyrirtaka í málinu var í síðustu viku. „Þetta snýst um ummæli sem féllu í hlaðvarpsþætti í maí í fyrra þar sem komu fram ásakanir um að minn umbjóðandi hafi verið viðriðinn einhvers konar veðmálasvindl. Þessar fullyrðingar voru algjörlega úr lausu lofti gripnar og ekki studdar neinum gögnum,“ sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Stojanovic, í samtali við Vísi í dag. Hafa skaðað ferilinn „Það birtust einhvers konar drög að afsökunarbeiðni, leiðréttingu eða hvað á að kalla það, af hálfu þessa aðila sem viðhafði þessi ummæli. Samt var látið í það skína að eitthvað væri til í þessu,“ sagði Gunnar. „Minn umbjóðandi fann sig knúinn til að höfða meiðyrðamál og fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk enda hafa þau skaðað feril hans sem körfuboltamanns. Enginn vill hafa mann í vinnu sem er grunaður um veðmálasvindl þannig að það var nauðsynlegt að fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk.“ Auk þess að fá ummælin dauð og ómerk fer Stojanovic fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Aðspurður segist Gunnar ekki gera ráð fyrir því að að aðalmeðferð í málinu fari fram fyrr en í haust, í kringum mánaðarmótin ágúst september. Stojanovic var með 15,6 stig, 3,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali með Þór á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Fjölni um tveggja ára skeið. Subway-deild karla Þór Akureyri Dómsmál Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Í byrjun maí í fyrra ýjaði Hugi að því í hlaðvarpsþættinum sáluga, The Mike Show, að Stojanovic hefði verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leik gegn Njarðvík, sem tapaðist 97-75, hafi verið haldinn krísufundur þar sem rætt var við hann. Þórsarar vísuðu ummælum Huga til föðurhúsanna og sögðu ekkert hæft í þeim. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Daginn eftir þáttinn baðst Hugi afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist harma að hafa gefið í skyn að Stojanovic hafi verið flæktur í veðmálasvindl og dreginn inn í umræðuna. Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér en Stojanovic hefur stefnt Huga fyrir Héraðsdóm Reykjaness fyrir meiðyrði. Fyrirtaka í málinu var í síðustu viku. „Þetta snýst um ummæli sem féllu í hlaðvarpsþætti í maí í fyrra þar sem komu fram ásakanir um að minn umbjóðandi hafi verið viðriðinn einhvers konar veðmálasvindl. Þessar fullyrðingar voru algjörlega úr lausu lofti gripnar og ekki studdar neinum gögnum,“ sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Stojanovic, í samtali við Vísi í dag. Hafa skaðað ferilinn „Það birtust einhvers konar drög að afsökunarbeiðni, leiðréttingu eða hvað á að kalla það, af hálfu þessa aðila sem viðhafði þessi ummæli. Samt var látið í það skína að eitthvað væri til í þessu,“ sagði Gunnar. „Minn umbjóðandi fann sig knúinn til að höfða meiðyrðamál og fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk enda hafa þau skaðað feril hans sem körfuboltamanns. Enginn vill hafa mann í vinnu sem er grunaður um veðmálasvindl þannig að það var nauðsynlegt að fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk.“ Auk þess að fá ummælin dauð og ómerk fer Stojanovic fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Aðspurður segist Gunnar ekki gera ráð fyrir því að að aðalmeðferð í málinu fari fram fyrr en í haust, í kringum mánaðarmótin ágúst september. Stojanovic var með 15,6 stig, 3,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali með Þór á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Fjölni um tveggja ára skeið.
Subway-deild karla Þór Akureyri Dómsmál Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira